Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 3

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 3
 v37o.*r 18. ARG. 1. TBL. APRÍL 1953 Jí STUDENTABIÁÐIÐ ÚTGEFANDI: FÉLAG RÓTTÆKRA STÚDENTA SVERRIR KRISTJÁNSSON, sagnfrœðingur: Stúdentar og þjóðfélagsátök nútímans Um síðustu aldamót komst Lenín svo að orði, að stúdent- ar væru sá stéttarhópur mannfélagsins, sem túlkaði og tjáði allar þjóðfélagshræringar samtíðarinnar vegna þess, að stúdentar kæmu frá ötlum stéttum þjóðfélagsins. Fyrir þá sök lagði Lenín jafnan við eyra, þegar hreyfing var uppi með rússneskum stúdentum — þá þóttist hann geta bezt heyrt hjartaslög hinnar rússnesku þjóðbyltingar, sem í vændum var. Söguleg reynsla hefur hvað eftir annað sann- að þessi dómskyggnu ummæli hins rússneska stjórnmála- snillings. Þau eiga ekki aðeins við um rússneska stúdenta. Þau eiga við stúdenta um allan heim, ekki sízt í þeim lönd- um og á þeim tímum, sem af sérstökum ástæðum hafa falið stúdentum mikið hlutverk á framsviði sögulegs athafnalífs. Menntamannastéttin er kynborið afkvæmi hins borgaralega þjóðfélags. Hlutur hennar var jafnan mikill, er borgaralegt þjóðfélag hafði náð nokk- urum þroska í skauti léns- skipulags eða bændaþjóð- félaga. I öllum borgara- legum byltingum Evrópu hafa menntamenn og stú- dentar verið forvígismenn þegar barizt var um rétt- indi og frelsi mannsins, ósjaldan stóðu þeir á götuvígjunum við hlið al- þýðunnar og blönduðu blóði við hana í bókstaf- legri merkingu. Okkur Is- Sverrir Kristjánsson. lendingum er það nærtækt dæmi, er íslenzkir stúdentar við Hafnarháskóla gerðust forustumenn í sjálfstæðisbaráttunni, orðuðu fyrstir þjóð- réttarkröfur okkar og sköpuðu þeim fræðilegan grundvöll. Söguleg reynsla bendir þó ótvírætt í þá átt, að stjórnmála- legt hlutverk menntamanna og stúdenta sé mest í þeim löndum, þar sem borgarastéttin hefur ekki enn náð fullum þroska né pólitískum og félagslegum völdum. Á síðari hluta 19. aldar hverfa stúdentar af framsviði stjórnmálabarátt- unnar víðast hvar á Vesturlöndum — áhrifa þeirra kennir einna lengst á íslandi —, en í Rússlandi átti hin pólitíska stúdentahreyfing miklu hlutverki að gegna allt fram að októberbyltingunni 1917, er hin borgaralega bylting hafði runnið skeið sitt á enda. Á síðasta mannsaldri hefur pólitiskrar stúdentahreyfing- ar því gætt mest í nýlendunum og hjá hálfánauðugum þjóðum, á Indlandi, í Kína, Egyptalandi, Iran, o. s. frv. Stúdentar þessara landa hafa fetað dyggilega í fótspor hinna. eldri stéttarbræðra sinna í Evrópu og skipað sér í fylkingarbrjóst þeirrar þjóðfrelsisbaráttu, sem háð er í ættlöndum þeirra. Þrátt fyrir sundurleitar aðstæður þjóð- ernis, sögu og tíma, er hin pólitíska stúdentahreyfing Ev- rópu á 19. öld og Asíulanda og nýlendna á 20. öld með keimlíkum bjæ og yfirbragði. Sjálfstæð, víðtæk stjórnmála- barátta stúdenta er fyrst og fremst bundin við þjóðfrelsis- baráttu borgarastéttarinnar og hjaðnar venjulega þegar þeirri baráttu hefur lokið með sigri borgarastéttarinnar. Þá hverfa hinir lokkabjörtu hollvinir menntagyðjunnar af svið- inu, hinn hversdagslegi, jarðbundni borgari tekur við að- alhlutverkinu. ^ Borgaralegt þjóðfélag getur ekki lifað stundinni lengur án menntamanna. Lífsþarfir fyrri þjóðfélaga voru svo óbrotnar og einfaldar, að hástéttir fortíðarinnar gátu kom- ÍLAi'iÖSB^KASAFN -A'i ‘910J3

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.