Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 11

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 11
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 9 því fólgið að frelsa manninn, bjarga einstaklingnum, leiða hann út úr þrældómshúsinu, úr bölvun fátæktarinnar, myrkri fáfræðinnar og viðjum kúgunarinnar, að hækka hann til tignar bræðraþels og samhjálpar, að leiða alþýðuna sjálfa til öndvegis í sínu eigin ríki. Styrkur Stalíns sem leiðtoga alþýðunnar lá einkum í því hversu hátt hann setti markið og af hve mikilli einbeitni hann sótti að því. Það stóð honum alltaf fyrir sjónum, þótt aðrir virtust ekki grilla það, þótt leiðin væri bæði torsótt og krókótt. Ég hef aldrei heyrt jafnvel svæsnustu andstæð- inga Stalíns tæpa á þvi, hvað þá meir, að gerðir hans hafi nokkru sinni mótast af eiginhagsmunum. Frelsishugsjón alþýðunnar átti alla orku hans og snilli á meðan lífið entist. Að launum fékk hann að vera öreigi alla ævi, ágætur aðeins af verkum sínum en ekki metorðum. Hér skal ekki rætt um þau risaskref sem alþýða Ráð- stjórnarríkjanna hefur gengið á framfarabrautinni undir leiðsögn þeirra Leníns og Stalíns, en aðeins drepið á þá algengu viðbáru borgaralegra menntamanna, sem sökum aðstöðu sinnar skilja ekki nauðsyn og eðli byltinga, að þetta hafði kostað of miklar fórnir, að Stalín hafi legið alltof mikið á, hann hafi ekki sýnt andstæðingum hinna vinnandi stétta nægilegt umburðarlyndi. En með leyfi að spyrja, hvar eru takmörkin ? Hvar er mælikvarðinn á holl- ustu manns við hugsjón sína? Er annar prófsteinn til en verk mannsins? Við vitum að Stalín gerðist ekki kapelán í Gorí eða dósent í Tíflis. Þegar skólabræður hans voru farn- ir að safna holdum og fé í feitum brauðum, þá norpaði Stalín austur í Síberíu útlagi, bograði svangur og loppinn yfir bókum og stældi vit sitt og þor til þeirrar miklu baráttu sem var framundan, að klæða hugsjónina í búning veru- leikans. Átti þá að sýna andstæðingum stéttarinnar nær- gætni ? Stalín gerði það ekki. Þar sem bardaginn var harð- astur gekk hann sjálfur fram fyrir skjöldu. Þannig barg hann sjálfur byltingunni þar sem nú heitir Stalínsborg við Volgu. Mannkynssagan kaus hann sjálfan, þjóð hans og her, til þess að vinna hjá þessari sömu borg úrslitaorustu síðari heimsstyrjaldarinnar. Finnst einhverjum í alvöru að hann hefði átt að láta undan síga við Tsaritsín? Ungir, róttækir menntamenn eiga að festa sér vel í minni fordæmi slíks manns, ekki sízt ef þeir falla í þá freistni að fara að virða til f jár og frama hugsjónir sínar og þarfir stéttar sinnar. Hvar væri nú kristinn dómur ef Jesús hefði farið að ráði gætinna manna og látið sér nægja að dytta að húsgögnum eða smíða amboð fyrir Kaífas, eða farið að reisa herskipahafnir hjá Pílatusi? Hvar væri sósíalismi vorrar aldar, lífsvon þjóðanna, ef Lenín hefði sett upp stóra lög- fræðiskrifstofu í Petrograd og einungis lagt kapp á að afla sér hylli keisarans og viðskiptavina á meðal auðkýf- inga, og Stalín hefði verið ánægður með bærilega launað prestsembætti ? Hér eru aðeins nefnd þrjú dæmi. Munu þau ekki nægja? Þorir nokkur menntamaður af alþýðu- stétt að hugsa til þess í alvöru hvernig umhorfs væri í heiminum nú ef Lenín og Stalín hefðu ekki hafið upp fána verklýðsbyltingarinnar og borið hann fram til sigurs? Þeir menntamenn sem kynnu að vera í vafa ættu að spyrja foreldra sína, afa sína og ömmur. Af þessum sökum er ungum menntamönnum hollt að kynnast kenningum Stalíns og starfi. Róttækir mennta- menn af alþýðustétt munu þá betur skilja hvílíkan skaða þeir geta gert alþýðunni ef þeir slaka á klónni í pólitískum efnum eða taka persónuleg þægindi eða borgaralegan frama fram yfir hagsmuni stéttar sinnar. Maður sem er trúr köll- un stéttar sinnar hlýtur virðingu hennar og andstæðinga sinna, hinn sem verzlar með sannfæringu sína og þarfir al- þýðunnar er aðeins markaðsvara, dauður hlutur, verð hans er aldrei mikið og alltaf háð duttlungum kauptíðarinnar, hann leggur aldrei lag á sig sjálfur; það gera óvinir hans. Óeigingjörn barátta fyrir göfugri hugsjón og miklu rétt- lætismáli þarfnast ekki annarra launa en hins jákvæða árangurs sem næst fyrir f jöldann og þess þroska og þeirrar gleði sem starfið færir, þess manngildis sem það skapar. Jósef Stalín krafðist aldrei annarra launa; þessvegna nefna nú allar þjóðir heimsins nafn hans með ást og virðingu. Slika fyrirmynd eiga ungir menntamenn að kjósa sér. Þeir eiga að setja markið nógu hátt og keppa síðan að því hver eftir sinni getu. Séu hollusta og trúnaður við málstað alþýðunnar höfð að leiðarljósi munu slást í förina hinir beztu menn úr öðrum stéttum. Þá mun vegurinn greiðast og

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.