Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 255
BÚNAÐARRIT
251
ist ekki nema lítið eitt þá munar það heildina mjög
miklu. Enda þó ég áður, bæði í Tímanum og Frey, hafi
henl á þau alriði sem ég taldi að kæmu hér helzt til
greina sem orsök þyngdaraukans, þá vildi ég reyna
að kryfja málið sem hezt niður í kjölinn, og þvi skrif-
aði ég í vetur um 200 bændum víðsvegar um landið og
spurði þá hverjar ástæður þeir teldu til þyngdarauk-
ans. Með því vildi ég reyna að fá sem flest sjónarmið
fram, því mér er það ljóst að fyrsta skilyrðið til þess,
að meðalþunginn megi haldast, er sá að hændum sé
ljóst af hverju aukning hans stafar, og geti því gert
sitt til þess að láta sömu skilyrði vera til staðar fram-
vegis, og þá kannske í enn rikari mæli, svo meðal-
]>yngdin aukist enn.
Fjöldinn allur af þessum hændum hafa nú svarað
mér, og þvi er það að ég enn tek mér penna í hönd og
segi nú álit þeirra og mitt um málið, ef það mætti
verða til þess, að einhverjum yrði það ljósara, og gæti
því frekar tryggt ]>að að þungi sláturlambanna i fram-
tíðinni yrði góður.
En áður en ég sný mér að svörum þeirra, þá vij
ég benda á það livernig fjárfjöldinn í landinu sem
heild hefir breytzt, en hann var sem hér segir, eftir
vorframtölum:
l>ar af taldar Sauðir Fjárfjöld-
Ar Ær fieldar Gemlingar Hrútar inn alls
1928 .... 469130 47021 121861 36149 627140
1929 .... 493093 40700 109823 36515 040031
1930 .... 520848 47340 133257 36073 090178
1931 .... 543373 64326 110928 36744 091045
1932 .... 555555 51119 115725 35135 706415
1933 .... 502073 59173 132538 33881 728492
1934 .... 549458 78000 114890 34759 699107
1935 .... 525463 63864 95097 35553 656113
1930 .... 515820 52000 101630 35894 053350
1937 .... 510765 49754 108330 36255 655356
I sambandi við þessar fjártölur, sem teknar eru eftir
vorframtölum hreppstjóra vildi ég benda á það að til