Búnaðarrit - 01.01.1939, Page 288
282
BÚNAÐARRIT
hana. Af því stafar að mínu áliti aukning meðal-
þungans og svo af betri hreysti í fénu.
Þá hef ég nú tekið fram það sem mér er sagt um
orsakir þess, að meðallömbin hafa þyngzt og vil nú
að síðustu draga það og álit mitt saman. Það liggur
ljóst fyrir, að haustið 1938 voru dilkarnir það vænni
en haustið 1934 að þeir gerðu milli 600 og 700 þúsund
krónur meira. Þetta stafar af þessu helzt:
1. Betri hrcijsti í fénu, og luin stnfar af ormalyfs-
inngjöf. Þó eru allmargir bændur sem ekki nota J>að
enn, en ]>að þarf og á að breytast. Allir eiga að nota
það.
2. Betri meðfcrð, og þá sérstaklega betri meðferð
siðari hluta vetrar og vors. Þetta er ljóst af mörgum
svörum, og þetta er líka Ijósl á því, að þau lömb sem
vegin voru fyrir mig nýborin vorið 1938 voru að
meðaltali 0,4 kg. þyngri, en þau sem höfðu verið veg-
in fyrir mig fyrir 1934 að því vori meðtöldu. Þetta er
talið stafa af ýmsu og meðal annars:
a) Notkun Eylandsljáa, sem orsaki meiri heyskap
eftir sama fólk, því meira fóður og betri meðferð á
skepnunum.
b) Að menn sleppa seinna á vorin, og að vorin hafa
verið svo góð sum, að ærnar hafa ekki látið ásjá milli
hýsingar og burðar, burðurinn því stærri nýborinn
og lambið vænna að haustinu.
c) Meiri töðu og fóðurbætisgjöf, og þó sérstaklega
siðari hluta vetrar og að vorinu.
d) Bætt fjárkyn, sem stafar af auknuin skilningi
á því hvernig vel byggð kind á að vera, og því hve
mikils virði það er að eiga gott fé.
Allt þetta eru atriði, sem menn geta meira og minna
ráðið við, og hafl á valdi sínu og því má vænta þess
að meðalþunginn geti haldist og vaxið á næstu ár-
um, eftir því sem þeim fjölgar sem fylla hóp Þing-
eyingsins, sem fóðrar svo að hann fær alltaf jafnvæn