Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 21

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 21
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ 19 Hvert stefnir „Vnkn''? 1 seinasta kosningablaði íhaldsstúdenta hér í skólanum er þessi klausa: „Reynsla liðinna ára hefur ótvírætt sýnt og sannað, að það er aðeins eitt félag innan vébanda Há- skólans, sem stúdentar geta örugglega treyst, án þess að þurfa að óttast pólitískan línudans, það er Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Vaka er ekki verkfæri i hönd- um neinna annarlegra afla, heldur sjálfstætt og óháð félag háskólastúdenta (Leturbreyting hér). Það er athyglisvert að þetta er ekki sagt af séðum áróð- ursmanni afturhaldsins, þetta eru ekki orð sérgóðs og lítil- þægs stúdents, sem er að flýta sér í embætti. Þetta er held- ur ekki skrifað af neinum aula, sem horfir blindum augum; nei, þetta segir einn þeirra f jölmörgu háskólaborgara, sem aðhyllist frjálslyndar skoðanir, en ekki hirt um að átta sig á eðli og tilgangi þeirra samtaka í félagslífi stúdenta, sem kenna sig við vöku. Nú vill einmitt svo vel til, að í vetur hefur þessi stóri hópur háskólastúdenta fengið hvert tækifærið á fætur öðru til að kynnast þeim öflum, sem lögum og lofum ráða í Vöku og þar með í Stúdentaráði. Hvað eftir annað hafa þau kastað grímunni og sýnt sitt rétta andlit; og það er mikils um vert að festa sér í minni allan svip þess, sem er svipur glórulauss afturhalds og fasisma. Sýningin hefst strax með undirbúningi 1. desember há- tíðahaldanna. Sr. Emil Björnsson hafði skrifað grein í hátíðablaðið, eftir beiðni eins ritnefndarmannsins og í sam- ráði við ritstjóra þess. Var greinin samþykkt af meirihluta ritnefndar og búið að setja hana er fulltrúi Vöku í ritnefnd- inni hljóp með próförk af henni til yfirboðara sinna, en þeir lögðu blátt bann við birtingu hennar. Síðan sáu full- trúar Vöku í Stúdentaráði um, að því banni væri framfylgt. f mótmælaskyni við ofrikið, sem frjáls hugsun var beitt með þessu og búið var að útþurrka ritfrelsi í blaðinu, ósk- aði einn þeirra, sem efni átti í blaðinu, Sigurður V. Frið- þjófsson, að fá það út úr því, en til þess að kóróna ofbeldið, var þeirri beiðni ekki sinnt og blaðið kom út ritskoðað af „annarlegum öflum“, án greinar sr. Emils Björnssonar og með efni sem birt var í algeru óleyfi og óþökk höfundar. En það var fleira í undirbúningi hátíðarinnar, sem ekki var þóknanlegt ráðandi öflum Vöku. Dr. juris Gunnlaugur Þórðarson hafði verið beðinn að tala um landhelgismálið, en hann hafði nýl.lokið doktorsritgerð um landhelgi fslands við Sorbonne háskólann. Var hann í einu hljóði, samþykktur sem ræðumaður á fundi Stúdentaráðs 22. nóvember. Með því að biðja hann um að tala í hátíðasal skólans 1. des., vildu stúdentar sýna ótvíræðan stuðning sinn við landhelg- ismálið. Hafði dr. Gunnlaugur einnig skrifað grein í 1. des. blaðið og hún verið ritskoðuð, um leið og annað efni þess. Afleiðingin varð sú, að Stúdentaráð fékk að vita að greinin væri ekki í „réttum“ tón og þess vegna óheppileg. Og nú fór að vandast málið, þegar ritskoðarinn fékk vit- neskju um væntanlegan ræðuflutning dr. Gunnlaugs. Var fyrirboðið að hann fengi að tala, nema hann breytti um tón. Hvað áttu nú hinir sjálfstæðu, óháðu lýðræðissinnar að taka til bragðs ? Hér átti í hlut vel metinn akademiskur borgari. En þeim varð ekki skotaskuld úr því. Á ólögform- legum fundi í Stúdentaráði, þar sem komnir voru fulltrúar þríflokkanna, var dr. Gunnlaugi hlýtt yfir efni ræðunnar og ,,tónninn“ reyndist hinn sami og í grein hans: ekki rétt- ur. Til þess að fá þennan klíkufund til að banna dr. Gunn- laugi að tala, gaf formaður ráðsins þær upplýsingar, að tveir kunnir lagamenn hefðu talið óheppilegt að dr. Gunn- laugur flytti ræðu um landhelgismálið 1. des. Það var að sjálfsögðu hreinn uppspuni og svívirðilegur áburður, en nægði til að blekkja bæði kratann og framsóknarpiltinn. Samþykkti klíkufundurinn að banna dr. Gunnlaugi að flytja ræðuna 1. des. eins og hin „annarlegu öfl“ höfðu krafizt. Þessi framkoma við þá séra Emil Björnsson og dr. Gunn- laug Þórðarson var þverbrot á starfsvenjum háskólastúd- enta og beint hnefahögg framan í alla hugsandi stúdenta og vakti gremju þeirra og sára reiði. Hinum „annarlegu öflum“ fannst formaðurinn hafa farizt klaufalega það verk, sem honum var falið að framkvæma og afneituðu honum alveg, en fengu um leið kratann og framsóknar- piltinn til að sleikja sár sín. Reyndust þeir báðir óðfúsir til þess og þóttist Vaka fá með því bót sinna meina; en framsókn fékk ritarasætið að launum. Er erfitt að skilja, hve sáttfúsir þeir reyndust því, íhaldi, sem stundu áður hafði leikið þá svo grátt. Margir héldu, að hér hefði verið um mistök ein að ræða og slíkar vinnuaðferðir myndu ekki verða viðhafðar aftur, en þeim skjátlaðist. Vaka hefur notað þær oftar en einu sinni síðan, t.d. í sambandi við fundinn um innlenda herinn og nú síðast í lýsismálinu. Hin „annarlegu öfl“ og pólitíska ofstækið hafa leikið lausum hala í Vöku í vetur og það verð- ur ekki um villst, að í félaginu eru öllu ráðandi sendimenn Heimdallar, sem dyggilega hafa tileinkað sér vinnubrögð fasismans. Ætlunin er að gera þau að ríkjandi venju í félagslífi stúdenta, en það má ekki takast. Allir frjálshuga og vinnstrisinnaðir stúdentar þurfa að sameinast gegn þessum áformum. Það er mesta hagsmuna- mál stúdenta, að slík vinstrisamvinna takist fyrir næstu Stúdentaráðskosningar og eina vonin um að kveðnar verði niður hinar fasistisku tilhneigingar Vökumanna í Stúd- entaráði. B. G.

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.