Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 31
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
29
unni og sagði byrstur og var í framan eins og óameríska nefndin:
,,Þið kusuð með kommúnistum!“ Stúlkurnar litu hvor á aðra en
virtu kappann ekki svars. Sneri Magnús sér þá að annarri stúlk-
unni og segir í lægri tón: „Heyrðu, ætlar þú ekki til Ameríku?
Veiztu ekki, að það er hættulegt að kjósa með kommúnistum?"
Stúlkurnar litu aftur hvor á aðra og eftir stutta þögn sagði sú,
sem Magnús yrti á: „Ég veit þá hver kjaftar, ef ég kemst ekki til
Ameríku. Ég kýs á þessum fundi eftir sannfæringu minni og mig
varðar ekkert um hvernig kommúnistar kjósa. Farðu svo burtu
greyið mitt!“ Magnús fann að hann hafði talað af sér og reyndi
að bæta úr þvi, en þá kom út úr honum þetta meistarastykki:
„Nei, góða mín, þú mátt ekki misskilja mig, það er allt í lagi að
hafa sannfæringu, maður verður bara að hafa stjórn á henni!“
Ad modum Göbbels.
„Við lýðræðissinnar liöfum einmitt sett þetta í tillöguna til að
Ingi R. og hans Iíkar gcti ekki greitt henni atkvæði," sagði
Ólafur Haukur Ólafsson í sínum alkunna heilhitlertón á alm.
Cundi háskólastúdenta í Háskólanum, sem haldinn var til að mót-
mæla framkomnum hugmyndum um stofnun innlends hers. —
,,Lýðræðissinnar“ vissu ekki hvort þeir áttu að gráta eða hlæja,
er þeir heyrðu þessi orð Ólafs Hauks. Mótmæli gegn innlendum
her skiptu ekki lengur máli, metnaðarmálið var aðeins að búa
til tillögu sem róttækir gætu ekki samþykkt. Við skulum líta á
þetta nánar. — Róttækir koma þessum fundi í kring, þrátt fyrir
andstöðu Vökuklíkunnar og nokkurra framsóknarmanna innan
háskólans. Síðan bera róttækir fram tillögu, sem lá í augum
uppi að allir stúdentar andstæðir innlendum her, gátu sætt sig
við, — einnig , unamerican" Vökumenn. Hvað átti Vökuklíkan að
taka til bragðs? Það varð þó að sýna að hún hefði valdið — þótt
kraftasýningin byggðist ekki á málefnalegu sviði. Snillibragðið
var þetta: Taka efnið í tillögu róttækra, sem klíkan varð að láta
sér lynda að samþykkja, bæta inn í tillöguna nægilega miklu
glundri, bara — „til að Ingi R. og hans líkar gætu ekki greitt
henni atkvæði," eins og Óli Haukur hrópaði yfirspenntum barka
ad modum Göbbels. Þetta er stórkostlegt bragð. Samþykkja
tillögu kommúnista, en bæta bara við hana nægilega miklu af
Morgunblaðsælu, svo að kommúnistar (þ. e. vér róttækir) gætum
ekki greitt henni atkvæði. Vökumenn kunna að krydda bitana
sem vér látum þá kingja. Var að furða þótt Vökuatkvæðin vissu
ekki hvort þau áttu að hlægja eða gráta?
Ýktir reiVcxar.
Vér munum ekki að þessu sinni í pistlinum taka fyrir fundar-
stjórn þessa almenna stúdentafundar. En framlag Vöku og fundar-
stjóra hennar var allt með þeim undarlega brag, sem kenndur
er við McCarthy. Vér vitum mest um einn af lærisveinum hans
innan Vöku. Hann heitir Eyjólfur K. Jónsson. Hans ýktu reflexar
hafa lítið með andlegheit að gera. Vér vorkennum þeim sem láta
stjórnast af þeim ameríska draug.
Spítalinn framundan.
