Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 254
250
BÚNAÐARRIT
irnar. Þó má ekki gleyma þessum aukaliðum, og vafa-
laust eiga þeir eftir að vaxa, og þá sérstaklega það sem
garðmaturinn gefur lit sölu úr búi.
Hin síðustu ár hafa afurðirnar af kúabúunum orðið
seljanlegar fyrir fleiri og fleiri bændur, og nú er það
fullur helmingur af bændum landsins sem tekur þátt
i sölu mjólkur og mjólkurafurða. Og hjá mörgum af
þeim eru það aðaltekjurnar sem koma frá kúabúun-
um. Og til eru nú þegar bændur, þó fáir séu, sem engar
tekjur hafa af seldum sauðfjárafurðum. Fyrir alla
þá sem hafa aðaltekjur af kúabúunum, skiptir ])að
vitanlega mjög miklu máli að eiga góðar kýr og arð-
samar. Sama gildir, j)ó á annan hátt sé, þá sem ekki
selja mjólk né mjólkurafurðir úr búum sínum. En um
það skal ekki rætt í þetla sinn. En þó það skipti miklu
máli, þá hefir hitt þó meiri áhrif fyrir fjöldan, að
arður fjárbúanna sé sem mestur. Því nær allir bænd-
ur landsins eiga þar hlut að máli, og svo til alla bænd-
ur landsins munar um það ef hægt er að auka arð-
semi fjárbúanna og selja meira frá þeim úr búunum.
Síðan kjötverðlagsnefnd, haustið 1934, í'ór að safna
skýrslum um þunga sláturfjárins, hefir það komið i
Ijós að þungi meðallambsins hefir aukizt verulega
fsjá línurit). Menn deila uin orsakir til þessa, og
menn deila líka um það hvort nettóhagnaðurinn af
f járbúunum hafi aukizt að sama skapi og aukinn þungi
sláturfjárdilkanna. Þeir eru til sem halda því fram að
tilkostnaðurinn hafi aukizt tilsvarandi. Ekki tel ég
neinn vafa á því, að sú skoðun er röng. Þó tilkostnað-
urinn hafi aukizt eitthvað, þá er mjög fjarri því að
það sé í hlutfalli við þyngdar auka meðaldilksins.
Mér er ákaflega Ijóst, live mikils virði það er fyrir
bændur ef þeir geta haldið meðalþunganum eins og
liann er nú orðinn, að ég ekki tali um ef þeir enn geta
aukið hann. í landinu eru milli 400 og 600 þúsund
ær á hverjum vetri, og þó arður meðal ærinnar auk-