Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Síða 18

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Síða 18
16 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ EINAR K. LAXNESS, stnd. mag.: Félag róttækra stúdenta Starfið fyrr oy síðar Á 13. degi aprílmánaðar árið 1933 komu sautján stúd- entar í Háskóla íslands saman til fundar í þeim tilgangi að setja á stofn pólitiskt félag er hlaut nafnið Félag róttækra stúdenta. I fyrstu lögum þess segir að tilgangurinn sé ,,að styðja og efla hina róttæku hreyfingu í háskólanum og þjóðfélaginu og vinna að sameiningu hinna róttæku afla í baráttunni gegn íhaldi og fasisma fyrir atvinnu, lýðræði og menningu þjóðarinnar“. Hér var ekkert verið að aðhaf- ast neitt út í bláinn, það var knýjandi nauðsyn sem dró þessa róttæku stúdenta saman í einn hóp. Illar blikur voru í lofti. Afturhald heimsins undir forystu nazismans var í algleymingi; rúmlega 2 mánuðum áður hafði Hitler tekið völdin í Þýzkalandi og járnhæll nazismans markaði nú djúp svöðusár í hina glæsilegu þýzku menningarþjóð. Ang- ar ófreskjunnar teygðu sig í hvert landið á fætur öðru og flokkar auðstéttarinnar fengu hvarvetna á sig hið villi- mannlega eðli, ofbeldið varð naktara, lýðræðislegar vinnu- aðferðir fótumtroðnar. Það er á stuttan en einfaldan hátt sem Eiríkur heitinn Magnússon, einn ötulasti forustumaður félagsins, setur fram aðalinntak þess tilefnis sem róttækir háskólastúd- entar vildu mótmæla með félagsstofnun sinni, í upphafs- grein Nýja stúdentablaðsins 20. apríl 1933: „Vér viljum ekki láta brjóta á oss lög né ganga á rétt vorn. Þeim er það hafa gert, unnum vér ekki lengur yfirráðanna yfir blaða- kosti og félagsstarfi háskólastúdenta allra.“ Róttækir stúdentar höfðu að vísu áður bundizt óform- legum samtökum sem voru orðin allsterkt afl í stúdenta- lifinu, en það er fyrst þetta vor, 1933, sem frjálslyndir, róttækir stúdentar knýta saman bönd sín á formlegan hátt. Hér voru menn sem höfðu mismunandi skilning og skoðun á hinum pólitísku málum þjóðfélagsins, kölluðu sig sam- vinnumenn, sósíaldemókrata eða kommúnista, en þeir voru nógu þroskaðir til þess að láta slíkt ekki hindra sig í stofn- un róttæks félags á samfylkingargrundvelli er borið væri uppi af trúnni á einhuga alþýðustéttir þessa lands, trúnni á rétt þeirra til gæða landsins, og nauðsyn þess að standa óklofnir í baráttu gegn höfuðfjandmanni hins vinnandi fólks, afturhaldinu er flett hafði af sér hræsnisgrímunni og sýndi sitt rétta og sanna fasistaeðli í vaxandi mæli. Þessir ungu menn er mynduðu Félag róttækra stúdenta sýndu vissulega aðdáunarverðan þroska og skilning á eðli baráttunnar gegn afturhaldinu og þau réttu viðbrögð er nauðsyn bar til fyrir róttæka menn að taka. Þeir gáfu einnig hinum vinstrisinnuðu flokkum landsins glæsilegt fordæmi með samfylkingu sinni, fordæmi er flokkarnir báru þó ekki gæfu til að taka til fyrirmyndar, — þrátt fyrir stöðugar tilraunir róttækustu aflanna. ★ Brot úr hinni óskráðu sögu Félags róttækra stúdenta þessara 20 ára má lesa í Nýja stúdentablaðinu, því blaði er hóf göngu sína i apríl 1933 skömmu eftir að félagið var stofnað og ætíð hefur verið vettvangur frjálslyndis og rót- tækra skoðana, málgagn frjálshuga og framfarasinnaðra stúdenta og annarra menntamanna. Það væri of langt mál að rekja hér í heild sögu félagsins, en þó er ekki hægt að láta hjá líða að láta hugann reika til hinnar erfiðu baráttu er félagarnir háðu á árunum fyrir styrjöldina. Þar skiptast á vonbrigði og sigrar. Það hefur verið gleðistund þegar félagið réði meirihluta í stúdenta- ráði, tímabilið 1935—1936; það er talandi tákn um einhug f élaganna, um sigurvissuna, þegar í baráttunni standa menn er skilja hlutverk sitt og hvika ekki frá stefnu sinni þótt syrti í lofti. Það hefur verið gleðileg stund fyrir róttæka stúdenta að hafa tækifæri til þess að ráða aðalræðumanni hátíða- haldanna 1. desember 1935; þeir fengu Halldór Kiljan Laxness til þess að koma fram í nafni stúdenta þennan dag og tala um samfylkinguna sem málstað fólksins. Það hefur sannarlega verið ógleymanlegt augnablik fyrir þá, en um leið svíðandi og sársaukafullt fyrir afturhaldsforkólfana í landinu, enda kom það glöggt í ljós. Meirihluti róttækra varð þvi miður ekki langær og hin næstu ár settu stúdentar

x

Nýja stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.