Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 253
Slátrim síðastliðin fimm ár
og vænleiki dilkanna.
Éftir Pál Zóphórtiasson.
Frá því landið byggðist, hafa bændur að mestu leyti
lifað á því að láta búféð breyta gróðri jarðarinnar i
afurðir, sem þeir síðan að nokkru lögðu i bi'i sín, og
að nokkru seldu úr búunum til þess, að fá fyrir vörur,
eða gjaldeyrir lil að borga vörur með, sem þeir ekki
framleiddu sjálfir, en töldu sig þó ekki geta verið án.
IJær vörur sem þeir þurftu að kaupa fóru vaxandi
eftir því sem verkaskipting með þjóðinni varð meiri,
og enn uxu þær við það að meira þurfti að leggja af
mörkum lil sameiginlegra þarfa (skatta, útsvör o. l'l.)
og það að kröfur manna til lífsins uxu. I>á kom það
líka til sögunnar að bændur fóru að taka lán til að
ráðast í ræktunarframkvæmdir og til húsabóta, og úr
J)ví urðu þeir að fara að standa undir vöxtum og af-
borgunum af lánum. Nú skulda bændur landsins full-
ar tuttugu milljónir króna, og þurfa að greiða árlega
um eina milljón króna í vexti, og til Jiess að geta það,
þurfa þeir að selja það miklar vörur, eða það dýrar
vörur, úr búum sínum, að þeir hafi nóg í vexti, af-
borganir og opinber gjöld eftir að hafa fullnægt
Jiörfum sinum.
Þó fleira hafi komið til, og gefið bændum tekjur í
bú, en afurðir búfjárins, þá eru þær enn það sem
jnestu munar í Jjessu sambandi. Dúnninn, laxinn,
garðmaturinn o. fl. eru enn hverfandi tekjuliðir bjá
fjöldanum af bændum samanborið við búfjárafurð-