Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 9
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
7
Dr. SIGURÐUR
ÞÓRARINSSON:
TVÆR
LiÓÐÁÞÝÐINGAR
HETJUGRAFIR
(Elmer Diktonius).
Myndastyttur úr marmara og eir:
Vera með vopn í hönd,
deyjandi ungling-ar,
syrgjandi losturland.
Á strætum og torgum með blómabeðum.
Myndir,
sem hreykja sér, æpa, arga
Hetjugrafir! Hetjugral'ir!
Þústur í þöglum skóg,
afskekktar, snævi þaktar,
hvorki steinar, krossar né nöfn,
ekki einu sinni afgirtar,
aðeins nokkrar ókunnar þústur.
En það þýtur, það hvíslar í skóginum,
barkarbrauðsskóginum, tim burskóginum:
Hetjugrafir. Hetjugrafir.
VERKSMIÐJUROÐUR
(Vachel Lindsay).
Verksmiðjurúður eru ávalt brotnar.
Einhverjir jafnan fremja strákapör,
einhverjir sifellt völur bera í vösum.
Verksmiðjurúður sýna þeirra för.
Verksmiðjurúður eru ávalt brotnar,
en aðrar brotnar rúður sjást ei hér.
á kirkjurúður kastar enginn grjóti.
Kann ég ei þetta að skýra fyrir mér.
Verksmiðjurúður eru ávalt brotnar,
eitthvað er grunsamt margt, sem skeður hér.
„Ekki er með felldu allt í Danaveldi".
Endar svo kvæði mitt um rúðugler.
S. Þ. þýddi.
Annað alþjóðlegt skákmót stúdenta var
haldið að tilhlutan I.U.S. dagana 16. til
26. marz s.l. í Briissel. Keppt var í 4 manna
sveitum og var frammistaða ísl. sveitar-
innar, sem skipuð var Guðmundi Pálma-
syni, Þóri Ólafssyni, Jóni Einarssyni og
Guðjóni Sigurkarlssyni, mjög glæsileg.
Urðu þeir 3.—4. ásamt Finnum, og ís-
lenzkum stúdentum til mikils sórna. Hér
er birt skenuntileg skák frá mótinu:
Guðmundur
Teflt á stúdentamótinu í Brússel 16. marz,
1953. 1. umferð.
Hvítt: Þórir Ólafsson. Svart: Gumælius (Svþ.)
Hollenzk vörn.
I. d4, e6; 2. c4, Bb4t 3. Rd2, 15; 4. g3, R1'6;
5. Bg2, 0—0; 6. Rf3, d6; 7. a3, Bxd2; 8. Rxd2,
e5; 9. dxe5, dxe5; 10. 0—0, c6.
Með tilliti til hinnar slæmu staðsetningar
riddarans á d2, hefði verið eðlilegra að leika
10. — e4.
II. Dc2, Be6; 12. Rf3, Dc7.
Ef 12. — e4, þá 13. Hdl og síðan Rd4.
13. b3, h6; 14. Bb2, Rbd7; 15. Hadl, f4?!
Fífldjörf sóknartilraun. Svartur fórnar
tveimur peðum til að ná kóngssókn, en þar
sem hvítur á auðvelt með að ná uppskiptum
á mönnúm, hlýtur hún að misheppnast.
16. gxf4, Rh5.
Ef svartur drepur aftur, exf4, leikur hvítur
Rd4 og síðan Rf5 með yfirburðastöðu.
17. fxe5, Rf4; 18. Hd6, Rc5; 19. Rd4, De7!
20. Rxe6, Rcxe6; 21. e3, Rxg2; 22, Kxg2, Dh4!
23. f4, —
Hvítur má ek(ki drepa riddarann vegna
Dg4f.
23. — Rg5!; 24. Khl, —
Hvítur má auðvitað ekki drepa á g5 vegna
Dg4f og síðan Hxfl mát.
24. — Dh3; 25. Hgl, Dxe3.
Svartur getur ekki leikið riddaranum til f3
vegna Hxg7f.
26. íxg5, Hf2; 27. Dd3, Df4.
Þessi máthótun er síðasta hálmstrá svarts.
Endataflið, sem upp kæmi eftir 27. — Dxd3; 28.
Hxd3, Hxb2 29. gxh6, er einnig alveg vonlaust.
28. Ild8t, Hxd8; 29. Dxd8t, Kf7; 30. e6t, Kg6;
31. gxh6, gefið. (Aths. eftir Þóri Ólafsson).
Jón
Guðjón
Þórir