Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 27
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
25
t,
Um uppruna lífsins
Eftir sovétvisindamanninn A. I. OPARIN
Með uppgreftri hafa vísindamenn fundið leifar forsögu-
íegra dýra og plantna. Rannsóknir á þessum leifum hafa
sýnt að lifandi verur voru þá fábreyttari og höfðu langtum
einfaldari byggingu en í dag.
Dýr og plöntur flókin að samsetningu hafa þróast af ein-
faldari lífverum. En hvernig urðu einföldustu lífverurnar
til, forfeður allra lifandi vera á jörðinni?
Eftir hinni nýju kenningu vísindamannsins 0. J.
Schmidts myndaðist jörðin og aðrar reikistjörnur úr sveip
af rykmekkjum og loftkornum. Rykmekkirnir höfðu
inni að halda sambönd kolefnis og vetnis, hin svonefndu
kolvetni. Þessi efnasambönd gengu inní samsetningu jarð-
arinnar. Auk þess er í okkar reikistjörnu sambönd af kol-
efni og járnkarbid, en þau eru hulin okkur af jarðskorp-
unni. En meðan stóð á myndun jarðarinnar var jarð-
skorpan ekki eins hörð og þessi sambönd brutust til jai’ðar-
yfirborðsins. Gufuhvolfið var þá fullt af vatnögufum. Kar-
bídin tengdust þeim og mynduðu vetniskarbíd.
Kolvetnin eru merkileg sambönd. Úr þeim getum við búið
til næstum öll efni, sem finnast í plöntum og dýrum. Úr
kolvetnum og vatni getur efnafræðingurinn lagað feiti og
sykur og fínustu litarefni, með notkun á köfnunarefni
getur hann líka búið til efnasambönd, sem minna mjög á
eggjahvítuefni. Breytingar af sama tagi hljóta að hafa
gerzt á jörðinni og í hafinu þar sem kolvetnin mynduðu
lífræn efni, flóknari og flóknari.
Sé hrært í hinni gegnsæu hvítu eggsins og öðrum
eggjahvítuefnum verður vökvinn gruggugur og undir
smásjá má sjá örsmáa dropa, sem synda um. Þetta eru
hinir svökölluðu coacervati. Þessi fyrirbrigði urðu líka til
fyrir óendanlega löngum tíma í hafinu.
Aðeins þeir coacervati sem bezt voru gerðir til að taka
upp næringarefni uxu hratt og tímguðust og höfðu þróun-
arrnöguleika. Smátt og smátt öðluðust þessir coacervati
fullkomnari byggingu. Það voru fyrstu einfrumungar. Þeir
höfðu þó ekki frumubyggingu.
Hvernig varð þá hin fyrsta fruma til?
Sumir vísindamenn fullyrða að fruma geti aðeins or-ðið
til af annarri frumu og að hin fyrsta fruma hafi orðið til
á yfimáttúrlegan hátt. Líffræðingurinn Olga B. Lepesjin-
skaja sannaði að fyrstu frumurnar hefðu orðið til úr frumu-
lausu efni. Henni heppnaðist að sjá hvernig frumur urðu
til úr globulini (eggjahvítuefni) eggjarauðunnar. Það er
eftirtektarvert að hin fyrsta fruma myndaðist á sama
hátt úr eggjahvítuefni.
1 upphafi voru lifandi frumiun ekki eins og nú skipt í
dýr og plöntur.
Lífræn efni voru næring frumanna. Með tímanum jókst
f jöldi þeirra. Með þróun lífsins urðu nokkrar fi’umur hæfar
til að brjóta niður koldioxyd með hjálp sólargeisla og