Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 212
‘208
BÚNAÐARRIT
og um ýms vaxtareinkenni þeirra. Var i þessu fólgið
mjög mikið verk. Ég hefi líka vegið og mælt hrútana,
þótt ég telji ómögulegt að dæma gæði kinda eftir máli,
nema að mjög litlu leyti, en viss mál af kindum gefa
til kynna ýmsar staðreyndir, sem er bæði fróðlegt og
gagnlegt að vita um, einkum til samanburðar á fé í
ýmsum héruðum og til athugunar um, hvort fé breytist
að stærð og lögun á einhverju tímabili.
Eg tók því lítið tillit til málanna við dóminn, því
holdafar og ýms einkenni þols og hreysti verða ekki
mæld með málhandi á lil'andi fé. Ætlun mín er að
birta öðru hvoru samandregið yfirlit um mál hrútanna
í ýmsum sveitum og sýslum, en birta ekki árlega langar
töflur um það efni.
Eg dæmdi hrútana fyrst og fremst eí'tir holdafari
og vaxtarlagi, en þunga þeirra hafði ég til hliðsjónar
við flokkunina.
Hér fer ég ekki ýtarlega út í það, hvernig ég vil
hafa saúðkindina hyggða, en vísa til 2. tbl. Freys þ. á.
í grein eftir mig um sauðfjárrækt, þar sem um það
atriði er ritað.
Samkvæmt búfjárræktarlögunum á að flokka hrút-
ana i þrjá verðlaunaflokka (I., II. og III. verðlaun),
auk þess sem ónothæfum hrútum er kastað úr.
Eg tel að hændur hafi mest gagn af sýningunum
með því að sjá lirútana flokkaða og læra af því að
dæma kindur eftir þeim kröfum, sem gerðar eru til
þeirra á hverjum tíma. Virðist því bezl að flokka hrút-
ana i sem flesla flokka, því að eðlilega verða mjög
misjafnar kindur í sama flokki og því misjafnari sem
flokkarnir eru færri. Til þess að hrjóta ekki i bága við
búfjárræktarlögin en fjölga þó flokkunum, skipti ég
I. og II. verðlaunaflokki í tvennt (IA og IB og IIA og
IIB), og átti það að tákna kostamun. Einkurn gilti það
um II. verðlaunaflokk. Eg gerði allsstaðar ákveðnar
lágmarkskröfur um byggingu og holdafar I. verðlauna