Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 23

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 23
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 21 BJÖRN ÞORSTEINSSON, sagnfrœðingur: Hugleiðingar um íslenzkar fornbókmenntir Fornbókmenntirnar eru þjóðarstolt okkar íslendinga, og þær hafa dugað okkur bezt til þess að sanna öðrum þjóð- um, að við erum sjálfstæð menningarþjóð, þótt pólitísku sjálfstæði okkar hafi oft verið skorinn stakkurinn. Hér myndaðist aldrei að fornu glæsileg ytri menning, risu aldrei veglegar hallir eða kirkjur af grunni eins og annars staðar á Norðurlöndum, en hér voru skráðar bækur, sem geyma lykilinn að andlegum menntum norrænna þjóða. Menn hafa furðað sig á þessu fyrirbrigði og leitað ýmissa skýringa, sem hér verða ekki raktar. Hér er einungis vett- vangur til þess að gera grein fyrir íslenzkum fornbók- menntum sem þjóðfélagsfyrirbæri. íslenzkar fornbókmenntir eru skapaðar af íslenzka þjóð- veldinu, það gefur þeim svipmót sitt og sérkenni, en þjóð- veldið er lokaskeið langrar þjóðfélagsþróunar. Engels bendir réttilega á, að Norðurlandaþjóðir séu á sama stigi í þjóðfélagsefnum á víkingaöld og Germanar þjóðflutninga- tímans og Grikkir, þegar Hómersljóð eru ort. Þessi tíma- bil í sögum fyrrnefndra þjóða eru nefnd hetjualdir, en hetjutímabilið er lokaskeið ættsveitasamfélagsins. Þá skipt- ist lítt stéttgreint samfélag í andstæðar fylkingar og auðug yfirstétt verður að lokum alls ráðandi og skapar sér ríkis- vald. Hetjutímabil í sögu flestra þjóða eru hálfforsöguleg, en hér úti hélzt þjóðfélagsskipan hetjualdar langt inn á skeið siðmenningar. Hér samþýddist kristin menning heiðnu ættsveitasamfélagi á upplausnarstigi, og skrift og mál- vísindi voru tekin í þjónustu þess, og urðu meiri almenn- ingseign en annars staðar á sama tíma. Ekkert slíkt þjóð- félag var framar til í álfunni, en því svipar mest til sam- félaga Vestgota og Ira á fyrstu öldum miðalda, þess vegna virðist mönnum, að íslenzkum fornbókmenntum kippi í kyn til irskra fornsagna. Islendingar voru víðförlir á þjóðveldisöld. Þeir ferðuðust um gjörvalla álfuna og stunduðu nám í Þýzkalandi (ísleifur Gissurarson, Gissur ísleifsson), Frakklandi (Sæmundur fróði, Jón Ögmundsson, Þorlákur helgi) og Englandi (Þor- lákur helgi og Páll Jónsson) og fluttu heim með sér nýjan lærdóm og þekkingu. íslendingar hafa snemma gerzt bók- hneigðir, og hingað fluttist mikið af bókum. Þegar klaustur er nýstofnað á Helgafelli um 1186, á það hundrað bækur (120), en það mun jafngilda meiri háttar bókasöfnum ytra á sama tíma. Hingað bárust því allskonar menningar- straumar utan úr álfu, en þar stóð þá blómaskeið lénsveldis og riddaramenningar, og eins konar endurreistarstefna var uppi í bókmenntum. Þá eru uppi heimsfrægir sagna- ritaðar og sagnfræðingar víða um lönd (þ. á m. Saxi Grammatikus í Danmörku og Þjóðrekur munkur í Noregi), heimspekingar, listamenn og siðferðispostular. Islendingar kynnast öllum stefnum og straumum samtíðar sinnar og voru manna námfúsastir, en íslenzkir rithöfundar höfðu allt aðrar þjóðfélagsforsendur bæði menningarlegar og sögulegar en yfirstéttarhöfundar annarra þjóða. Þeir læra fyrst að skrifa eftir kristnitöku, og það líða um þrjár kyn- slóðir, þangað til þeir fóru að beita skriftinni við fræðastörf. Þótt þjóðin væri óskrifandi, átti hún margs konar fræði og andlegar menntir. Ættin var kjarni þjóðveldisins, þess vegna var ættvísi og ættarmetnaður snar þáttur í lífi Is- lendinga. Þeir voru ættfróðir, kunnu langar ættartölur, frá- sagnir og kvæði um afreksmenn og voru lögfróðir. Skrift- lærðir klerkar, þjónar konunga og páfa, skeyttu sjaldan að festa slík alþýðuvísindi á bækur úti í Evrópu, en hér á landi vóru þjóðleg fræði mönnum lifandi viðfangsefni og hagnýt í stjórnmálabaráttunni Það fyrsta, sem við vitum, að skrásett er á íslenzka tungu, eru lög þjóðarinnar. Veturinn 1117—’18 voru þau rituð, og var verkið unnið norður á Breiðabólstað í Vestur- hópi hjá Hafliða Mássyni. Fyrir þann tíma hefur tvímæla- laust ýmislegt verið ritað á íslenzku, t. d. munu tíundar- lögin 1096 hafa verið skrásett, þegar þau voru samin. Ef þau hafa verið hið fyrsta skráð á íslenzka tungu, verður hér hið sama uppi á teningnum eins og annars staðar; hið fyrsta, sem menn skrásetja, er jafnan skattalög, reikning-

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.