Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 8

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 8
6 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ Einn ágætasti forvígismaður F.R.S., Eiríkur heit- inn Magnússon, skrifaði árið 1936: „Róttækir stúdentar finna vel og skilja, að það er verkalýðshreyfingin, sem get- i’.r borið menninguna uppi, skapað skilyrði margfalt hærra menningarlífs. Þeir skilja, að þeir eru máttvana án verka- lýðshreyfingarinnar, allt það góða, sem þá dreymir um og þeir vilja vinna að, er dauðadæmd fásinna, ef það er höggvið úr tengslum við hana, en á hinsvegar skilyrði til glæsilegs vaxtar, þar sem verkalýðshreyfingin vex, þróast og sigrar. Verkalýðshreyfingin er lífsvon róttækra mennta- manna, en þeir eru einnig henni nauðsynlegir." Þetta voru orð Eiríks heitins. Vissulega eru róttækir stúdentar verkalýðshreyfingunni nauðsynlegir, þeir mega ekki slitna úr tengslum við hana, þótt þeir menntist. I komandi átökum milli auðvalds og verkalýðs hafa róttækir stúdentar á hendi þýðingarmikið hlutverk. Það má segja, að í ár, þegar róttækir stúdentar halda hátíðlegt 15 ára amæli sitt, geti hinn vísindalegi sósíalismi haldið hátíðlegt 100 ára afmæli sitt. Ef litið er yfir þróun- arsögu sósíalismans síðast liðin 100 ár, ef pólitískt landa- bréf í dag væri borið saman við annað frá 1848, þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá, hvert stefnir. Frumkvöðlar sósíalismans lyftu blysi frelsis og bræðralags á loft fyrir 100 árum. I dag er birtan af því björt og neistaflugið um allan heim. Hugsjón þeirra um afnám arðráns og kúgunar hefur skotið frjóöngum 1 sál hins vinnandi manns 1 öllum löndum heims. Auðvaldsskipulagið, arðránsskipulagið leik- ur á reiðiskjálfi. Þó eru úrslitaátökin eftir og enn er ei tími til að hvílast. Róttækir stúdentar hafa ríka ástæðu til að gleðjast í dag, er þeir líta yfir liðin 15 ár, en þeir hafa enn ríkari ástæðu til að horfa fram í tímann. Og ég vil nú að lokum minna ykkur á þau tvö málefni, sem víst er um, að róttækir stúdentar þurfa að láta til sín taka á næstunni. Annað er baráttan fyrir uppsögn Keflavíkursamnings- ins. Það var F.R.S. sem fyrst pólitísku félaganna í háskól- anirm krafðist þess, að bandaríski herinn hyrfi á brott af íslandi. Það var fyrir ötullt starf fulltrúa F.R.S í Stúd- entaráði, að útifundir voru haldnir vegna herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna og að ráðizt var í útgáfu blaðsins „Vér mótmælum allir.“ Þjóðin fann að róttækir stúdentar fylktu sér um málstað hennar. Hægri öflin á Alþingi treystust samt til að gera Keflavíkursamninginn 1946, og þar með var Island ekki lengur í tölu fullvalda ríkja, ef fullveldi þjóðar er það, að lög þjóðarinnar gilda á öllu hennar landi og fyrir alla, sem þar dveljast. Við það ástand búum við nú, að vera ekki fullvalda þjóð. Þar að auki er öll þjóðin í geigvænlegri hættu, ef til stríðs kemur, vegna herstöðva Bandaríkjamanna. í þessu máli verða því róttækir stúd- entar enn að herða róðurinn. Þeir þurfa að bindast sam- tökum við öll félög á Islandi, sem vilja vinna að því af alefli, að nauðungarsamningnum verði sagt upp við fyrsta tækifæri. Hitt málið er baráttan fyrir endurheimt handritanna. Það kemur við hjartað í hverjum íslending, að öll hin fornu skinnhandrit þjóðarinnar skuli vera á erlendum bókasöfn- um og gler sýningarskápanna skuli skilja þau að, skinn- handritin og þjóðina, sem skóp þau. Endurheimt handrit- anna getur á næstunni orðið mál dagsins og róttækir stúd- entar hafa þar verk að vinna að sameina alla Islendinga um þá kröfu, að handritin verði flutt aftur til landsins. — ★ — Ég hirði ekki að nefna fleiri mál, en vitaskuld bíða F.R.S. margvísleg verkefni í náinni framtíð, sem það verður að leysa á farsælan og happadrjúgan hátt. Það er engin ástæða til að ætla, að F.R.S. sé ekki vandanum vaxið. Meðalalýsi á leið til indverskra stúdenta Eins og skýrt var frá í síðasta tölublaði Nýja stúdenta- blaðsins barst ísl. stúdentum, fyrir milligöngu Alþjóðlegrar hjálparstofnunar stúdenta (International Student Relief), beiðni frá indverskum stúdentum í Madrasfylki í Indlandi um að þeim yrði sent meðalalýsi sem mundi koma að notum í hinum miklu þrengingum og hungursneyð er þeir ættu við að búa. Fulltrúar Félags róttækra stúdenta í Stúdentaráði fluttu í október í haust tillögu um að verða við þessari málaleitan sem fyrst og var hún samþykkt. Nokkru síðar var öðrum fulltrúa róttækra, Boga Guðmundssyni, falið einróma af ráðinu að annast þetta mál, söfnun lýsisins og sendingu til Indlands. Tókst honum að safna þremur lestum eða 15 tunnum, aflaði útflutningsleyfa og sá um að ókeyp- is flutningur fengist hjá Eimskip til Kaupmannahafnar, en þaðan var það síðan sent, fyrir milligöngu hjálparstofnun- arinnar (I.S.R.) skemmstu leið til Indlands. Vann Bogi Guðmundsson vel og lofsamlega að þessu máli og gerði það er í hans valdi stóð til þess að koma hjálpinni sem skjótast til félaga okkar í Indlandi og það var líka aðalat- riðið. Er þess að vænta að fljótlega berist Stúdentaráði skeyti um það, að lýsið sé komið til viðtakenda heilt í höfn. Við gleðjumst yfir slíkum framgangi málsins, enda ætti það að teljast heiður fyrir stúdenta að hafa brugðizt svo vel við. *

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.