Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 7

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 7
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 5 hlenzka yfirstéttin hefur nú síðustu vikurnar látið svo, sem henni væri annt um menningarmál og hag háskóla- borgara — jafnvel langt út í heimi. Slík hræsni lætur illa í eyrum róttækra stúdenta, sem hafa árum saman átt í all miklum útistöðum við þessa sömu yfirstétt og þekkia hug hennar til menningarmála. Helztu forvígismenn hennar hafa ekki vílað fyrir sér að reka íslenzka námsmenn úr skólum fyrir pólitískar sakir einar. I hvert skipti hafa róttækir stúdentar mótmælt kröftuglega. íslenzka yfir- stéttin hefur margsinnis gert harða hríð að H.í. — þjóð- skóla Jóns Sigurðssonar — og helzt viljað láta loka honum og senda stúdenta á eyrina. Árið 1910 var 19,5%. af þjóð- artekjum Islendinga varið til menningarmála. Árið 1932 var þessi hundraðstaia komin niður í 8,8%, eða hafði minnkað um rúmlega helming. Árið 1933, þegar F.R.S. var stofnað, var borin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um sparnað við H.I. af eir.um helzta riddara íslenzkrar yfir- stéttar. 1 greinargerð sagði hann: „Alþingi er búið að stíga stór og giftusamleg spor til að gera Háskólann að nýtileg- um starfsmannaskóla, að því er ytri aðbúð snertir. Næsta stigið er að fækka nemendum, svo að tala þeirra miðist við þörf þjóðfélagsins, en ekki atvinnuþörf nemenda. Þriðja skrefið er að fækka hinum fastlaunuðu kennurum til stórra muna, en fylla skörð þeirra með áhugamönnum, sem vinna að kennslunni í hjáverkum með öðrum störfum fyrir sóma- samlegt tímakaup.“ Þetta voru orð gamla mannsins frá Hriflu. I september það ár, sem F.R.S. var stofnað, var birt aðvörun frá forsetum laga- og læknadeildar háskólans í blöðum höfuðstaðarins til nýútskrifaðra stúdenta, þar sem þeim var alvarlega ráðið frá því að hefja nám í þess- um deildum. I áramótaræðu sinni 1934—’35 sagði þáver- andi forsætisráðherra, að öllum þeim stúdentum, sem þá væru við nám í háskólanum, væri þar ofaukið. Árið 1927 var þegar byrjað að takmarka aðgang að Menntaskólanum í Reykjavík. Þessi fáu atriði sýna, hvern hug íslenzk yfirstétt ber til menningarmála og hags háskólaborgara, svo að ekki verð- ur um villzt. Hún vill gera H.í. að starfsmannaskóla fyrir sjálfa sig og henda allri fræðimennsku fyrir borð. Hún óttast vel menntaða stúdenta úr verkalýðsstétt. Hún vill ekki meiri sérþekkingu og menntun en svo, að sérréttind- um hennar sé engin hætta búin. F.R.S. hefur frá öndverðu barizt gegn hinni menningar- fjandsamlegu íslenzku yfirstétt og tilraunum hennar í þá átt að útiloka verkalýðsæskuna frá lærdómi og menntun. F.R.S. krafðist þess hvað eftir annað, að Menntaskólinn yrði opnaður. Félagið heimtaði aukin útgjöld til menning- armála og hærri styrki til handa efnalitlum en efnilegum stúdentiun. Félagið krafðist þess, að fjölbreyttari kennsla yrði tekin upp við H.I. og deildum við skólann væri fjölgað. Félagið mótmælti kröftuglega þeirri skoðun, að stúdentum væri ofaukið. Þegar einna mest var rætt um offjölgun stúdenta, skrifaði læknir, Theódór Skúlason þessi orð í Nýja stúdentablaðið 1934: ,,1 læknadeild eru nú um 60 stúdentar. Þótt þessi lækna- efni yrðu öll að loknu námi tekin í þjónustu heilbrigðis- málanna, myndi þessi hersveit gegn dauðanum og heilsu- leysinu ekki kosta ríkið meira en ríkislögreglan kostar nú. Hvora hersveitina álíta menn svo nauðsynlegri?“ Auðvitað er það ekki sparnaðarráðstöfun að meina ungu fólki að mennta sig. Það er liður í varnarbaráttu spilltrar yfirstéttar. Vel menntuð alþýða er hættuleg sérréttindum yfirstéttarinnar. Menntunin og þekkingin eru bitrustu vopn verkalýðshreyfingarinnar. Þess vegna vill yfirstéttin ekki gera þekkinguna að almenningseign. Það ógnar tilveru hennar. Þegar talsmenn yfirstéttarinnar segja, að miða eigi stúd- entafjöldann við þarfir þjóðfélagsins, meina þeir þarfir sinnar eigin stéttar. Þegar þeir segja, að ekki eigi að miða stúdentaf jöldann við atvinnuþörf æskunnar, þá segja þeir berum orðum, að þeir óttist vel menntaða atvinnulausa æsku. Og sá ótti þeirra er alls ekki ástæðulaus. Vel mennt- aður atvinnuleysingjalýður væri vís með að fara að íhuga vandamál þjóðfélagsins, gæti jafnvel skilið orsakasam- hengið á milli auðsöfnunar og kreppu og komizt að hinni sönnu niðurstöðu um ástæður atvinnuleysis. Slíkur lýður yrði ekkert lamb við að leika fyrir yfirstéttina. — ★ — En þá koma spurningar. Af hverju hefur stúdentum ekki fækkað eins og yfirstéttin vildi, heldur hefur þeim f jölgað ? Af hverju hafa nýjar deildir verið stofnaðar við háskólann og fjölgað í kennaraliðinu? Af hverju hefur þeim fjölgað á Islandi, sem vilja mennta sig og hafa ráð á þvi ? Svarið við þessum spurningum er að finna í þeirri breyt- ingu á kraftahlutföllunum milli yfirstéttar og verkalýðs í okkar þjóðfélagi nú hin síðari ár. Á síðari árum hefur verkalýðshreyfingin eflzt mjög að samtakamætti og áhrif- um í hinu íslenzka þjóðfélagi. Það er hún, sem hefur skapað þjóðinni þau lífskjör, að möguleikar vinnandi fólks á Is- landi til að setja börn sín til mennta eru nú orðnir allt aðrir og betri en áður fyrr. Það er verkalýðshreyfingin, sem hefur komið í veg fyrir það áform yfirstéttarinnar að fækka stúdentum við H.l. Stúdentafjölgunin stendur í beinu hlutfalli við eflingu verkalýðssamtakanna og þar á milli er greinilegt orsakasamband. 1 Þýzkalandi 1933 voru 133.000 stúdentar skrásettir í háskólum landsins. Hitler braut verkalýðssamtökin á bak aftur og fól dr. Göbbels að fara með æðstu stjórn menningarmála þýzku þjóðarinnar. Árið 1937 voru skrásettir stúdentar í Þýzkalandi aðeins 72.000. Islenzkir stúdentar standa því í liagsmunasambandi og þakkarskuld við verkalýðshreyfinguna. Og það er sorglegt, að fyrir mörgum stúdentum er þessi sannleikur aðeins áróður. F.R.S. skilur eðli og tilgang verkalýðshreyfingar- innar og veitir þeim pólitísku flokkum brautargengi, sem vilja sameina alþýðuna og eru trúir hugsjónum sósíal- ismans.

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.