Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 15

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 15
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 33 þátt í að móta stefnu þess og starf. Mál og menning var sannkallað óskabarn Eiríks, enda var þar unnið í hans anda: ekkert var honum hjartfólgnara áhugamál en mennt- un allrar alþýðu, fastast barðist hann gegn fáfræði og and- legu myrkri. Ritfær og orðhagur var Eiríkur í bezta lagi og vel máli farinn, en reyndist oftlega örðugt að takmarka sig á yngri árum, það var því líkast sem áhuginn væri of mikill, hugs- unin örari en við yrðið ráðið; en á þeim örðugleikum sigr- aðist hann. Fyrsta ritgerð hans sem birtist á prenti var „Gróður jarðar“ í Iðunni 1926, og er fyrirlestur fluttur við skólann á Hesti, og fjallar um sögu Hamsums. Síðar birtust víða greinar eftir hann, og skal aðeins bent á snjalla hugvekju í Rauðum pennum 1936, „Til þeirra sem ungir eru“, og fyrirlesturinn um „Davíð Stefánsson og meðaumkvunina" í Nýja stúdentablaðinu. Eiríkur hafði mikið yndi af bókmenntum allt frá bernsku, þekkti til hlítar íslenzkan skáldskap fornan og nýjan og las allt jafnharðan sem út kom innlendra skáldrita, margir ungir höfundar áttu hann að leiðbeinanda og vini. Og hann varð óvenju vel að sér um erlendar bókmenntir er stundir liðu fram, og hafði öll skilyrði til þess að verða snjall gagnrýnandi: hrif- næmur og íhugull í senn, fljótur að lesa, meta og skilja; hann kunni glöggt að greina kjarnann frá hisminu, hafði næmt auga fyrir því sem listrænt var og fagurt, og lét ekki skoðanir sínar á almannamálum villa sér sýn. Þannig hefði Eiríkur mátt verða virðulegur fulltrúi bókmenntagreinar sem vart er til á landi hér nú á dögum. ★ Það var í Flensborgarskólanum að ég sá Eirík Magnús- son, í fyrsta sinn. Við gengum inn í kennslustofuna að morgni, settumst á sama bekk og vorum orðnir miklir vinir áður en dagur var liðinn. Aldursmunur okkar var mikill í þá daga, ég óþroskaður stráklingur, hann vel menntaður maður, lífsreyndur og gæddur andlegu atgervi, og þó ræddi hann jafnan við mig sem jafningja sinn; en ég hlaut aftur að dást að honum, líta upp til hans. Leiðir okkar skildu um langa hríð, en tryggð og vinátta Eiríks var söm og áður, og síðustu árin var ég mjög tíður gestur á heimili hans. Eiríkur vissi hvernig komið var heilsu sinni, en mælti aldrei æðruorð frá vörum, tók örlögum sínum sem sönn hetja. Hann var maður vinmargur sem að líkum lætur og tíðum gestkvæmt heima hjá honum, og var hann allra manna hressastur og glaðværastur. Oftar en einu sinni sá ég unga menn koma til hans niðurlúta með vandkvæði sín og fara þaðan glaða í bragði, og lá þó Eiríkur í rúminu, máttfar- inn með háan hita. Andlát hans var okkur reiðarslag vinum hans, og höfðum við þó ekki þorað að gera okkur háar vonir; en við máttum ekki við því að missa hann svona fljótt, þurftum á leiðsögn hans og hvatningu að halda, vissum að ekkert gæti fremur gert okkur að sæmilegum mönnum en vinátta hans, umhyggja og ást. Frægir og ágætir verða þeir helzt sem skara fram úr á EINAR BRAGI: VÍSUR UM KISU Lyndi ég lítt við seppa leiðist mér flaður hans, en kært er með' okkur kisu kóngsdóttur þessa lands. Blind var ún borin í heiminn en byrjaði snemma að sjá og yrkja lofsöngva um lífið: ljóð sem enduðu á já. Ögn er enni illa við rottur og ótætis flugnamor sem lifa á mysosti og magál þótt mennirnir deyi úr hor í sólinni er kisa sælust, en sortni um jarðarhvel víkkar ún sjónopin soldið og sér þá alveg jafn vel. Já, kært er með okkur kisu kóngsdóttur þessa lands þótt aldrei erfum við ríki hins ágjarna hebbðarmanns. einstökum sviðum, um aðra hæfileika þeirra er síður spurt. Eiríkur Magnússon sameinaði á fágætan hátt miklar gáfur og frábæra mannkosti, sannara mikilmenni hef ég ekki kynnzt um æfina. Ásgeir Hjartarson.

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.