Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 26
I
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
24
þjóðfélagsins og hljóta að farast í Ragnarökum og Njáls-
brennu, því að Baldur, Höður og Kári komast hjá eyðing-
unni og eldinum. Höfundur Njálu er mannþekkjari, stjórn-
málamaður og þjóðfélagsskoðari, en enginn trúmaður eins
og höfundur Völuspár. Hann sér, hvernig síðustu leifar
ættsveitasamfélagsins liðast sundur sökum óhappaverka
ógæfumanna og vélabragða þeirra valdasjúku. Þegar rýkur
úr rústum á Bergþórshvoli, er íslenzka þjóðveldið, frjálsa
bændasamfélagið til ösku brunnið. Eftir er einungis að
kasta rekunum á þetta samfélag og gera upp sakir við
nokkra óhappamenn. Njálssaga er meistaraverk íslenzkra
bókmennta og síðasta stórvirki, sem sækir glóð í afl hetju-
aldar. Firnalangt þjóðfélagsskeið var á enda runnið, og við
tók samfélag konungsvalds og hefðarklerka með öðrum
siðum og nýjum bókmenntum.
Islendinga sögur eru stórbrotnustu bókmenntir okkar á
12. og 13. öld, en þær eru einungis lítill hluti af öllu því,
sem hér er skráð á því tímabili. Af Ara fróða tóku við
fjölmargir fróðleiksmenn, sem rituðu um landnám eins og
Styrmir fróði og Sturla Þórðarson. Menn skráðu annála,
sömdu sögur biskupanna (Hungurvaka, Þorláks saga, Jóns
saga helga, Páls saga, Guðmundar saga Arasonar o. fl.) og
veraldlegra höfðingja (Þorgils saga ogHafliða, Sturlu saga
o. fl.). Þessum sögum var mörgum safnað saman síðar í rit,
er við þekkjum undir nafninu Sturlunga saga. Sturla Þórð-
arson á mikinn þátt í því. Hann er talinn semja eins konar
íslands sögu, byrjar á Landnámabók sinni, Sturlubók,
semur síðan Kristnisögu til að brúa bilið milli Landnámu
og biskupasagna, en semur að lokum fslendinga sögu
Sturlunga safnsins um samtíð sína. Hann ritar einnig
sögu Hákonar gamla og Magnúsar lagabætis (aðeins brot
varðveitt).
Eddukvæðum mun safnað á 12. öld, en á 13. öld eru
samdar sögur um hetjusagnir þjóðflutningatímans og vík-
ingaaldar, og þekkjum við þær undir nafninu fornaldar-
sögur Norðurlanda. Sumar sagna þessara hafa allmikla
sannfræði að geyma, en aðrar hreinn skáldskapur. Hér
er ort mikið í fornum stíl bæði um höfðingja og guðs út-
valda, og íslendingar yrkja dróttkvæði um Noregs konunga
fram undir aldamótin 1300. Þeir þýða einnig ógrynni af
helgiritum og veraldlegum bókmenntum.
Þessu mjög ófullkomna yfirliti er ætlað að veita lesand-
anum nokkra fræðslu um þau andlegu verðmæti, sem ís-
lenzka þjóðveldið skóp. íslenzku fornbókmennirnar voru
skráðar á bókfell, en flest handritin eru nú gripir á erlend-
um söfnum. Þessi handrit verðum við að endurheimta, og
við fáum þau einhvern tíma, ef við reynumst menn til að
varðveita þann þjóðarauð, sem okkur er trúað fyrir og
heitir íslenzk menning. Þegar svartasta afturhaldinu var
hrundið frá völdum í Danmörku um aldamótin 1900, var
slakað á klónni hér úti og við fengum heimastjórn. Rót-
tækustu öfl hins danska þjóðfélags standa enn með kröfum
íslendinga. Þegar þau eflast, fáum við óskir okkar uppfyllt-
ar, ef við verðum íslendingar, þegar þar að kemur. Meðan
EINAR BRAGI:
MANVÍSA
Ég sá þig ganga eina gegnum lundinn
og hendur þínar rétta móti mér:
hvítar síður í bók er beið
síns höfundar órituð opin
: Iogar í bylgjuleik
við liðgult hár
á flugi laust
um laufmjúkt haf
við ljós frá himni grænum
yfir blátærum hyljum
léttar seiðþokur svifu,
sumarbjörtum galdri leidd
um djúpin ást mín fegin fór
á f jarra strönd að sækja hulin eld :
Er vor og ótta vitja um landnám sitt
ég sé þig ganga að nýju gegnum lundinn
og hendur þínar rétta móti mér
í mánaskini rauðu ég til þín hverf
í hvítum lófum les minn draumaóð
við bjarma af augna þinna ungu glóð.
við heyjum baráttu okkar fyrir endurheimt handritanna,
styrkjum við málstað okkar bezt með því að vinna af kappi
að íslenzkum fræðum. Við hlúum ekki bezt að fræðunum
með húsabyggingum, þótt brýna nauðsyn beri til þess að
byggja yfir þjóðskjalasafnið, heldur með skapandi rann-
sóknum á íslenzkum bókmenntum og menningarsögu að
fornu og nýju og verndun þjóðlegra verðmæta.
Björn Þorsteinsson.