Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 28

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 28
» 26 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ byggja upp lífræn efni úr kolefninu. Á þennan hátt urðu til hinar einföldu plöntur, hinir blágrænu þörungar. Vottur af þeim hefur fundizt í elztu lögum jarðskorpunnar. Aðrar lifandi frumur varðveittu hina fyrri aðferð við að taka til sín næringu en nú byrjuðu þörungarnir, lífræn efni að þjóna sem fæða. Þessar frumur eru forfeður dýr- anna. Tilveru lífsins á jörðinni skipta vísindin í mörg tímabil. „1 morgunroða lífsins“, í upphafi hins svokallaða eozoiska tímabils, var hið eina líf á jörðinni smáir einfrum- ungar. En stór atburður í þróunarsögu lífsins var uppkoma fjölfrumunga. Lífið varð sífellt samsettara og fjölskrúð- ugra. Á hinum eozoiska tímabili, sem stóð margar milljónir ára, tók lífið stakkaskiptum. Máttugir þörungar byggðu haf og land. I þessum þörungaskógum komu fram ýms afbrigði dýra svo sem sjávarslöngur og lindýr. Síðan rann upp nýtt tíma- bil lífsins — hið paleozoiska tímabil — fornöld lífsins. Það rikti einnig í milljónir ára. 1 upphafi þess tímabils var aðeins líf í sjónum, þar sem allskyns sjávardýr og þörungar höfðu þróast. Á seinni helmingi paleozoiska tímabilsins byrjuðu plöntur og dýr að dreifast um jörðina með miklum hraða. Á kolatímabilinu blómstra risavaxnar plöntur og risaeðlur, hrærast um í mýrlendum og skógum. Skömmu seinna koma barrtré og sagopálmar. Samtímis varð dýra- heimurinn miklu fjölbreyttari. Láðs- og lagar hryggdýr koma fram. Þar á eftir fylgdi mesozoiska tímabilið (miðaldir lífsins) sem líka stóð milljónir ára. Það var tímabil stríðsuglunnar. I lok þessa tímabils þróuðust fuglar og hryggdýr smá saman frá skriðdýrum. Við það upphefst hið kainozoiska tímabil (nýöld lífsins) sem stendur alveg til vorra daga. Allur sá fjölbreytti heimur lifandi sköpunarverka, sem við sjáum á jörðinni í dag, kom fyrst fram á síðasta hluta þessa tímabils. (Ó. J. snaraði úr „Studentnytt", blaði Alþjóðasambands stúdenta). Prentum bækur blöð °g margskonar smávinnu Fljót vinna — Góð vinna — Sanngjamt verð £ kolavörðtisítg 10 REYKJAVÍK S Simi 7500 SIGURÐUR V. FRIÐÞJÖFSSON, stud. mag : LÝSI Hví sváfuð' þér á verði Vökumenn? Um vangá yðar sorglegt merki ber að lýsið brott úr landi komið er á leið til Indlands, þangað nær það senn. Ó, hvílíkt slys að bæta böl og neyð vors bróður svona fljótt, án skrafs og hjals, án krókaleiða, fagurgala og fals, — hve furðuleg og „austræn" hjáiparleið. Stúdentar íslands lúta lágt í dag, lánast þeim ekki að rétta við sinn hag? Stjórnir Félags róttækra stúdenta 1948-1953 I Nýja stúdentablaðinu, er gefið var út í tilefni 15 ára afmælis félagsins 1948, var skrá yfir stjórnir félagsins frá upphafi, 1933. Stjórnir þær, er síðan hafa starfað, hafa þessir menn skipað: 1948—(jan.) 1950: Formaður: Árni Guðjónsson, stud. jur. Ritari: Haukur Valdimarsson, stud. jur. Gjaldkeri: Einar Jóhannesson, stud. med. 1950—1951: Formaður: Ivar H. Jónsson, stud. jur. Ritari: Friðrik Sveinsson, stud med. Gjaldkeri: Hreggviður Stefánsson, stud. mag. 1951—1952: Formaður: Ritari: Gjaldkeri: Jón Haraldsson, stud. odont. Stefán Finnbogason, stud. odont. Hreggviður Stefánsson, stud. mag. 1952—1953: Formaður: Bogi Guðmundsson, stud. oecon. Ritari: Einar K. Laxness, stud. mag. Gjaldkeri: Guðgeir Magnússon, stud. phil.

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.