Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Síða 24
22
NÝJA STÚDENTABLAÐIÍÐ
ar og tollaskrár, og í árdaga var skriftin fundin upp sem
tæki tollheimtumannsins.
I hinni svonefndu Fyrstu málfræðiritgerð, sem talin er
frá því um miðja 12. öld, segir, að hér á landi fáist
menn nú við lestur og skrift og festi á bókfell, lög, áttvísi, »
„þýðingar helgar og hin spaklegu fræði, er Ari Þorgilsson
hefur á bækur sett af skynsamlegu viti.“
Áttvísi eða ættfræði var snar þáttur 1 lífi og afkomu
manna, af því var þessi fræðigrein engu veigaminni í st jórn-
málabaráttunni en sjálf lögin. í Þórðarbók Landnámu seg-
ir: „Það er margra manna mál, að það sé óskyldur fróð-
leikur að rita landnám, en vér þykjumst heldur svara kunna
útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því, að vér séum
komnir af þrælum eða illmennum, ef vér vitum víst vorar
kynferðir sannar, svo og þeim mönnum, er vita vilja forn
fræði eða rekja ættartölur, að taka heldur að upphafi til
en höggvast í mitt mál, enda eru svo allar vitrar þjóðir
að vita vilja upphaf sinna landsbyggða eða hvers hvergi
til hefjast eða kynslóðir.“
Þessi klausa er mjög merkileg, því að hún sýnir okkur
bæði þjóðarmetnað forfeðra okkar og gildi ættvísinnar á
alþjóðavettvangi. Ef landinn hefur verið framgjarn en við-
kvæmur meðal erlendra manna, hefur það skapað honum
nokkurt sjálfsöryggi að vita sig kominn af frjálsbornu
fólki, sem aldrei hafði látið kúgast.
Islenzku prestarnir voru ýmist veraldlegir höfðingjar eða
í þjónustu slíkra manna, en þrátt fyrir það voru þeir
kirkjunnar menn og postularnir og guðsútvaldir þeirra
fólk. Þeir tóku því snemma að snúa guðsorði á íslenzku
(helgar þýðingar), en Ari fróði samdi bækur af skynsam-
legu viti og gerðist með því faðir íslenzkra bókmennta.
Fyrsti rithöfundurinn, sem við þekkjum á íslandi, er
Sæmundur Sigfússon hinn fróði (1056—1133). Hann samdi
rit um Noregskonunga sennilega á latínu. Sonur hans gekk
að eiga norska kóngsdóttur, en þar með voru Oddaverjar
orðnir jafngöfugrar ættar og Haukdælir, hinir miklu höfð-
ingjar Árnesþings, sem töldu til frændsemi við konungs-
ættina norsku. Sæmundur semur bók sína tvímælalaust til
þess að auka hróður ættar sinnar og afkomenda og norsku
kónganna, tengdamanna sinna.
Ari Þorgilsson fróði (1067—1148) semur ritkorn, Is-
lendingabók, um sögu þjóðarinnar fyrir sinn dag. Hann
var prestur, menntaður í Haukadal í Árnesþingi. Bók hans
fjallar um nokkra helztu landnámsmennina, setningu al-
þingis, kristnitökuna og fyrstu biskupana, en bókina seg-
ist hann skrifa fyrir biskupana Þorlák Runólfsson og Ketil
Þorsteinsson á þriðja áratug 12. aldar, en Islendingabók
mun eins konar eftirmáli við lagasetningu. Ari samdi einnig
ættatölur, stuttar frásagnir um Noregskonunga og fyrstu
drög að Landnámu. Þessar ritsmíðar eru allar kirkjugoð-
unum.og biskupunum eða kirkjunni til eflingar, jafnframt
því sem Ari leggur grunnin að íslenzkri sagnfræði og átt-
vísi með bókum sínum. Það var fom siður að yrkja ættar-
tölukvæði eða afreksdrápur um höfðingja. Ari yrkir ekki,
heldur semur hann rit að hætti erlendra klerka, og svipar
honum um margt til heilags Beda, engilsaxnesks visinda-
manns og sagnaritara, sem uppi var um 700.
