Búnaðarrit - 01.01.1939, Síða 296
BÚNAÐARRIT
Búpeningssýningar.
Almenningi til leiöbeiningar vill Búnaöarfélag íslands benda á
eftirfarandi atriði um búpeningssýníngar þœr, er það lieldur ár-
lega, samkvæmt lögum nr. 32, 8. sept. 1931, um búfjárrækt.
A. Nautgripasýningar:
Þær skal halda á 5 ára fresti í liverju nautgriparæktarfélagi
(annarsstaðar ekki), enda liafi hlutaðeigandi sveitarstjórnir, eða
nautgriparæktarfélög, sent B. í. skriflega ósk um sýningu fyrir
lok marzmánaðar ár livert. —- Til vcrðlauna á sýningum þessuin
leggur ríkissjóður 50 aura fyrir hvern framtalinn nautgrip á sýn-
ingarsvæðinu, samkvæmt síðustu birtum búnaðarskýrslum, gegn
jöfnu tillagi, útveguðu af sveitarstjórn eða nautgriparæktarfé-
lagi, annarsstaðar frá. — Auk þess grciðast I. og II. vcrðl. á naut
eingöngu úr ríkissjóði.
B. Ilrossasýningar:
Þær skal balda í hverri sýslu landsins þriðja hvert ár, enda
bafi hlutaðeigandi sýslunefndir veitt fé til sýninganna og sýslu-
menn tilkynnt félaginu það, ásamt kosningu sýningarstjóra og
dómnefndarmanna, fyrir apríhnánaðariók ár hvert. — Til verð-
launa leggur rikissjóður 10 aura lyrir hvert framtalið liross í
sýningarumdæminu, samkvæmt síðustu birtum búnaðarskýrsl-
um, þó aldrei minna, en 100 kr. lil hverrar sýningar, gegn jöfnu
framlagi úr lilutaðeigandi sýslusjóði.
Auk þess greiðir ríkissjóður 50 kr. til viðbótar hverjum I. verðl.
stóðhestanna.— Jafnfranit héraðssýningunuin skal gcfa cigend-
um fullorðinna stóðliesta kost á afkvæmasýningum, samkv. nán-
ari ákvæðum laga um búfjárrækt og tilhcyrandi. reglugerð. —
C. Hrútasýningar:
Þær skal lialda í einstölium lireppum 4. hvert ár, enda hafi hlut-
aðeigandi sveitarstjórnir sent félaginu skriflega óslt um sýn-
ingu fyrir júlímánaðarlok ár livert. — Til lirútaverðlauna leggur
rikissjóður 3 aura fyrir hverja framtalda kind í hreppnum, sam-
ávæmt síðustu birtum búnaðarskýrslum, gcgn jöfnu framlagi,
útveguðu af sveitarstjórn annarsstaðar frá.