Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 17

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 17
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 15 Verklýðshreyfingin er lífsvon róttækra menntamanna, en þeir eru einnig henni nauðsynlegir.“ (Eiríkur Magnússon, í Nýja stúdentablaðinu 3.—4. tbl. 1935). — ★ — „Tilgangur stúdentaráðsins með minningarhátíð fullveldisins er sá að vekja landsmenn til umhugsunar um það, hvernig komið vseri sjálfstæðisbaráttu hinna íslenzku manna. Við rituðum í blað okkar allítarlega grein um sjálfstæði þjóðarinnar og Halldór Kiljan Laxness skáld ávarpaði landsmenn fyrir okkar hönd. Hann beindi þeirri spurningu til hins vinnandi manns á íslandi: Ei’t þú frjáls? Við róttækir stúdentar höfum ákveðnar hugmyndir um frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Við vildum flytja hinum vinnandi stétt- um þessar skoðanir okkar, við vildum ræða við þetta fólk um við- fangsefni lífs okkar, hvort við hefðum eignazt efnahagslegt öryggi, þrátt fyrir sífellt strit myrkranna milli, eða hvort við hefðum ekki eignazt það. — Hvort bóndinn og verkamaðurinn hefðu öðlazt frelsi til þess að búa í hlýju og rúmgóðu húsi, hvort börn þeirra hefðu sloppið við berklaveikina, hvort þeir hefðu getað komið þeim til mennta. — Við vildum þennan dag athuga, hvort hinn vinnandi maður hefði öðlast sjálfstæði til þess að ráðstafa sjálíur afrakstri vinnu sinnar, eða hvort eitthvert framandi vald kom og tók hann. Við vildum athuga, hvort fiskimaðurinn er öruggur um veiðarfæri sín fyrir veiðiþjófum, og afla sinn fyrir mönnum, sem vilja hagnast óleyfilega á honum. Við vildum komast að raun um, hvort hjörð bóndans er óhult fyrir fjandsamlegu bankavaldi, sem vill hremma hana. Við vildum ræða um áhugamál lífsins við hinn vinnandi mann — án tillits til pólitískra sérskoðana hans eða okkar. Við vildum að dagurinn væri dagur hinna mörgu en ekki dagur hinna fáu — ekki dagur hinna pólitísku flokkshagsmuna.“ „Við ávörpuðum, 1. des., fólkið, sem ber kostnaðinn af skóla- göngu okkar, fólkið sem ber kostnaðinn af uppeldi okkar, feður okkar og mæður, — þetta fólk, sem sjaldan á sér hvíld frá dags- ins þunga striti, þetta fólk sem hefur barizt langa ævi fyrir frjáls- ræði til þess að mega búa í hlýju og góðu húsi, eða geta öðlazt einhverja dálitla þekkingu, að geta komið börnum sínum til manns, eignazt síðan dálitla hvíld, allra síðast í ellinni, en þetta fólk hefur ekki ennþá öðlazt frelsi til þessara hluta. Við snerum máli okkar til sjómannsins, sem sækir fiskinn í greipar hins grimma hafs, til bóndans sem stendur einn yfir hinni litlu hjörð sinni í hörkum vetrarins, til verkamannsins við sjóinn, til konunnar í dalnum, við snerum máli okkar til þessa fólks með áskorun um að berjast sameiginlega gegn fátæktinni, gegn ófrelsinu. Við höfum frá barnæsku staðið við hlið þessa fólks, borið hita og þunga dagsins með feðrum okkar og mæðrum. Þetta ísl. al- þýðuí'ólk hefur aldrei brugðizt okkur, við munum heldur aldrei bregðast því. Við munum standa við hlið íslenzkrar alþýðu í bar- áttu þeirri, sem hún á framundan fyrir fullveldi sínu á íslandi. Við, synir þessarar alþýðu, munum leggja krafta okkar fram til þess að draumur alþýðunnar um sjálfstæði og frelsi, draumurinn um fegurð menningarlífsins, geti orðið að veruleika. Við ætium að gera það, sem í okkar valdi stendur til þess, að íslenzk alþýða eignist nú eftir þúsund ár sitt eigið föðurland og noti auðlindir þess sjálf, til eflingar frelsi sínu og menningu." (Þorvaldur Þórarinsson, í Nýja stúdentablaðinu 1. tbl. 1936). „Það er óhrekjandi staðreynd, að á milli stúdentafélagsins Vöku og Félags þjóðernissinnaðra stúdenta hafa verið mjög náin tengsl á undanförnum árum. Vil ég í því sambandi nefna síðari stúdenta- ráðskosningarnar haustið 1935. Þá lánuðu hinir svonefndu lýð- i'æðissinnar einræðissinnunum 6 eða 8 atkvæði, til þess að öruggt væri, að einn einræðissinni kæmist þó alltaf inn í ráðið. Það heppn- aðist. En þessi fórnarlund lýðræðissinnanna kostaði þá einn sinna manna, en mikið skal til mikils vinna. Ég vil ennfremur nefna leynisamning þann, er áðurnefnd fél. gerðu með sér haustið 1936.“ „Þá má nefna uppreist og óspektir þessara félaga veturinn 1937. Þá stóðu ,,lýðræðissinnarnir“ og þjóðernissinnarnir saman sem einn maður og bægðu öðrum stúdentum með ofbeldi frá kennslu- stofunum. Þannig mætti lengi telja dæmi hins nána sambands þessara tveggja félaga. Þegar þau eru athuguð til hlítar, fer naumast hjá því, að nafnið á hinum lýðræðissinnuðu verði dálítið hlægilegt“. (Ólafur Jóhannesson, í Nýja stúdentablaðinu 4. tbl. 1938). — ★ — „Þótt -stúdentar geri almennt grín að blaðaútgáfu Vöku, er hún að vissu leyti merkilegt menningarfyrirbrigði. Það er að vísu ekk- ert merkilegt, þótt íhaldsmenn og nazistar gefi út sameiginlegt blað til þess að berjast fyrir sameiginlegum pólitískum áhuga- málum sínum, en hitt er öllu merkilegra að þeir skuli geta skrifað grein eftir grein, sem þeir segja, að sé um pólitik án þess að minnast á pólitík. Þótt leitað sé með logandi ljósi í blaðinu grein eftir grein, þar sem tilraun er gerð til þess að taka þjóðfélagsmálin föstum tökum að hætti siðaðra og menntaðra manna verður sú leit árangurslaus. Öll obéktiv gagnrýni er forsmáð, öll skynsamleg röksemdafærsla fyrirlitin, hinsvegar úir og grúir af greinum þar sem gælur eru gerðar við allt það lélegasta og ómerkilegasta úr áróðri afturhaldsblaðanna í landinu með fjólum og öllu tilheyr- andi.“ (Sh., í Nýja stúdentablaðinu okt.—nóv. 1943). ROMANCE Ég' stari út í stjörnubjarta nótt. Þá streyma til mín kynjamyndir ótt. Mín óskaveröld opnast, björt og heið, og yndislegan nem ég liljómaseið. Sú tónafegurð töfrar mína sál og tálsins mál mig vermir eins og vorsól blíð. Nú leikur fiðla ljúfan unaðsóð og ljóð um blóð mitt fer. En líí þess aðeins ljósblik liveríult er, því dýpstu l'egurð tungan fær ei tjáð, — en tónlistin er engum fjötrum liáð. 1953. Jón Böðvarsson stud. mag. ♦ ♦ ♦—♦—♦—♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦—♦—♦—♦ ♦—♦—♦—♦—♦—♦— ♦—♦—♦—♦

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.