Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 19
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
17
/-----------N
Fyrsta
stjórn
Félags
róttækra
stúdenta
\^
Sölvi Blöndal, gjaldkeri.
Benediki Tómasson, formaður.
Björn Sigurðsson, ritari.
á sig þann óafmáanlega smánarblett að láta svartfylkingu
íhaldsins og nazistanna ginna sig og vaða uppi í félags-
lífi stúdenta, með góðum árangri um nokkurn tíma.
Á hinum miklu umrótatímum síðustu heimsstyrjaldar
komst nokkurt los á Félag róttækra stúdenta. Hörð hríð
var gerð að því á tíma Finnagaldursins, en það stóðst full-
komlega hverja raun. 1 fáein ár kom Nýja stúdentablaðið
ekki út og félagið fær að nokkru á sig breytta mynd. Stund-
artálsýnir glöptu marga hægfara vinstri menn í vímu
stríðsæðisins og þeir misstu sjónar á höfuðatriðunum er
barátta vinstri manna hlaut að byggjast á, og hætta
að skipa sér undir merki félagsins. Nú tók að ríkja annað
hugarfar en hjá samfylkingarsinnum ársins 1933, nú hefur
allt stefnt í átt til grímulauss samstarfs við hægriöflin,
nú telja forsprakkar krata og Framsóknar klofningsiðjuna
innan raða alþýðunnar vænlegasta til þess að tefja um
nokkurn tíma þá þróun til sósíalistisks þjóðfélags sem
heimurinn stefnir nú óðfluga til og verður ekki umflúin.
Til marks um það hyldýpi hugarfarsins sem er staðfest á
milli krata og framsóknarmanna Háskólans ársins 1933 og
nú um þessar mundir, má nefna hér eitt athyglisvert dæmi
sem sýnir hvernig þróunin ber þá sífellt í hægri átt. Árið
1933 þegar afturhaldið viðhefur hinar gerræðisfyllstu og
ólýðræðislegustu vinnuaðferðir, þá sameinast þessir aðilar
róttækustu öflunum í háskólanum um félag gegn ofbeldi
íhaldsins. Tæpum 20 árum síðar, haustið 1952 þegar aft-
urhaldið hefur í frammi svipuð fyrirlitleg vinnubrögð sem
vöktu andúð mikils þorra stúdenta, þá eru viðbrögð krata
og Framsóknarstúdenta þau, að ganga skömmu síðar í
mestu einingu og bróðerni, til samstarfs við þessi sömu
íhaldsöfl. Tímarnir breytast og mennirnir með. En er þetta
ekki einmitt lærdómsríkt dæmi sem einlægir vinstrisinnaðir
stúdentar, frjálslyndir og lýðræðissinnaðir sósíalistar, ættu
að gera sér grein fyrir á raunhæfan hátt?
★
Barátta róttæku aflanna í þjóðfélaginu í dag er erfið,
ekki sízt vegna liðhlaups hinna hægfara manna og annarra
lítilsigldra og vanþroska einstaklinga yfir í raðir svartasta
afturhaldsins. En hún er auðveld að því leyti að sósíalism-
inn er orðin svo sterkt afl í stórum hluta heimsins að hin
róttæka verklýðshreyfing auðvaldslandanna getur þar notið
ómetanlegs stuðnings og aukið baráttuþrekið. En þó að
barátta verkalýðsins sé á allt öðru stigi nú en fyrir 20 árum,
er félag okkar var stofnað, þá er margt sambærilegt með
tímanum nú og þá; það er ekki síður nauðsyn nú á árinu
1953 fyrir öll þjóðleg vinstri sinnuð öfl að taka
höndum saman og færa sér í nyt þann lærdóm er
draga má af gerðum hinna ungu samfylkingarsinna er
stofnuðu Félag róttækra stúdenta fyrir 20 árum. Nú steðja
þær hættur að íslenzka þjóðfélaginu sem kref jast þess hið
allra fyrsta að menn skipi sér í raðir slíkra samtaka. I rík-
ara mæli skýtur upp fasistiskum tilhneigingum meðal auð-
valdsins sem reynir nú hvarvetna af ýtrasta mætti að halda
í völd sín gegn vaxandi sóknarþunga verkalýðsins. Það ríki
er nú teygir hramm sinn í allar áttir og hefur forystu fyrir
spilltustu, stríðsóðustu og afturhaldssömustu auðstéttum
jarðarinnar er Bandaríki Norður-Ameríku. Af þessu valdi,
bandaríska auðvaldinu, stendur okkur Islendingum þvílík
ógn að einungis vegna yfirgangs þess á hendur okkur og
einnig sökum undirlægjuháttar spilltra ísl. valdamanna,
er þjóðerni okkar og menning í slíkri hættu að tortímingu
er næst. Bandariska auðvaldið hefur vegið svívirðilega á
sjálfstæði okkar og hefur í hyggju að gera þetta land að
samfelldu drápsskeri í styrjöld sem það undirbýr nú af
kappi. I öllum hernaðarundirbúningi sínum hér á landi
beitir það fyrir sig lítilsigldum ísl. stjórnmálamönnum, sem
hafa sokkið í algert forað auðvaldsþjónkunar og þjóðsvika.
Róttækustu öfl þjóðfélagsins hafa ein skynjað hættuna og
séð út í hvaða ófæru er stefnt og þau hafa sífellt reynt að
tala um fyrir þjóðinni og leiða hana af þessari óheillabraut.