Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 239
BÚNAÐARRIT
235
Suður-Þingeyjarsýsla.
Tafla A sýnir hvaða hrútar hlutu I. verðlaun í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu.
Margir ágætir hrútar komu á sýningar í þessari
sýslu. Á svæðinu, sem ég fór um, voru þeir jafnbeztir
í Mývatnssveit og Bárðardal, en lika voru ágætir ein-
staklingar í Fnjóskadal. í hreppunum, sem Gunnar
Árnason fór um, voru líka margir ágætir hrútar, eink-
um þó í Reykjahreppi.
Mcst har á góðum hrútum ættuðum l'rá Sigurgeir á
Helluvaði. Báru þeir margir af öllum öðrum hrútum,
sem ég sá, einkum um þéttan vöxt og góð hold. Virtist
og mikil kynfesta í þeim.
Margir ágætir hrútar voru komnir frá Páli á Græna-
vatni. Voru sumir þeirra að vísu mjög skyldir Hellu-
vaðsfénu. Fyrstu verðlauna hrútur, Klápur að nafni,
sein notaður var lengi í Mývatnssveitinni og um skeið
af Páli á Grænavatni, hefir gefið ágæta raun, sem
ineðal annars má sjá aí’ skýrslunni yfir I. verðlauna
hrútana.
Hrútar af fjárkyni Jóns á Laxamýri voru margir
góðir, en þar eð þeir komu flestir á sýningar, þar sem
Gunnar Áranson mætti fyrir mig, sá ég fáa þeirra sjálf-
ur og get því eigi fyllilega um þá dæmt.
Það leikur enginn vafi á þvi, að féð í Suður-Þing-
eyjarsýslu er meira ræktað en fé annarsstaðar á land-
inu. Hafa og Suður-Þingeyingar löngum getið sér orð-
stýr fyrir fjárrækt.
Það er erfitt að búa í Suður-Þingeyjarsýslu, en það
meðal annars hefir þroskað héraðsbúa á þann veg,
að þeir telja sig ekki upp úr því vaxna að hugsa og
ræða uin atvinnu sina. Þeir gera sér það ljóst, að af
sauðfénu lifa þeir og því meiri alúð, sem þeir sýna
því, bæði í ræktun og meðferð allri, því meiri arð fái
þeir af því.
Þingeyingar og jafnframt allir landsmenn eiga þing-