Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 14
12
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
ÁSGEIR HJARTARSON, bókavörðnr:
EIRÍKUR NAGNÚSSON
Hvatamenn og stofnendur Félags róttækra stúdenta eru
enn á manndómsskeiði, en nokkrir fallnir í valinn fyrir ald-
ur fram, gáfaðir æskumenn, góðir drengir. Eiríkur Magnús-
son var formaður félagsins og einn af helztu forystumönn-
um fyrstu árin, og sá maður er aldrei gleymist þeim sem
báru gæfu til að kynnast honum; enn lifir minning hans,
skýr og fögur.
Saga Eiríks Magnússonar er ekki atburðarík né sérstæð
í venjulegum skilningi, greinir frá sárri
fátækt, þungbærum veikindum og löngum,
en rúmlega tvítugur tók hann sótt þá er
síðar dró hann til dauða. Gegn hvíta dauð-
anum, hinum skæða vágesti þeirra tima,
hlaut hann síðan að berjast á meðan hann
lifði; hetjulegri baráttu getur hvergi.
Eiríkur fæddist að Hurðarbaki í Húna-
þingi 3. apríl 1904. Hann var kominn af
góðu og greindu fólki í báðar ættir, faðir
hans hálfbróðir Guðmundar Magnússonar,
hins fræga háskólakennara. Eiríkur var að-
eins fimm ára að aldri þegar faðir hans lézt,
móðir hans bjó síðan áfram á hinni af-
skekktu jörð, en börnin voru mörg og ung
og löngum þröngt í búi. Hann var snemma
bókhneigður og fróðleiksfús með afbrigð-
um, menntunarþrá hans fékk ekkert bug-
að. Ungur gekk hann í skóla hjá séra
Eiríki Albertssyni á Hesti, fór síðan utan og dvaldi árlangt
í Sigtuna í Svíþjóð, en þar var Manfred Björkquist skóla-
stjóri, mikill áhrifamaður um trúmál og síðar biskup, og
orkaði mjög á hug hins unga íslenzka lærisveins. Eftir
það ákvað Eiríkur að ganga menntaveginn sem kallað er,
settist í þriðja bekk Flensborgarskóla haustið 1926, en
veiktist hastarlega þá um veturinn og varð að dvelja á
berklahæli öðru hvoru á næstu árum. En ekki brást kjarkur
hans, hann stundaði farkennslu, gekk í Akureyrarskóla, las
tvo bekki í einu og lauk stúdentsprófi vorið 1930, en lá
þó rúmfastur síðari hluta prófsins. Árið eftir var hann
kennari við lýðskólann á Eiðum, stundaði síðan um skeið
nám við guðfræðideild Háskólans, en hvarf frá því námi
er honum var ljóst að hann myndi ekki festa yndi í þjón-
ustu kirkjunnar; veraldlega hagsmuni mat hann einskis,
sannfæringin og samvizkan hlutu að ráða. Eftir það var
hann kennari við Laugarnesskóla meðan kraftar hans ent-
ust, og var mikill kennari að dómi þeirra sem gleggst mát.tu
vita, hann var nemendum sínum leiðtogi, félagi og vinur,
kallaði fram það bezta í fari þeirra, vakti þá til hugsana
og starfs. Hann kvæntist góðri konu, Sigríði Þorgrímsdótt-
ur frá Laugarnesi, eignaðist son og friðsælt og vistlegt
heimili. En fyrir örlögin varð ekki komizt. Eiríkur andaðist
á Vífilsstöðum 9. september árið 1941.
Þó að Eiríkur væri fátækur alla æfi, mun vart ofmælt
að hann hafi verið sannauðugastur manna, en skarpar
gáfur og óvenjulegir mannkostir voru auðlegð hans. Og
þeirri auðlegð sóaði hann án afláts, fórnaði
kröftum sínum í annarra þágu meðan hann
mátti, ósérplægni hans og hlífðarleysi við
sjálfan sig áttu ekki sinn líka. Öbrigðul
var réttlætiskennd hans og sannleiksástin
djúp og heit, hugur hans dvaldist hjá þeim
sem hrjáðir voru og kúgaðir hvar sem
þeir áttu heima á jörðu hér; hann eignaðist
snemma mikla útsýn, víðan sjóndeildar-
hring. Hann var mikið ljúfmenni en stór í
lund, djarfmæltur og hreinskilinn hver sem
í hlut átti, hjá honum var ekki til ósam-
ræmi orða og gerða. Slíkur maður hlaut
að gerast sósíalisti, enda varð hann rót-
tækari, víðsýnni og djarfari með hverju ári,
veikindin fengu ekki skert eldmóð hans og
umbótaþrá; en afstöðu tók hann ekki nema
að gerhugsuðu máli. Sjálfur hafði hann
orðið að þola kröpp kjör og hörð, og „bar
í hjarta fárra ára gamall þjáning alþýðuæskunnar" eins
og hann segir sjálfur í einni ritgerða sinna, honum var
auðvelt að sjá og skilja dýpstu meinsemdir þjóðfélagsins,
auðrötuð leiðin að kjarna hinna stærstu vandamála.
Eiríkur virtist borinn til stórra afreka, mikilla áhrifa.
Mér var tamt að hugsa mér hann forstöðumann fyrir
stórum skóla er hann gæti mótað að vild sinni, leiðtoga
æskunnar mann fram af manni. Miklu og góðu hlaut hann
að orka ef hann hefði notið heilsu, og er þó næsta óvíst
að þjóðfélagið íslenzka hefði kunnað að meta slíkan mann.
Áhugi Eiríks á félagsmálum var jafnan mikill og vak-
andi, en á því sviði fékk hann ekki heldur notið gáfna
sinna til hlítar. Hann kom á fót ungmenriafélagi meðal
nemenda sinna og rækti það forystustarf með miklum
ágætum, og lét mikið að sér kveða í Háskólanum sem áður
er getið, Nýja stúdentablaðið geymir margar ágætar grein-
ar eftir hann, ritgerðir og brot úr ræðum. Og hann var
einn helzti hvatamaður að stofnun Máls og menningar,
sat í stjórn þess félags fyrstu árin og átti flestum meiri