Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 22
*
20
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
ÓLAFUR JENSSON
stucl. med.:
Af 8 milljónum sfúd-
enfa í heiminum eru
5Vi milljón í Alþjóða-
sambandi sfúdenfa.
Alþjóðasamband stúdenta (IUS) er annað tveggja heims-
samtaka æskunnar, sem skutu rótum í hita baráttunnar
gegn fasismanum í síðustu heimsstyrjöld. Hitt sambandið
er Alþjóðasamband lýðræðissinnaðrar æsku (WFDY).
Hinn eiginlegi stofndagur Alþjóðasambands stúdenta var
þó ekki fyrr en 27. ágúst 1946. Þá komu saman fulltrúar
frá 46 löndum og staðfestu stofnskrá Alþjóðasambandsins.
Ennþá er íslenzkum stúdentum lítt kunnugt um þróun,
styrk og þýðingu þessa heimssambands stúdenta og er
það ekki vanzalaust.
Á stofnári sambandsins var meðlimatalan 1 y2 milljón
stúdenta. Síðan hefur meðlimatalan aukizt risaskrefum.
Á þingi sambandsins í Búkarest 1952 var meðlimatalan
komin upp í 5.500.000 stúdenta. Þessi tala hefur þó auk-
ist að mun fram til þessa. Fjöldi stúdenta í heiminum er
um 8 milljónir, yfirgnæfandi meirihluti þeirra fylkir sér
í Alþjóðasamband stúdenta.
★
Alþjóðasamband stúdenta hefur staðið að þrem heims-
mótum æskunnar, sem fræg eru orðin, ásamt Alþjóða-
sambandi lýðræðissinnaðrar æsku. Berlínarmótið 1951 var
hið síðasta þessara heimsmóta, hið næsta verður í Búkarest
í sumar. Umsóknir um þátttöku héðan í því móti, sem
borizt hafa, eru þegar komnar yfir 170. Til Berlínar 1951
fóru 44 þátttakendur.
★
Það er ógjörningur að lýsa hinu fjölþætta starfi Al-
þjóðasmbandsins í fáum klausum. Það væri efni í sérstaka
grein að lýsa hinum merku kynningarhátíðum og mýmörgu
um smámótum og sumardvalarhótelum, sem haldin eru
á vegum sambandsins, fyrir stúdenta frá öllum löndum.
íslenzkir stúdentar sem numið hafa á Norðurlöndum hafa
þegar allmargir notið þessa starfs sambandsins, og orðið
þeim til mikillar uppbyggingar.
★
Merkasti liðurinn í starfi sambandsins er þó upplýsinga-
starfsemi þess. En því hefur með aðstoð meðlima sinna
tekizt að safna og kynna ótrúleg kynstur af skýrslum um
allt sem lýtur að stúdentum og menningarástandi í lönd-
um, sem þeir byggja. Öll skýrslusöfnunin byggist á nýjum
og nákvæmum upplýsingum sem sí og æ berast samband-
inu; söfnun upplýsinga er í höndum stúdenta, sem hafa
engan hag af að draga hulu yfir menningarástand landa
sinna.
★
Átakanlegastur er fróðleikur sambandsins, sem fram
kemur í skýrslum frá nýlendunum og safnað er af hinum
hörundsdökku, trúverðugu ,,Fjölnismönnum“ nýlenduþjóð-
anna.
Stúdentasamtök nýlenduþjóðanna hafa sett svip sinn á
allar samkomur og starf Alþjóðasambandsins. Enda hafa
þau orðið nýlenduherrunum slíkur þyrnir í augum, að rík-
isstjórnir hinna ,,siðmenntuðu“, lýðræðislegu" nýlendu-
kúgara, hafa lagt sig mjög fram til að hindra stúdenta-
samtök landa sinna í að skipa sér undir merki Alþjóða-
bandsins.
Þannig er mál með vexti, að hinir hörundsdökku ,,Fjöln-
ismenn“ eiga óskiptum stuðningi að fagna hjá hinum f jöl-
mennu, ,,austrænu“ stúdentum úr ríkjum sósíalismans, sem
vilja frelsi nýlenduþjóðanna og finnst ekkert sjálfsagðara
en skipta við þá sem jafnréttháa aðila.
Afleiðing þessarar samstöðu stúdenta úr nýlendunum
og Austur-Evrópu og Kína verður sú, að stúdentar úr
löndum hinna „siðmenntuðu" nýlendukúgara, verða í al-
gerum minnihluta á þingum Alþjóðasambandsins. Þegar
svo er komið þykir hinum ,,siðmenntuðu“ nýlendukúgur-
um engin ávinningur í að leyfa stúdentum landa sinna að
hlusta á fréttir af nýlendukúgun og afleiðingum hennar og
jafnvel standa að samþykktum gegn nýlendukúgun .Það er
líka augljóst mál, að þegar stúdentar ,,lýðræðislanda“ eru
farnir að bendla sig við þing, þar sem meirihluti er gegn
nýlendukúgun, þá eru þeir að vinna með kommúnistum.
Ég get ekki lokið við þetta spjall um Alþjóðasambandið,
án þess að skora á alla íslenzka stúd-
enta hvar í flokki, sem þeir annars
standa, að lesa málgögn þessara sam-
taka og kynnast þeim eftir mætti. Það
er bábilja ein og hún mjög skaðleg, að
þessi samtök séu tröllriðin af kommún-
isma. Það er aðeins til eitt óbrigðult lyf
við slíkum skoðunum og það er að kynnast samtökunum
af eigin raun.