Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 4
o NYJA STUDENTABLAÐIÐ izt af meö þunnskipaða sveit læsra og skrifandi embættis- manna. En borgarastéttin verður að hafa í þjónustu sinni urmul lærðra manna til þess að hún geti rekið atvinnuskipu- lag sitt og stjórnað þjóðfélagi sínu. Það er því auðsætt, að borgarastéttinni hlýtur að vera mjög um það hugað að ,,vanda“ valið á þeim mönnum, sem leita sætis á bekkjum stúdenta og menntamanna. Einokun borgarastéttarinnar á efnahagskerfi þjóðfélagsins birtist og líka í einokun hennar á æðri menntun. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið er- lendis á félagslegum uppruna stúdenta bera því skýlaust vitni, að sonum og dætrum lágstéttanna er leiðin mjög örðug til háskólamenntunar. Það væri skemmtilegt verk- efni ungum íslenzkum fræðimanni að gera vísindalega rannsókn á félagslegum uppruna íslenzkra menntamanna, t. d. frá byrjun 19 aldar til þessa dags. Að órannsökuðu máli hygg ég þó, að við íslendingar höfum fram til þessa verið flestum þjóðum fremri um að gefa mönnum af alþýðu- stétt kost á æðri skólamenntun. En þrátt fyrir menntunareinokun borgarastéttarinnar hefur mönnum af öllum stéttum jafnan tekizt að bergja af lindum æðri menntunar. Þeir hafa „brotist til rnennta" hvað sem tautaði og raulaði, og því gætir svo sundurleitra strauma í stúdentahópnum, allar stéttir þjóðfélagsins eiga sér þar sinn málsvara, hagsmunir allra stétta rekast þar á, þar mætast allar stéttir með lífsskoðanir sínar, fordóma og tálsýnir. En þótt menntamannastéttin sé æði sundurleit að allri gerð, þá er hún þó hins vegar steypt í sama mót að menntun og lífsháttum. Henni er veitt svo mikið akadem- iskt frelsi, að henni leyfist margt og henni er fyrirgefið margt á háskólaárunum sem öðrum og ábyrgari stéttum verður ekki fyrirgefið. Þjóðhættulegar skoðanir eru henni jafnvel fyrirgefnar á stundum, á sama hátt og stúdentum er fyrirgefið staupið, sem varð einu of mikið. Það er nefni- lega búizt við því, að þær renni af henni, enda ekki talið til kraftaverka á vorum tímum, að breyta akademísku víni í borgaralegt vatn. Þótt blómaskeiði hinnar pólitisku stúdentahreyfingar sé nú víðast hvar lokið — með þeim undantekningum, sem að framan var getið —, þá fer því þó víðs f jarri, að stúd- enta- og menntamannastéttin geti lokað að sér gluggum og engu sinnt þeim veðrum, sem æða fyrir utan. Þessi stétt átti sinn mikla þátt í að grundvalla pólitísk og félagsleg mannréttindi á æskuskeiði hins borgaralega þjóðfélags. Nú er þetta þjóðfélag komið að fótum fram. Hinar pólitísku hugsjónir, sem stóðu vörð um vöggu þess, eiga sér hvergi friðland í þessu þjóðfélagi, sem jörðin gín við gröfnum munni. Þær eru ekki orðnar annað en kosningablaður í munni pólitískra froðusnakka borgarastéttarinnar. Þessi stétt er komin í mát bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Verkalýðurinn sækir fram til sósíalismans eftir ýmsum leiðum og mun ná því sögulega marki fyrr eða síðar. En menntamannastétt nútímans getur ráðið miklu um það, hvort leiðin til sósíalismans verður löng eða stutt. Þótt menntamannastétt hins borgaralega heims sé að Núverandi stjórn Felags róttækra stúdenta Guðgeir Magnússon, gjaldkeri; Bogi Guðmundsson, formaður; Einar K. Laxness, ritari. meginþorra sprottin upp úr öðrum félagslegum jarðvegi en verkalýðurinn, þá er margt sem veldur því, að hún á þess kost að tileinka sér pólitísk stefnumið hans. Þjóðfélagsvísindi sósíalismans, kenningin um þróun auð- valdsins og sögulegt hlutverk verkalýðsins í þeirri þróun, urðu til í hópi menntamanna. Verkalýðurinn fékk ekki skapað fræðikenninguna um sína eigin tilveru, heldur rót- tækir menntamenn úr borgarastétt, sem höfðu öðlazt skiln- ing á söguþróuninni. Þegar átökin harðna milli verkalýðs og borgarastéttar, milli sósíalisma og auðvalds, riðlast fylkingar menntamannastéttarinnar æ meir. Sundurleitir hópar borgaralegra menntamanna segja skilið við félags- legan uppruna sinn og ganga í sveit með hinum sigrandi verkalýð. Slík upplausnarfyrirbrigði innan menntamanna- stéttar hins borgaralega þjóðfélags hafa verið algeng nú um langan aldur. Þessi þróun verður hraðari með hverju ári sem líður. Því að auðvaldið fer ekki aðeins hörðum höndum um verkalýðinn. Það fær ekki lengur alið hina f jöl- mennu menntamannastétt, sem til þessa hefur verið stoð þess og brjóstvörn. Öreigunum, atvinnuleysingjunum fjölg- ar sí og æ í menntamannastéttinni, þeir verða því örlaga- nautar erfiðismannanna. Þegar menntamannastétt nútímans hefur skilið að fullu þá staðreynd, að framtíð hennar öll er bundin sögulegum sigri verkalýðsins, að hugsjónir hennar um manninn og markmið hans rætast ekki nema í þjóðfélagi, sem lýtur valdi hins vinnandi manns, þá er ekki langt til umskiptanna í þeirri erfiðu baráttu, sem nú er háð milli framþróunar og afturhalds. Þá mun það verða að veruleika, sem ungur menntamaður, Karl Marx, sá í hugsýn fyrir rúmlega heilli öld: „Á sama hátt og heimspekin sækir efnaleg vopn sín til verkalýðsins, þannig finnur öreigalýðurinn andleg vopn sín í heimspekinni."

x

Nýja stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.