Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 30

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Side 30
28 i NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ Þrír musterisriddarar. Áður fyrr, svo sem þekkt er úr mannkynssögunni, var nauðsyn- legt að binda fyrir augu og setja jafnvel poka yfir hausana á hestum riddaraliðs til þess að þeir geystust fram í orustunni án tillits til þess sem gerðist i kringum þá eða til hins, sem framundan var. Voru þessir pokar notaðir að tilhlutan yfirherstjórnarinnar, sem hafði sigurinn að markmiði í orustunni en skeytti lítt um menn og skepnur. — Hegðan þriggja dáindismanna í háskólanum í vetur, nefnilega þeirra Ólafs Hauks, Eyjófs K., Magnúsar Ósk- arssonar skapar athyglisverð tengsl og bendir á merkilegan skyld- leika með þeim og reiðfákum riddaraliðanna á miðöldum. Segja má, að settir hafa verið á þremenningana pólitískir liauspokar og þykir oss sú lýsing alveg tæmandi. Þeir eru analfabetistar í þjóðmálum, þeir eru áttaviltir í siðferðismálum og gjörsneyddir allri virðingu fyrir sjálfum sér. Á hinum pólitíska vígvelli háskól- ans geysast þeir áfram á sama hátt og hauspokabræður þeirra á miðöldum en af pólitísku ofstæki þeirra hefur leitt öll þau mis- tök, sem átt hafa sér stað í opinberu lífi háskólastúdenta í vetur, sem hafa stórum rýrt álit stúdenta meðal þjóðarinnar. Þeir standa á bak við yfirheyrslurnar 1. des. og og ritskoðun þá, sem upp var tekin af stúdentaráði í sambandi við hátíðahöldin, þeir standa á bak við tilraunirnar til að koma í veg fyrir sendingu gjafalýsis- ins til Indlands og þeir standa á bak við ofbeldið á almenna stúd- entafundinum um innlenda herinn og ofstækið gagnvart skák- mönnunnum. sem fóru til Brussel. — Þessir þrír piltar eru útvaldir frá Holsteini (yfirherstjórninni) til að innleiða siðleysi Heimdell- ingsins i félagslíf stúdenta. Emil Als, „upplausnarlýðurinn,“ etc. í haust fyrir stúdentaráðskosningarnar birtist einn forkostulegur samsetningur í blaði hinna „lýðræðissinnuðu“„ íhaldsstúdenta, eftir Emil nokkurn Als stud. med.; samsetningur sem orðið hefur oss róttækum fádæma skemmtilegt aðhlátursefni, hvert sinn er nefnt hefur verið. Þó að greinin sé í heild hin merkilegasta er það þó öðru fremur smá klausa sem vér róttækir teljum sannarlega verðskulda að birtist hér í háskólapistli. Oss finnst þar í felast óvenjugóð spegilmynd af sálarástandi og hugarfari þess fyrir- brigðis sem nefnir sig „Vökumann“. Þótt vér viljum helzt ekki gera upp á milli einstakra atriða þessa samsetnings, þá er það samt þessi ógleymanlega klausa sem tekur öðru fram: „Það er ófriður í Kóreu og Indó-Kína, órói í Indlandi Iran og höfuðborg Þýzkalands. Þrátt fyrir það að viðsjár þessar gerast með óskyldum þjóðum á hinum innbyrðis fjarlægustu stöðum eiga þær þó allar á sér sameiginlegt mark. Á þeim ber ábyrgð, beint eða eftir krókaleiðum, upp- lausnarlýður, sem í sumum löndum nefnist kommúnistar og annarsstaðar „þjóðernissinnar", lýður, sem er í öllum lönd- um auðsveipt verkfæri í höndum Moskvumanna. Þeirra manna, sem telja sér skylt að sannfæra mannkynið um ágæti þess, að menn afsali sér frumstæðustu rétitndum sínum, manna, sem telja lýgina lífsnauðsyn, manna, sem hvergi hafa gengið aðra braut til valda en þá blóði drifnu, manna, sem tortryggja foreldra sína og boða háttu frumskógardýranna í stað siðferðikenninga kristindómsins.