Búnaðarrit - 01.01.1939, Blaðsíða 128
124
BÚNAÐARRIT
Aí' kynnum mínum af landinu, uppblæstrinum og
sandfokinu, dylst mér það ekki, að aðal orsakir upp-
blásturs og sandfoks eru tvær, þó að fleira geti komið
til greina. Mestu foksvæði landsins eru á jarðeldasvæð-
inu, sunnan af Reykjanesskaga og norður á Melrakka-
sléttu. Sandfok er á Reykjanesskaganum, Selvogi,
Rangárvöllum, Landsveit, Þjórsárdál, Hekluöræfum,
Sprengisandi, Mývatnsöræfum og Hólsfjöllum. Sama
má segja um Mýrdalssand, Álftaver og Meðalland. Allt
er þetta í eldfjallakeðjunni og jarðvegurinn byggður
upp af áhrifum eldgosanna. Undirlagið er víðast
hraun, móberg eða ísaldarmelar. Jarðvegurinn er hlað-
inn upp af þunnum moldarlögum, með eldfjallaösku
og vikri á milli. Leir eða bindiefni í jarðveginn vant-
ar. Hann er léttur og laus. Jurtarætur binda hann
saman.
Meðan landið var óbyggt og friðað, klæddi gróður-
inn yfirborðið, og rótavefurinn batt jarðveginn. Með
Ijyggingu landsins hefst rányrkjan, skógarnir eru
höggnir, brendir, heittir, flög myndast. Gróðurinn
hættir að skýla að ofan, moldin skrælnar, treðst upp
og fýkur burtu, ræturnar visna, verða að kalfauskum
og liætta að binda jarðveginn. Hungraður beitarpen-
ingur bryður greinarnar af skóginum, nagar börkinn
af trjánum, sverfur freðna grasrótina niður i svarta
moldina, og grefur eftir rótunum, þegar klakann leys-
ir að vorinu. Uppblástur og sandlok myndast, landið
blæs upp hæir falla og fara í auðn.
Þella er hin óskráða búnaðarsaga sandfokssveitanna.
Sú saga er ekki enn á enda. Enn þá er rányrkjubú-
skapurinn svo hamramlega rekinn að enn þá er vesa-
lings beitarfénaðurinn að leggja landið í örtröð, svo
að það hlæs upp. Langdreginn beitarpeningur lifir
þegar vel árar, en fellur þegar hart er í ári. Arðurinn
er varla meiri en % af þeim arði, sem fénaðurinn
gefur ef vel er með hann farið. Gömlu búmennirnir