Búnaðarrit - 01.01.1939, Síða 195
BÚNAÐARRIT
191
Islands a6 fá því framgengt við atvinnudeild Háskól-
ans, aö hún rannsaki eins fljótt og unnt er, kúasjúk-
dóm þann, sem gert hefir kúaeigendum í Eyjafirði,
Vestmannaeyjum, og víðar mikið tjón á síðari árurn.
Mál nr. 50.
Erindi U. M. F. /., um styrk til að starfrækja rækt-
unarklúbba.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
Þar eð fé því, sem Búnaðarfélag íslands hefir til
umráða, er að mest öllu leyti varið til lögbundinnar
starfsemi þess, svo og til búnaðarsambandanna, sér
það sér ekki fært að styrkja hugmynd U. M. F. I. um
„ræktunarklúbba“ með fjárframlagi að þessu sinni.
Hinsvegar vill þingið beina því til búnaðarsamband-
anna, að þau gefi þessari starfsemi gaum, og styrki
hana eftir getu hvert á sínu svæði, þar sem hún kynni
að verða framkvæmd.
Mál nr. 5t.
Erindi Sig. Sigurðssonar, um rannsókn á beiti-
löndum.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
Búnaðarþingið lýtur svo á, að rannsókn beitilanda
geti liaft hagnýta þýðingu, en við þá staðhætti sem hér
eru, lcrefst slík rannsókn mikilla og kerfisbundinna
athugana og tilrauna, er þurfa að hvíla á mjög víðtæk,-
um grundvelli, og til þeirra þarf mikið fé.
Þar, sem þegar er bundið við ákveðin verkefni það
fé, sem á næsta fjárhagstímabili, er ætlað til tilrauna-
starfsemi, þá beinir Búnaðarþingið því til tilrauna-
ráðs, að taka til athugunar í samráði við Sigurð Sig-
urðsson í'yrv. búnaðarmálastjóra, á hvern hátt slíkar
tilraunir skuli undirbyggðar og hvernig þeim beri að
haga, til þess að þær hafi almenna hagnýta þýðingu.