Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 10

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 10
8 NYJA STUDENTABLAÐIÐ ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON, iögfrœðingur: Jósef Vissaríonovits Stalín 21. des. 1879 — 5. marz 1953 Nohhur hveðjjuorð I þessu hátíðablaði Félags róttækra stúdenta hef ég valið mér að minnast Jósefs V. Stalíns, fremsta leiðtoga hins vísindalega sósíalisma á vorum dögum. Þó að söknuður hafi vætt nálega hverja brá við hinn sviplega dauða Stalíns skal ekki rekja hér harmatölur, heldur minnast hins hvílík gæfa það er að hafa verið uppi samtímis þvílíkum manni, að hafa átt þess kost að virða fyrir sér verk hans, kynnast ritum hans, sjá sköpun hans ná þroska. Slíkur maður deyr aldrei, hann mun lifa í afrekum sínum á meðan heimur vor stendur. Nú er hann fallinn frá sjálfur, en lífi sínu varði hann til þess að tendra eld stéttabaráttunnar og þjóðfrelsisvakning- ar í brjóstum hinna kúguðu um allan heim og glæða hann í loga. Fyrir atbeina Stalíns er nú hetja á hverjum bæ, og andi hans mun taka sér bústað í sálum þeirra og kalla þær til vöku og starfs. Þegar Jósef Stalín kemur fyrst fram á sjónarsvið sög- unnar er hann fátækur guðfræðistúdent í Tíflis. Hann gekk þá þegar á hönd frelsishreyfingu alþýðunnar, sameignar- stefnunni, hinum vísindalega, byltingarsinnaða sósíalisma. Hann lét ekki von um embætti blinda sig til að svíkja í tryggðum fátæka móður sína eða annað alþýðufólk hins litla ættlands síns, Grúsíu, sem átti í hinni hörðustu bar- áttu fyrir daglegri tilveru og þjóðernislegu sjálfstæði. Frá unga aldri vígði Stalín líf sitt byltingarstarfi og frelsis- baráttu landa sinna og annarra kúgaðra stétta og þjóða í hinni miklu þjóðadýflissu rússneska keisarans. Allur heim- urinn þekkir árangurinn af þessu verki, auðvaldið skelfur og nötrar af ótta, alþýða heimsins fagnar og þakkar. Sagt er að ungir menntamenn af alþýðustétt eigi stund- um í harðri baráttu við sjálfa sig um það hvort þeir eigi að gerast þjónustumenn og verjendur hins íslenzka auðvalds- þjóðfélags eða vera trúir hugsjónum og nauðsyn alþýðunn- ar. Það hlýtur að vera eins og hvert annað leiðinlegt og tvísýnt happdrætti fyrir alþýðuna hvorn kostinn þeir menn velja sem geta leyft sér vangaveltur og hik í slíku máli. Ég á ekki hér við val um það hvort menntamaður eigi að gegna borgaralegu starfi í auðvaldsþjóðfélagi eða gerast byltingarmaður að atvinnu. Ekki eru allir útvaldir. En maður sem er af alþýðustétt og hefur fengið í veganesti menntun og þekkingu á frelsisbaráttu alþýðunnar, hann Þorvaldur Þórarinsson hefur ekki leyfti til að láta hugsjónir sínai' eða nauðsyn stéttar sinnar fylgja með í kaupunum þótt hann selji auð- valdsríki vinnuafl sitt umsaminn stundaf jölda á dag. Maður sem ræður sig í sómasamlega vinnu í auðvaldsríki á vita- skuld að rækja starf sitt af alúð og samvizkusemi, hvort heldur unnið er fyrir ríki eða einstakling. Ég lít svo á að það sé siðferðileg og ófrávíkjanleg skylda hvers einasta mennta- manns af alþýðustétt að láta ekkert til sparað af tíma sín- um, efnum og þrótti að koma auðvaldsskipulaginu á kné, hversu hárri stöðu sem sá maður kann að gegna í borgara- legu þjóðfélagi. Engir ættu að skilja betur en ungir menntamenn úr al- þýðustétt ævistarf Stalíns, hverju hollusta við málstað fólksins má orka, hvílíkum grettistökum hún lyftir, hvílíkt afl hún leysir úr læðingi, hversu mikil verðmæti hún skap- ar. Það væri rangt að ætla að Stalín hafi metið svokallað stjórnmálastarf umfram önnur verk eða á kostnað þeirra. Enginn maðui' hafði aðra eins tröllatrú á afrekum vísind- anna og möguleikum þeirra, og fáir menn hafa háð sér meiri þekkingu né agað betur hug sinn en hann. Varla hefur nokkur einstaklingur hrakið á eftirminnilegri hátt þá gömlu villukenningu að bókvitið verði ekki látið í askana. Og þó eru dáðir Stalíns ekki fyrst og fremst mældar í þeim fjár- sjóðum sem mölur og ryð granda. Ævistarf Stalíns var í

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.