Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Page 20

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Page 20
18 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ * Öll önnur öfl hafa sofnað á verðinum sem íslenzka þjóðin fól þeim að standa á og horfa sljóum augum á allt fljóta að feigðarósi. Meirihluti stúdenta er sama markinu brenndur; hann hefur yfirgefið sína varðstöðu og meðtekið af alúð hið pólitíska deyfilyf afturhaldsins og það virðist verka vel á þennan rislága hóp. Þegar hið síðasta og versta skref á þessari hálu þróunarbraut var stigið með því að skjóta frá lokum og hleypa inn í landið her bandaríska auðvalds- ins, þá heyrðist ekki mjamta í allri afturhaldshersingunni; ekkert af hinum þrem stúdentafélögum með öll fallegu nöfnin hafði nokkuð við það að athuga að Island væri gert að opinberri herstöð á friðartímum. Eina félagið sem sá hættuna og mótmælti var Félag róttækra stúdenta, með samþykkt á fundi 17. maí 1951. Þá einsog svo oft áður var það okkar félag sem varð til þess að firra stúdentsnafninu allri skömm. Menn gátu þrátt fyrir allt séð að nokkur hluti háskólastúdenta var trúr málstað Islands og skildi eðli her- námsins. Félag róttækra stúdenta er eina félagið, sem getm’ vegna hins sögulega hlutverks sem það hefur innt af hendi innan Háskóla Islands, verið fært til þess að sameina í órofa fylkingu öll þau öfl sem vilja berjast gegn ásælni bandaríska auðvaldsins og gegn innlendu afturhaldi, •— vilja berjast fyrir málstað hins vinnandi fólks fyrir ,,at- vinnu, lýðræði og menningu þjóðarinnar“, eins og segir í fyrstu lögum félagsins. Og það er fyrst og fremst í ísl. þjóð- félaginu sem brýn nauðsyn kallar á slíka samfylkingu til varnar málstað Islendinga og hún er ef til vill okkar stærsta von. Þessu kalli verður að hlýða og það er einnig útlit fyrir að það verði ekki virt að vettugi, því að nú virðast margir gera sér ljóst að íslenzku þjóðinni er aðeins lífs auðið ef spyrnt verður við fótum þegar í stað. Og þá hefur starf sósíalista ekki verið unnið fyrir gýg. ★ Baráttan er hörð um þessar mundir og krefst fórna hvers einstaklings sem virðir sinn málstað. Það er nauðsyn fyrir alla róttæka menn, ekki sízt stúdenta, hina verðandi menntamenn þjóðarinnar, að skilja hlutverk sitt. Til þess að geta innt það af hendi með sóma verður hver verka- lýðssinni að skilja að eitt öflugasta vopnið í baráttunni fæst af stöðugri þekkingarleit, vandlegri marxistiskri fræðslu, þekkingu og skilningi á ríkjum alþýðunnar og eðli auðvaldsþjóðfélagsins. Með raunhæfum skilningi og fræðslu verður hver og einn hæfari til starfsins sem nú er unnið. Nú riður á fyrir róttæka stúdenta að vera samtaka í starfi og baráttu fyrir félag sitt og gera hlut þess sem glæsi- legastan í félagslífi Háskólans, því að ekki virðist van- þörf á að láta deyfðina og þröngsýnina víkja úr sessi. ★ I Félagi i'óttækra stúdenta eru í dag sameinaðir ungir menn sem trúa á málstað hins róttæka verkalýðs er berst fyrir lífi sínu, frelsi og friði í heiminum. Þeir telja sér heiður og stolt og fyllstu skyldu að vera samherjar hans í hinni erfiðu baráttu innan auðvaldsheimsins. Róttækir stúd- entar aðhyllast hugsjón sem þeir geta verið stoltir af og hver sá maður er tileinkar sér getur talið til æðra mann- gildis, en það er hugsjón sósíalismans. Róttækir stúdentar hafa kosið sér samstöðu með verkalýðshreyfingunni og himrm göfuga málstað hennar. Barátta þerira er samtengd baráttu alþýðunnar og undir merki hennar skipa þeir sér, vissir um sigur hins vinnandi manns fyrr eða síðar. Hvílík sannmæli eru ekki einmitt orð Eiríks Magnússonar í grein í Nýja stúdentablaðinu á árinu 1936: „Verkalýðshreyfingin er lífsvon róttækra menntamanna, en þeir eru einnig henni nauðsynlegir". Það er vert að geta þess að starf ýmissa róttækra stúdenta með verkalýðnum í desemberverkfall- inu, aðstoð þeirra við að koma í veg fyrir verkfallsbrot, er skerfur sem var sjálfsagður og til fyrirmyndar, en sýnir hvernig samstarf og samstaða róttækra stúdenta og verka- lýðsins er og á að vera í ríkara mæli í framtíðinni. ★ Það er ósk mín og von að senn auðnist okkur að sjá draug alls þess afturhalds sem nú ógnar heiminum með hel- sprengju sinni kveðinn rækilega niður í eitt skipti fyrir öll. Óskin sem ég vil færa Félagi róttækra stúdenta á 20 ára afmæli þess er sú að þetta félag okkar megi dafna vel á komandi árum og rækja sína samfylkingarhugsjón, en um- fram allt, að það geti von bráðar orðið einn af þeim mörgu traustu þáttum sem skapa þjóðfélag sósíalismans á Islandi. SIGIJRÐUR V. FRIÐbJÓFSSON, stml. maa.: SK AMMDEGISH VÖT (Ort í des. 1952). Nú skrýðist landið kápu fanna og klaka, koldimmir vetrarskuggar breiðast á jörð'. Það reynist mörgum erfitt einum að vaka í auðn og myrkri og halda dyggan vörð. Á erfiðleikunum sá einn sigray.t getur, er sýnir hugrekki, karlmennsku, dug og þor. Það er alltaf hægt að þrauka hinn þyngsta vetur þrjóti ekki trúna á komandi sól og vor. Fámenna þjóð, þér ægja erlendar hættur, þitt eigið land er stöð fyrir framandi lier. Nú drúpir höf'ði frelsisins forna vættur, finnurðu ei hvar skórinn kreppir að þér? Vaknaðu þjóð, á verði máttu ei sofa, í veði er sjálft þitt líf, þitt frelsi og mál. Hrind þér af augum svefni, drunga og dofa, snú djörl' og hraust til varnar þinni sál.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.