“ í stuttu máli má segja um þessi skrif hans að þau bera glögg ein- kenni hins mannhaturslega fyrirlitningartóns auðvaldsþjónsins gagnvart frelsisbaráttu undirokaðra; þjónsins sem ekkert skynjar nema auðmjúka þjónustu við þau öfl er kúga vilja lítilmagnann hvenær og hvar sem hann reynir að brjótast úr hlekkjunum. Þann- ig talar þessi læknastúdent með fyrirlitningarhreim um einhvern ,,upplausnarlýð“ í Kóreu, Indó-Kína, Indlandi, Iran og víðar. Og hver er svo þessi „upplausnarlýður“. Jú, það eru örsnauðir bændur Kóreu, kúgað alþýðufólk Indó-Kína, arðrændir og kúgaðir gúmm- ekru- og tinnámuverkamenn á Malaja, sveltandi Indverjar, olíu- verkamenn Irans o. fl. o. f 1., — allt hið snauða fólk heimsins, sem loks er að vakna til meðvitundar um samtakamátt sinn og rísa upp gegn kúgun og arðráni evrópsku og bandarísku heimsveldis- sinnanna sem vilja ekki sleppa þrælatökum sínum af þessu fátæka fólki. Emil Als talar fyrir munn Vökumanna, þegar hann sam- fagnar sigri kúgaranna, það er þeim hlátursefni þegar minnzt er á baráttu umkomulauss fólks hvar sem er í heiminum fyrir mann- sæmandi lífi. Þeirra fögnuður brýzt því betur út sem hægt er að arðræna fátæka Asíubúa meira, því betur sem hægt er að lítil- lækka þá og troða í svaðið; sigurhrós þeirra verður háværara því meir sem örsnautt fólk er brennt lifandi í Kóreu með „vopnum lýðræðisins.“ Allrasíðasta hluta þessarar sérkennilegu klausu læknastúdents- ins er vart hægt að taka sem alvöru. Er manninum ekki sjálfrátt? Það er vandamál hvaða lækningu á að beita í slíku tilfelli, — e. t. v. er hann óforbetranlegur. A. m. k. getum vér róttækir ekki annað en vorkennt manni sem opinberar slíkt sálarástand og hug- arfar. Á framboðsfundi fríðir sveinar. Eitt sinn var hagur Vöku í þvílíkum blóma hér í skólanum, að enginn af frambjóðendum hennar þóttu frambærilegir á fram- boðsfund og þrátt fyrir eindregnar óskir fundarmanna fengust engir þeirra upp í pontuna. — Sá tími er liðinn. Á framboðsfund- inum í haust mættu frambjóðendur Vöku og lásu fyrir fundarmenn það, sem safnazt hafði á blað hjá þeim undanfarnar andvökunætur, en Guðm. Garðarsson og Guðjón Valgeirsson stjórnuðu fagnað- arlátunum. — Samt varð það svo, að aðeins ein ræða vakti at- hygli, en það var ræða hins verðandi formanns, Braga Sigurðsson- ar. Hann tók upp þráðinn, þar sem Jón Pálmi Emilsson sleppti: að svívirða menn úr pontunni, sem ekki áttu þess kost að bera hönd fyrir höfuð þér. Bragi eyddi ræðutíma sínum í að segja fundarmönnum upplogna hengingarsögu frá Raufarhöfn. — Þótti fundarmönnum þetta óviðeigandi sem vonlegt var og varð þeim Guðmundi og Guðjóni lítið ágengt í starfi sínu, er Bragi hafði lokið ræðu sinni. — Varð þetta upphafið en ekki endirinn á afskipum Braga af opinberu lífi stúdenta. Að liafa stjórn á sannfæringuiini! Hér er fiskisaga, sem flaug fyrir á stúdentagörðunum nokkru eftir almenna fundinn. Atkvæðagreiðslan um hina fáránlegu til- lögu Ólafs Hauks var ekki leynileg. Gátu hirðsveinar Heimdallar því vel fylgzt með á hvern hátt stúdentar neyttu atkvæðisréttar síns. Tvær ónafngreindar Vökustúlkur greiddu atkvæði gegn tillögunni og fylltu töluna 70. Magnús kappinn Óskarsson varð þessa atferlis var og sveif að stúlkunum að lokinni atkvæðagreiðsl-

x

Nýja stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.