Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Page 6

Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Page 6
4 NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ Stúdentar, gestir. Elzta stjórnmálafélag Háskólans — F.R.S. — heldur í dag hátíðlegt 15 ára afmæli sitt. Stofnun þessa félags fyrir 15 árum var athyglisverður atburður í lífi íslenzkra há- skólaborgara og markaði þar tímamót. Starfsemi félags- ins í 15 ár hefur ekki síður verið athyglisverð, enda hefur þjóðin að makleikum gefið félaginu gaum. Árið 1933 var kreppuár. Um það bil var fasisminn í upp- siglingu í Evrópu og íslenzkir verkamenn undir oki atvinnu- leysis og höfðu lítil efni á að setja börn sín til mennta. Þá var F.R.S. stofnað. Um tilganginn segir í lögum þess, að félagið vilji styðja og efla hina róttæku hreyfingu í há- skólanum og þjóðfélaginu og vinna að sameiningu hinna róttæku afla í baráttunni gegn íhaldi og fasisma, fyrir at- vinnu, lýðræði og menningu þjóðarinnar. Það er oft, þegar ræða skal orsakir og afleiðingar ýmissa fvrirbrigða í auðvaldsskipulaginu, að hleypidómar koma í stað skynsamlegrar yfirvegunar, áróður í stað röksemda. Þessa hefur verið vart, þegar menn hafa rætt um stofnun F.R.S. Ég hef heyrt hinar fáránlegustu skýringar góðra íhaldsstúdenta á stofnun félagsins, en hér er hvorki staður né stund til að elta ólar við þær. Hins vegar hefur einn af stofnendum félagsins látið þessi orð uppi: Við ætluðum að reyna að koma í veg fyrir það, að börn alþýðumanna yrðu viðskila við sína stétt, þótt þau gengju menntaveginn .... Verkefni okkar í háskólanum var ekki aðeins í því fólgið að treysta samheldni okkar innbyrðis, heldur og jafn- framt í því að kynna efnilegum menntamönnum úr borg- arastéttum sósíalismann og vinna þá til fylgis við hug- sjónir alþýðusamtakanna . . . . “ Þetta voru orð Þorvaldar Þórarinssonar. Sameining verkalýðsins var hin mikla nauðsyn kreppu- INGI R. HELGASON, stud. jur.: Rœðcs flutt á 15 ára afmœlishátíð F.R.S. 1948 ársins 1933. Stúdentar úr verkalýðsstétt við H.l. gátu ekki verið athafnalausir eða látið sig engu skipta hin slæmu kjör verkalýðsins og hina menningarf jandsamlegu baráttu ísl. yfirstéttarinnar. Þeir 17 stúdentar, sem stofnuðu F.R.S. þetta ár, vildu sameina öll vinstri öfl inrtan háskólans og utan til baráttu gegn nazisma og yfirstétt Islands. í F.R.S. sameinuðust í fyrsta skipti öll vinstri öfl innan veggja Háskólans. Róttækir stúdentar vonuðu, að samskonar sam- vinna tækist með vinstri öflum alls þjóðfélagsins, þeir sáu í hendi sér styrkleika slíkrar fylkingar. Einn formaður fé- lagsins, Ólafur Jóhannesson prófessor, sagði 1936: „Við eigum eflaust að vinna að því, að efla samvinnu og skilning milli allra hinna vinstri flokka í landinu. Við eigum að vinna að því í framtíðinni, að þeir geti unnið saman, og ef til vill runnið saman í eina heild. Sú heild á að rótfesta sjálfstæðið og leiða þjóðina til draumalandsins." Því miður hefur sú vinstrisamvinna ekki tekizt ennþá, og jafnvel róttækir stúdentar ekki sjálfir borið gæfu til að standa sameinaðir, því að bæði Alþýðuflokksmenn og Framsóknar- menn hafa sagt sig úr lögum F.R.S. Ennþá er íslenzkur verkalýður ekki búinn að bíta úr nálinni með þessa sundr- ung vinstri afla þjóðfélagsins. F.R.S. vinnur þó að sam- einingu vinstri aflanna innan Háskólans og væri vonandi, að hún tækist fyrr en seinna. Ég ætla ekki að ræða nánar hinn beina aðdraganda að stofnun F.R.S. — því máli hafa verið gerð góð skil í afmæl- isblaðinu — né heldur ætla ég að segj,a sögu félagsins. Hitt vildi ég gera, drepa stuttlega á fáein atriði er snerta menn- ingu íslenzku þjóðarinnar og afstöðu yfirstéttarinnar og verkalýðsstéttarinnar til aukins menningarlífs og meiri þekkingar. — ★ —

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.