Á Gamla stúdentagarðinum liggja frammi fjölmörg blöð og
annað lestrarefni stúdentum til afþregingar í hvíldartíma, m. a.
sendir Bandaríska upplýsingaþjónustan New York Times þangað
og amast enginn við því. Þannig er það líka með flest blöðin, þau
eru látin í friði fyrir þeim, sem vilja lesa þau. — Einn hinna
„lýðræðissinnuðu" garðbúa hefur þó fundið sig knúinn til að
bregða út af þessari sjálfsögðu kurteisi í umgengni og er haldinn
þeirri óskýranlegu og hvimleiðu áráttu að rífa í sundur, eins fljótt
og hann fær því við komið, allt það lestrarefni, sem fellur ekki að
geði hans og skilur sneplana eftir í lestrarsalnum. Vitnar þetta
um taugaæsing svo mikinn að vöxtum, að oss róttækum virðist
sem hinn þjáði piltur sé nú að komast á spítalastigið.
Skorri og Skúli.
Skúli Ben. hafði fyrir nokkurri stundu tekið tappann úr, þegar
Óli Haukur æpti út hinum háleita, lýðræðissinnaða tilgangi með
Moggaælunni í tillögu Klíkunnar. Honum var auðsýnilega þörf á
að taka úr sér hroll — íhaldsfjósamannsins. Sjaldan höfum vér
róttækir orðið að horfa upp á gæfusnauðari ræfilstusku á
stúdentafundi. Hann var orðinn verri en Skorri.
Matthias og Elisabet.
Eftir að siðgæðisvörðurinn vék Braga Sigurðssyni úr formanns-
sæti Stúdentaráðs og lækkaði rostann í musterisriddurunum um
tíma tók Matthías Jóhannesson við formannsstörfum. Er það
Vökumaður en ekki Heimdellingur af sömu kategoriunni og must-
erisriddararnir. Samt sem áður sögðu þeir honum svo kröftuglega
fyrir verkum í einu sérstöku máli, að hann gerir sér lítið fyrir og
stimplaði sjálfa Elísabetu Englandsdrottningu sem kommúnista!
Finnst sumum það mikið í ráðizt og vafasamt að McCarthy sjálfur
mundi voga sér annað eins, svona rétt fyrir krýninguna. — Það
fréttist, að halda ætti alþjóðlegt skákmót stúdenta annað í röðinni
í Brússel, í marzmánuði. Meðal stúdenta hér eru margir góðir
skákmenn, nokkrir meistaraflokksmenn, og þrír þeirra sneru sér
til formanns Stúdentaráðs varðandi þátttöku héðan, og buðust til
að fara og spurðu hvort Stúdentaráð gæti ekki stutt þá eitthvað
fjárhagslega. Tillaga var einnig borin fram í Stúdentaráði um að
styrkja þá lítillega en fékk ekki byr. Þá buðust þeir til að fara
til Brússel og sjá um allan kostnaðinn sjálfir og báðu um skilríki
frá stúdentaráði um að þeir færu á vegum þess. Þá sagði Malti:
Nei, það kemur ekki til mála að þið farið á vegum Stúdentaráðs
þótt þið kostið ykkur sjálfir. Þetta skákmót er kommúnistiskt og
Stúdentaráð vill ekkert hafa með það að gera. Þið getið farið sem
prívatrnenn, Stúdentaráð bannar ykkur það ekki, en ég skal at-
huga hvort ekki sé hægt að kría út afslátt á fluggjaldi.
Með öðrum orðum. formaður neitaði skákmönnum að fara á veg-
unr Stúdentaráðs af pólitískum ástæðum. Það er tragedia málsins.
Komidian er hins vegar þessi: Alþjóðasamband stúdenta og stúd-
entasamtökin í Brússel stóðu sameiginlega fyrir þessu móti og
fengu Elisabetu Englandsdrottningu til að vera verndara þess!
Auk þess neituðu stjórnarvöld Belgíu öllum skákmönnum frá
Austur-Evrópu, þar á meðal frá Rússlandi og Tékkóslóvakíu um
vegabréf og útilokaði þá frá þátttöku í mótinu! Meðan Matti
greyið reynir að halda mótinu „austrænu", þá reyna stjórnar-
völdin í Belgíu að halda því „vestrænu“! — Oss er spurn, hvað
snýr upp og hvað snýr niður og hvers á aumingja Elísabet að
gjalda, Matti minn?