Búnaðarrit - 01.01.1939, Síða 116
112
BÚNAÐARRIT
Þess skal ennfremur getið, að síðari hluta vetrar
1936—37 tóku 3 af nemendum skólans þátt í búreikn-
inganámskeiði, og er þeirra ekki getið í síðustu skýrslu,
er var gefin 30. des. 1936. Þannig hafa alls tekið þátt í
húreikninganámsskeiðum þessi 4 ár 62 manns, og hafa
þeir skipzt þannig eí'tir sýslum:
Rangárvallasýsla 3, Árnessýsla 6, Gullbr,- og Kjós-
arsýsla 5, Borgarfjarðarsýsla 4, Mýrasýsla 2, Snæfells-
nessýsla 3, Dalasýsla 7, Barðastrandarsýsla 3, V.-lsa-
fjarðarsýsla 2, N.-Isafjarðarsýsla 3, Strandasýsla 4, V,-
Húnavatnssýsla 4, A.-Húnavatnssýsla 4, Eyjafjarðar-
sýsla 3, S.-Þingeyjarsýsla 3, N.-Þingeyjarsýsla 2, N.-
Múlasýsla 1, S.-Múlasýsla 1, A.-Skaftafellssýsla 1, V.-
Skaftafellsýsla 1, en enginn úr Skagafirði eða Vest-
mannaeyjum.
I næstum öllum sýslum landsins er því völ á leið-
heinandi mönnum um búreikningafærslu, en að vísu
hafa þessir menn ekki allir jafngóð skilyrði til þess
að geta starfað á þessu sviði og sumum er það ómögu-
legt af ýmsum ástæðum.
Námsskeiðin eru meira og meira að færast í það
horf, að nemendur eldri-deildar Bændaskólans á
Hvanneyri taka þátt í búreikninganámsskeiðunum síð-
ari vetur sinn á Hvanneyri, og tel ég það stefna í rétta
átt.
Þessir menn tóku þátt í búreikninganámsskeiðunum
haustin 1937 og 1938 og eftir áramót 1936—37:
Vcturinn 1936-—37 (eftir áramót):
Grímur Guðhjörnsson, Syðra-Álandi, N.-Þingeyjar-
sýslu.
Kristján Einarsson, Pálsseli, Laxárdal, Dalasýslu.
Olafur Magnússon, Sveinsstöðum, Sveinsstaðahreppi,
A .-Húnavatnssýslu.
Haustið 1937 og veturinn 1937—38:
Árni Sæmundsson, Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum,
Rangárvallasýslu.