Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 29

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 29
NYJA STUDENTABLAÐIÐ 27 FRIÐRIK ENGELS: Rœða haldin við gröf Karls Marx í Highgate 17. maiz 1833 14. marz, síðdegis fjórðungi stundar fyrir kl. þrjú lézt mesti hugsuður vorra tíma. Hann hafði hallað sér rólega i hægindastólinn sinn, en þegar að var komið, tæpum tveim mínútum síðar, var hann sofnaður svefninum langa. Það verður eigi metið eða tölum talið, hvað vígi’eifur verkalýður Evrópu og Ameríku sem og söguvísindin hafa misst í dauða hans. Og mikils til of snemma munum vér fá að þreifa á, hvílíkt skarð er orðið fyrir skildi, er þetta ofur- menni er fallið frá. Svo sem Darwin uppgötvaði þróunarlög lífrænnar nátt- úru, þannig fann og Marx framvindu-lögmál mannlegrar sögu. Hann uppgötvaði þessa einföldu staðreynd, sem fram til þessa hafði verið byrgð og falin undir villigróðri hugsmíðanna, sem sé að menn verða um fram allt að afla sér fæðu og drykkjar, fata og húsaskjóls, áður en þeir geta farið að fást við stjórnmál og vísindi, trú og listir; að fram- leiðsla brýnustu efnalegra nauðþurfta, og þá jafnframt hagrænt þróunarstig ákveðinnar þjóðar eða tímabils, er sá grunnur, sem ríkisstofnanir og réttarhugmyndir, lista- og trúarskoðanir viðkomandi manna hafi vaxið upp úr — og því verður að skýra þær samkvæmt því, en ekki öfugt, svo sem hingað til hefur verið gert. En þar með er ekki öll sagan sögð. Marx uppgötvaði líka hin sérstöku hreyfingarlögmál framleiðsluhátta auð- valdsins — og hins borgaralega þjóðfélags, sem upp af þeim er runnið. Borgaralegir hagfræðingar sem og sósíal- iskir gagnrýnendur höfðu vaðið hér í villu í öllum rann- sóknum sínum til þessa, en með uppgötvun meirvirðisins eða verðmætisaukans varð þetta allt augljóst og skýrt í einni svipan. Tvær slíkar uppgötvanir ættu að endast einum manni til frægðar. Og reyndar mætti hver sá, sem auðnazt hefði að gera eina slíka uppgötvun lofa sig sælan. En rannsóknir Marx tóku til margra greina, mjög margra — hann lét sér aldrei nægja lauslega athugun, og á öllum þessum sviðum, jafnvel i stærðfræðinni, hefur hann gert sjálfstæðar upp- götvanir. Þannig var vísindamaðurinn Marx, og þó er f jarri því, að þar sé maðurinn hálfur kominn, hvað þá allur. Vísindin voru í augum Marx byltingarafl háð sögulegri þróun og framvindu. Hann gat fyllst tærum fögnuði yfir nýrri upp- götvun einhverrar vísindalegrar fræðigreinar, sem ekki varð þó séð, að hverju gagni mætti koma. En þó var gleði hans önnur og meiri, er um var að ræða uppgötvun, sem Friðrik Engels. Karl Marx. hafði byltingarkennd áhrif á iðnað og framleiðslu — og sögulega þróun yfirleitt. Þannig fylgdist hann nákvæmlega með öllum uppgötvunum á sviði rafmagnsins og nú síðast með rannsóknum Marc Deprez. Marx var um fram allt byltingarmaður. Það var raun- veruleg köllun hans að vinna að því á allan hátt að koll- varpa þjóðfélagi auðvaldsins og ríkisstofnunum þess. Það var lífsstarf hans að vinna að frelsun verkalýðs nútímans, alþýðunnar, sem hann hafði vakið til skilnings á kjörum sínum og þörfum — og gert vitandi vits um skilyrðin fyrir eigin frelsun. Baráttan var eðli hans og eftirlæti. Hann barðist af ástríðuhita og seiglu — og með meiri árangri en flestir aðrir. Fyrst starfaði hann við Rínartíðindin (1842), þá Parísar Vorvárts (1844), Deutsche Zeitung í Briissel (1847), Ný Rínartíðindi (1848—49), New York Tribune (1852—61). Auk þess samdi hann fjöldann allan af áróð- ursritum, og leysti af hendi margskonar störf í París, Briissel og London. Og svo kom Fyrsta Alþjóðasamband verkamanna, sem kórónan á allt hitt. Og það var sannar- lega árangur, sem hver og einn mátti vera stoltur af, enda þótt hann hefði ekkert afrekað annað. Það var af þessum sökum, að Marx var hataður og of- sóttur manna mest á sinni tíð. Jafnt einvelds- sem lýðveldis- stjórnir vísuðu honum úr landi. Borgararnir, jafnt íhalds- menn sem æstir lýðræðissinnar, kepptust við að bera hann óhróðri. Hann veik því öllu frá sér sem öðrum hégóma — virti það að vettugi, og svaraði því aðeins, að hann væri til þess neyddur. —Og nú er hann dáinn, heiðraður, elskaðui’ og syrgður af milljónum byltingarsinnaðra samstarfs- manna. Allt austur frá námusvæðum Síberíu um endilanga Evrópu og vestur til Kaliforníustrandar. Og ég get sagt af fullri hreinskilni: Hann kann að eiga enn marga and- stæðinga, en naumast nokkurn persónulegan óvin. Nafn hans mun lifa um aldir og verk hans slíkt hið sama. (Lauslega þýtt).

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.