Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 25
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
23
inga sögur eru sprottnar af mörgum rótum innlendum og
erlendum, en veigaminnst er ekki sú staðreynd, að íslenzk-
um höfðingjum var fróðleikurinn til ýmissa hluta nytsam-
legur. Konunga sögur voru kirkju- og konungsvaldi til efl-
ingar, mönnum var þjóðfélagsnauðsyn að kunna lög og
ættvísi, en hetjur Islendinga sagna voru afreksmenn kon-
unglausrar þjóðar, sem vildi sanna sjálfri sér og öðrum að
hún væri frjálsborið fólk. Yfirstétt annarra þjóða hafði
í hávegum frásagnir um stríðlynda konunga og keisara,
heilaga menn og auðmjúkan almúga, sem bað og þoldi.
Islendingar ortu og rituðu fyrir norsku yfirstéttina um
kónga og dýrlinga, en þeir áttu sér sínar eigin hetjur og
dýrlinga, að vísu ekki krýnda konunga og guðhrædda
píslarvotta, heldur fólk eins og Egil Skallagrímsson, Gísla
Súrsson, Gretti Ásmundarson, Guðrúnu Ósvífursdóttur og
Auði Vésteinsdóttur. Hetjur Islendinga voru fólk, sem
aldrei lét kúgast, aldrei lét ganga á rétt sinn og var ósnortið
af umburðarlyndiskenningu yfirstéttar og kristinsdóms.
Heiðurinn er íslenzku hetjunum fyrir öllu og þær krefjast
skilyrðislaust uppreistar fyrir réttarskerðingu. Þar sem
ríkisvald yfirstéttar hefur myndazt, er reynt að troða upp
á lýðinn heimspeki þolandans, hann á að láta stjórna sér
möglunalaust og þola með umburðarlyndi. Á þjóðveldis-
tímanum var lítill grundvöllur fyrir slíkan boðskap hér á
landi. Isiendingar gengu í þjónustu norsku yfirstéttarinnar
og skrifuðu um konunga hennar og dýrlinga, og stórhöfð-
ingjarnir íslenzku (Oddaverjar) töldu sér þær bókmenntir
til tekna, en óháður íslenzkur búþegn hélt fram íslenzkum
hetjum og íslenzkum hetjusögum.
Á fyrri hluta 13. aldar leggur nýrík ætt, Sturlungar við
Breiðafjörð, til atlögu við stórhöfðingja landsins, einkum
Oddaverja. Snorri Sturluson er alinn upp í Odda og drekk-
ur þar í sig íslenzk-norska hámenningu á heimili hins kon-
ungborna Jóns Loftssonar. Oddverjarnir hafa eflaust vænzt
þess, að hann launaði uppeldið með því að auka hróður
norsku konungsættarinnar og tilvonandi Islandskonunga
með ódauðlegum ritum. Og Snorri brást ekki vonum þeirra
sem rithöfundur. Hann ritaði Heimskringlu, sögu Noregs
kónga aftan úr forneskju fram til daga Sverris 1177 (Karl
Jónsson hafði ritað Sverris sögu), en í því riti kemur Snorri
fram sem mesti sagnfræðingur samtíðar sinnar. Hann er
raunsær í mati heimilda, trúir ekki fornum heimildum
nema hann hafi það staðfest, að þær hafi verið taldar sann-
ferðugar af samtímamönnum. Þegar hann skrifar um
Ólaf lielga, sníður hann burt helgisögur um hann og skýrir
dýrlinginn á hlutlausan hátt sem sálfræðingur. En Snorri
er svo mikill þjóðveldismaður, að hann vefur inn í frásögn
sína lofgerð um íslenzka þjóðveldið, ræðu Einars Þveræ-
ings, sögunni um íslenzku landvættina, og kóngarnir verða
ekki höfuðhetjur hans, heldur stórbændur eins og Erlingur
Skjálgsson og Gregorius Dagsson. I Egils sögu gerir hann
bóndann, hirðskáldið og víkinginn Egil Skalla-Grímsson að
íslenzkri þjóðveldishetju, dregur þar fram, hvernig íslenzku
landnámsmennirnir flýðu ofríki konungsvaldsins og byggja
[\wm
^6^ <>$ Ttmli! witn ^tp.
viptm fréa tf, fjon «n nj ’'
i<?n miíkí j>« flMíti 1
|frn pmitti ?q mtUxi tynn nono
(íbi trnr«jim« mia // «á
’hniKVi hfmékb falnt j»« iCr ~
' a fM fa ifl*« f<m Tjonai toiefýH,
U cf. ýllwt
:#1 jjflr fem CSa
rtwl lUm <r$/
....... few þom
; f ftvtn nm
<s fmiN fufaa mtn* Ktpep W <*»> cn nl Ir
»«>» ni> men ÍW wk«; «fi ftwige mom cn pajtungii: Vr' ■
pf Tinmr// c* maem yVdlo ojnftáf >fl fkulu <•».:
|: :rí,S,m bmt kpffl tð f»> xnba«fs tMát a
i v-ni mniíiflga j»a tmt ptei mainu W;a rj maria
'* immpHpu hvatt m*ÍIí wa Jkjma <■: ^ j,afav
1M fi tnn r*1 mett jtpnnjflj. mahn n voitp m*fr
P**n<*. fod*1** *tSrip Ittnl 5 fatttim mfnii hmnðnawpnt m
btUMmpn 4n Jm* fm mtua jnejim pjptwflflj mafrm £,« jfcj
ftmjm of vcM ^ rij fmtpt
<wmpw jjtwvmMgrú ma atf/
tuiýa \ia «t fne ci frm rro
mKt r,,nti cffcfl jjiphp- jtpejj -owm iat pwfrri; e$ mt
fm(< cfrnt fu fc ti jjipunpu; mafrot « vt
fftn jnott- mju fp»t! pipnnpflrmuri lum fcm •
Ilandritsblað úr Jónsbók í Árnasafni.
hér upp frjálst þjóðfélag. Söguhetjurnar deila við erfða-
fjanda ættar sinnar og bændalýðsins, norsku kóngana, og
bera sigur af hólmi. Með Egils sögu skapar hann íslenzk-
um bændum þjóðhetju og teflir ættarstolti Mýramanna
og Sturlunga gegn goðbornum höfðingjiun Haukdæla og
Oddaverja. Þannig reisti Snorri konungsvaldinu níðstöng
eins og Egill forðum, og rökrétt afleiðing var sú, að hann
var drepinn af Haukdælum að undirlagi Hákonar gamla.
Snorri samdi einnig Eddu, kennslubók í fornu skáld-
skaparmáli og bragreglum. Edda er endurreistarrit stefnt
gegn erlendum tízkuáhrifum á íslenzkar bókmenntir.
Eftir ritun Egils sögu eru samdar sögur í flestum héruð-
um landsins (Árnesþing og e. t. v. Rangárþing undanskil-
ið), þar sem efni er sótt í innlenda atburði 10. aldar, en
efnismeðferðin ber auðvitað svipmót þess tíma, þegar sög-
urnar eru skráðar. Stundum lenda höfundar þeirra í hálf-
gerðum ritdeilum eins og höfundar Vatnsdæla sögu og
Finnboga sögu ramma. Af þessum sögum ber Laxdælu og
Njálu hæst. Njála er skráð eftir að þjóðveldið er liðið, og
þar er okkur birt hin mikla harmsaga bændasamfélagsins
á svipaðan hátt og áður kom fram í Völuspá heiðninnar.
Óðinn og Njáll heyja vonlausa baráttu við upplausnaröfl