Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 192
188
BÚNAÐARRIT
til Búnaðarfélags íslands til mælinga og rannsókna
á þeim stöðum er þykja líklegastir til stofnunar
samvinnubyggða í nánd við jarðhitasvæðin, enda
geri það tillögur um fyrirkomulag byggðahverf-
anna og hagnýtingu landsins.
3. Að framkvæmdum þeim rannsóknum, er felast í
tölulið 1. og 2., l'ramkvæmi Búnaðarfélag íslands,
í samráði við nýbýlastjórn, fullnaðarrannsókn um
það, hvernig ný byggð skuli reist á þeim svæðum
er rannsóknin nær til, með sérstöku tilliti til þess,
að með henni skapist arðvænleg aðstaða til bú-
reksturs, er stutt geti að því, að hindra fólksflutn-
ing úr sveitunum og veita atvinnulausu fólki úr
kauptúnum og bæjum tækifæri til að vinna fyrir
sér og sínum við rekstur landbúnaðar.
Vegna tillögu þeirrar, sem fyrir liggur á Búnaðar-
þingi, um að breyta gengisslcráningu íslenzkrar
krónu, ályktar Búnaðarþingið að lýsa yfir því, að þrátt
fyrir það að afstaða bænda verður nokkuð ólík til
gengislækkunar, þá fellst Búnaðarþingið á að það verði
gert, ef ríkisstjórn, Alþingi og yfirstjórn bankanna
telja slíkar ráðstafanir framkvæmanlegar og heppi-
legar fyrir atvinnulíf landsins í heild, enda sé þá tryggt
að vinnufriður haldist í landinu.
Mál nr.
Erindi Kvenfélagasambands íslands, nm stgrk til
slarfsemi sinnar.
Afgreiðsla málsins sést í fjárhagsáætlun félagsins.
Mál nr. \(i.
Umsókn um stgrk til rannsóknar á ostaveiki i
unglömbum.
Eftirfarandi tillögur voru samþykkfar:
Búnaðarþing skorar á hið háa Alþingi, að hlutast til
um, að Rannsóknastofa Háskólans taki til rannsóknar
unglambasjúkdóma.