Islendingar lögðu frá upphafi mikla stund á heiðna list
skáldskaparins og ortu mjög um Noregs konunga á svipað-
an hátt og ættsveitungar ortu um ættahöfðingja að fornu.
Islenzku skáldin gerðust sérfræðingar í sögu norsku kóng-
anna, börðu saman mikil lofkvæði um þá að fornum sið og
brutust á fund þeirra með ærinni fyrirhöfn og kostnaði til
þess að flytja þeim hólið.
Blómaskeið íslenzka hirðskáldskaparins, 10. og 11. öld,
er tímabil, þegar kóngarnir voru svo óvinsælir úti í Noregi,
að bændur flæmdu marga þeirra frá ríkjum eða drápu þá.
I þessum þrengingum voru íslenzk skáld þeim oft aufúsu-
gestir, en gáfuðustu hirðskáldin komust til mikilla mann-
virðinga við hirðina í krafti þess, að þau gerðust mála-
miðlendur milli bænda og konungs. Slíkur maður var Sig-
hvatur Þórðarson, sem var einn æðsti ráðgjafi Ólafs helga
og Magnúsar góða.
Um miðja 12. öld tókst landeigendastéttinni norsku og
hefðarklerkum að skapa sér konungsvald óháð vilja al-
mennings. Erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi (1153),
og taldist erkibiskup æðsti maður landsins sem umboðs-
maður Ólafs konungs helga, hins eilífa konungs Norð-
manna. Þegar erkibiskupsstóllinn var settur í Niðarósi,
flutti íslenzkt skáld og kennimaður, Einar Skúlason, kvæðið
Geisla um Ólaf helga í sjálfri dómkirkju staðarins. Þetta
er langt kvæði, og er talið að höfundur hafi ort það með
penna í hönd. Þar með hafði íslenzkur skáldskapur komizt
á bókfell og verið kanóniseraður af háyfirvöldum kirkjunn-
ar. Nokkru síðar ritaði maður að nafni Eiríkur Oddsson
bók um Noregskonunga um miðja 12. öld. Sú bók hét
Hryggjarstykki og er glötuð, en af klausum úr henni sést,
að hún hefur verið saga, lifandi frásögn með samtölum og
persónulýsingum, en ekki hlutlaust fræðslurit eins og bæk-
ur Sæmundar og Ara og annarra fróðleiksmanna. Með
Hryg'gjarstykki Eiríks Oddssonar hefst nýr þáttur í ís-
lenzkum bókmenntum. Fyrsta sagan var orðin til.
Um Ólaf helga höfðu myndazt margs konar sagnir og
íslenzk skáld höfðu ort um hann lifandi (Sighvatur Þórð-
arson, Þormóður o. fl.) og dauðan (Einar Skúlason). Um
hann eru skráðar bækur á 12. öld af óþekktum mönnum,
en Oddur Snorrason, munkur á Þingeyrum, ritar um Ólaf
Tryggvason á latínu um 1190 (síðar varðveitt í þýðingu).
Ábótinn á Þingeyrum, Karl Jónsson, ritaði um Sverri kóng
eftir sjálfs hans fyrirsögn að nokkru, en Gunnlaugur Leifs-
son, einnig munkur á Þingeyrum, endurbætti rit Odds,
klausturbróðurs síns. Kristniboðskóngarnir voru eðlilegar
söguhetjur lærðra manna, en íslendingar, sérstaklega skáld,
höfðu verið í þjónustu þeirra. Inn í þessar sögur fléttaðist
því efni, sem sprengdi af sér þann stakk, sem konunga-
sögurnar sniðu því. Þannig vex Fóstbræðrasaga upp úr
Ólafs sögu helga, en hún mun með elztu Islendinga sögum.
Þessar bókmenntir, fræðiritin, konunga sögur og Islend-
V;