Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 13
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
11
baráttu sína fyrir endurheimt óháðrar þjóðtilveru Islend-
inga, í stað þess að sameina krafta sína orku verklýðs-
stéttarinnar — þeirrar stéttar er samkvæmt sögulegri
stöðu sinni hlýtur að hafa forustu um íslenzka endurlausn,
er ein þess megnug að leiða islenzka baráttu til sigurs. Án
verklýðshreyfingar ei’um við vanmegnugir. Án sósíal-
isma erum við blindir.
Hvað kostar lífið þann sem vill leggja framför mann-
kynsins lið? Hugsjón, baráttu, árvekni, samstöðu með
þeim mörgu og fátæku. Lífið er dýrt. Það kostar ekki
milljón og vald, heldur hugsjónasiðferði og baráttuþrek.
Hugtök okkar hafa verið fölsuð. Þvi er trúað á breiðum
svæðum þjóðfélagsins að ekki sé líf nema á skrifstofum,
ekki sé maður nema hann hafi titil, að komast áfram í
lifinu standi í réttu hlutfalli við plussið í bílnum manns.
Það er að segja: mælikvarði auðborgaranna gildir. En
sannleikurinn er vitaskuld sá að ekki er líf nema í þróun-
inni, ekki er maður nema hugsjón eigi, að komast áfram
í lífinu er fólgið í því að vera sjálfum sér trúr. Betra er að
heyja baráttu í hreysi en búa andvana í höll. Auðurinn
freistar okkar ekki, heldur sannleikurinn.
Á þessum örlagadögum íslenzku þjóðarinnar hvílir þung
skylda á íslenzkum menntamönnum: að þeir skilji ekki að-
eins bækur sínar og vísindi, heldur einnig fólk sitt og
baráttu þess. Hvert tækifæri skyldi notað til að minna á
samstöðu verkalýðs og menntamanna, á þýðingu verk-
lýðshreyfingarinnar sem hver lærdóms- og skólamaður
getur tekið þátt í. Margur hefur verið róttækur á unga
aldri, er settist síðar í helgan stein af því honum var ekki
ljóst hið eðlilega samband sitt við alþýðu landsins, við-
fangsefni hennar og menningarhlutverk. Þeirri öld skyldi
senn lokið að ýmsir helztu lærdómsmenn þjóðarinnar séu,
á ytra borði a. m. k., hlutlausir um höfuðmál hennar, á
sama tíma og hrokafullir gikkir og peningaþý vaða uppi
í þjóðfélaginu, selja og kaupa hag landsins eins og fasteign
eða bíl. Lærdómur á einmitt að geta aukið víðsýni; en
það er hin æðsta víðsýni að leggja út í baráttuna: friðar-
baráttuna, sjálfstæðisbaráttuna, verklýðsbaráttuna. Það er
fánýtt að lýsa þekkingu sinni með mörgum fögrum orðum
heima í stofu sinni, ef hún ber ekki árangur í þýðingar-
ríkum verkum. Það þýðir lítið að hafa legið yfir bókum,
ef maður vaknar við það einn góðan veðurdag að landið
manns heitir Iceland, styrjöldin komin á Reykjanes, verk-
lýðshreyfingin tugthúsuð. Það mun hvort sem er lítið verða
til af bókum eftir næstu heimsstyrjöld — ef við leyfum
þeim að kalla hana yfir okkur. Það mundi spá góðu um
framtíðina ef prófessorar kæmu á næsta verkfallsvörð.
Marx komst einusinni að orði eitthvað á þessa leið: Heim-
spekingarnir hafa skýrt heiminn á ýmsa vegu, en það sem
máli skiptir er að breyta honum. Þetta er hið mikla lykil-
orð allrar viðleitni á líðandi árum. Enn eru margir leynd-
ardómar, en okkur ríður í bili meira á því að komast á
æðra stig mannlegrar félagsskipanar. Lífið kostar ekki
milljón, heldur baráttu fyrir betri heimi.
Xýja stúdentablaðið
Útgefandi: Félag róttækra stúdenta
Ritstjórn: Bogi Guðmundsson (ábm ), Einar Laxness
Guðgeir Magnússon
PUENTSMIÐJA ÞJOBVILJANS H-r
AFMÆLISKVEÐ J A
TIL FÉLAGS RÓTTÆKRA STÚDENTA
Sósialistaflokkurinn og allir þeir, scm með honum berjast
fyrir málstað fólksins, málstað íslands, færa Félagi róttækra
stúdenta beztu heillaóskir og þakkir á 20 ára afmæli þess.
Alþýða íslands minnist þess með þakklæti, er hinir ungu
stúdentar við Háskóla íslands skópu þetta félag til að sam-
eina öll róttæk öfl háskólaæskunnar til baráttu gegn fas-
ismanum. Stolt hugsar íslenzk alþýða til þeirra daga, þegar
Halldór Kiljan Laxness ávarpaði íslendinga á vegum stúd-
enta fyrir tiistilli Félags róttækra stúdenta á fullveldisdeg-
inum og eggjaði vinstri menn íslands til að fylkja sér þéttar
saman um málstað fólksins.
íslenzka þjóðin er Féiagi róttækra stúdenta þakklát fyrir
að hafa alltaf staðið fast á verðinum um sjálfstæði íslands
gegn kröfum amerískra yfirgangsseggja um herstöðvar á
íslandi. Félag róttækra stúdenta hefur aldrei vikið í því
mikla þjóðfrelsismáli, hvernig sem aðrir stúdentar hafa
brugðizt málstað íslands. Þessvegna hefur Félag róttækra
stúdenta bjargað heiðri stúdents-nafnsins, — og fyrir það
á félagið þakkir skyldar jafnt stúdenta sem annarra.
íslenzka þjóðin hefur verið stolt af sínum menntamönn-
um, — og ekki síst sínum ungu stúdentum. Og hún hefur
lengst af haft ástæðu til þess.
Reynslan hel'ur sýnt að þá reynast stúdentarnir þjóðinni
bezt, er þeir eru í baráttunni bandamenn hins vinnandi
manns, — vcrkamannsins, sjómannsins, bóndans, — enda
hafa islenzkir stúdentar löngum verið af bergi þeirra stétta
brotnir.
Félag róttækra stúdenta hefur alltaf reynzt íslenzkri ai-
þýðu, íslenzkri þjóð trútt, — alltaf barizt í fararbroddi í
sókninni til frelsis og framfara, í vörninni fyrir sjálfstæði
og mannréttindum.
Megi því auðnast að lifa og berjast lengi og vel fyrir
fólksins góða málstað.
EINAR OLGEIRSSON