Nýja stúdentablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 5
NÝJA STÚDENTABLAÐIÐ
3
Af mælisk veðj wr
Nýja stúdentablaðið hóf gongu sína fyrir 20 árum, fregar
nazisminn var að festa sig t sessi á Þýzkalandi, og áhangendur
hans þar og annarstaðar voru að hefja áróðurinn til undirbúnings
styrjöldinni 1939.
Aróðurinn þá miðaði að þvi að ginna almenning inni hug-
myndaheim, sem átti nauðalitið skylt við hinn ytri félagslega
veruleika og var gjörsamlega andstœður raunverulegum hags-
munum og óskum allra siðaðra manna. Tiigangurinn var að
undirbúa afturhvarf frá allri menningarlegri þróun, að brjóta með
ofbeldi félagsleg og stjórnmálaleg samtök alþýðuhreyfingarinnar,
— en þó fyrst og siðast að œsa til styrjaldarinnar.
Þetta lá i augum uppi þegar árið 1933, EF MENN HUGS-
[JÐU UM ÞAÐ. Allt of margir létu þá áróðursmennina ,.hugsa'
fyrir sig og árangurinn varð eftir þvi. Evrópa beit á agnið en varð
síðar að þola geigvœnlega refsingu fyrir ,,hugsunarleysi" sitt.
Lóngu eftir að ytri sárin eftir nazismann og styrjöld hans verða
gróin, mun hinn óttalegi skuggi af skipulögðum glœpaverkum
þessara ára hvíla eins og mara á samvizku og menningu Vestur-
Evrópu þjóðanna.
Nú er hafinn áróður á ný. Enn heimta blöð og útvarp að
hugsa fyrir okkur öll. Enn taka fáeinir ritstjórar og flokksfor-
ingjar sér fyrir hendur að ráða þvi upp á sitt eindœmi hvað menn
eiga að hugsa. Enn œtla óvaldir blaðasnápar að segja jafnvel
mikilhœfustu menntamönnum okkar fyrir um hvernig þeir eigi
að skrifa. Enn er búið að setja upp ,,standard“-túlkun á óllum
stjórnmálaatburðum samtiðarinnar. Enn er stefnt að styrjöld.
Það er tœplega álitamál, að það ástand, sem áróðurinn reynir
nú að skapa stefnir þjóðerni voru og menningarlegu sjálfstceði
i rneiri bœttu en nokkru sinni i sógunni hefir steðjað að. Nú tala
stórveldin um að ,sameina Evrópu", sem mundi hafa það i för
með sér, að ísland yrði fylki i evrópsku samríki. Stórveldin
prédika, að smárikin verði að ,,slaka á fullveldi sinu" og ganga
t ..bandalög" við sig. Allfjólmennt erlent herlið situr nú hér á
landi til langs tima og ráðagerðir heyrast um aukin umsvif af
þcss hálfu. Við erum þcgar aðilar að hcrnaðarbandalagi stórvelda.
Hinn opinberi áróður segir að visu, að fullveldi okkar sé bezt
borgið, þegar aðrir eigi það með okkur, að friðurinn sé bezt tryggð-
ur með vigbúnaðarkapphlaupi og að ef til styrjaldar komi sé
okkur bezt borgið með þátttóku i benni.
Er allur þorri stúdenta sammála?
Areiðanlega eru ekki margir meðal þeirra, sem í hreinskilni
°g alvóru trúa á svona kenningar eða álita, þegar þeir hugsa
sjalfir að hin botnlausa áróðursþvœla um Rússa, Kinverja eða
Tékka geti komið i stað umhugsunar og fyrirhyggju um íslenzk
þjóðmál og verndun islenzks sjálfstæðis á hættustund.
Hinar þrotlausu múgcesingar, sem nú er kynt undir, eru að
otsu svo fávislegar, að vitiborið fólk leggur naumast trúnað á
þcer til lengdar. Þróunin, sem áróðurinn á að dylja, er hinsvegar
svo geigvœnleg, að það er óumflýjanlegt að reyna að átta sig á
henni NÚ.
fiá dr. Bimi Sigurðssyni- lækni og Gunnari I.
Corfes, lækni
Það er hæfileg afmælisósk til málgagns, sem stúdentar gefa
út, að það glati aldrei rósemi sinni né hlutlægu mati á hinni eigin-
legu þörf þjóðar okkar — á staðreyndunum bak við áróðurinn —
hversu ógnandi sem háreistin umhverfis kann að vera. Og
að það bresti aldrei kjark.
Björn SigurSsson.
Það var að ýmsu leyti cerið sundurleitur hópur sem stóð að
Nýja stúdentablaðinu fyrstu árin sem það kom út. En þessir ungu
stúdentar höfðu hrifizt með af rísandi báru frjálslyndis gegn
framsókn afturhalds og fasisma hvarvetna um heim og héldu af
eldmóði uppi merki frjálsrar hugsunar innan háskólans. Nýja
stúdentablaðið mótaðist þau árin, eins og reyndar æ síðan, af
viðhorfi róttœkra stúdenta til þeirra mála, sem efst voru a baugi
hverju sinni og hefur alltaf átt völ á skeleggum baráttumönnum
og ekki leitt hjá sér að taka afstöðu til mála, sem valdið hafa styrr
á erlendum eða innlendum vettvangi eða líkleg hafa verið til þess
að hafa áhrif ái gang mála t okkar litla þjóðfélagi.
Þess er að vœnta að Nýja stúdentablaðið láti ekki bilbug á sér
finna núna á þessum e. t .v. órlögrikustu timum sem íslenzka
þjóðin hefur lifað, þegar baráttan um tilveru íslendinga nálgast
hámarkið. Ungir stúdentar hafa oft reynzt furðu glöggskyggnir
og raunsœir, enda engu háðir öðru en sinni eigin samvizku, lausir
við flokksviðjar og ógjarnir á að láta ánetjast i ófyrirleitinn áróður.
Þeim er vorkunnarlaust að sjá i gegnum það moldviðri blekkinga,
sem þyrlað er upp i sjálfstæðismáli þjóðarinnar. Öðru máli gegnir
um allan þorra almennings, sem á bágt með að sætta sig við þá
hugsun, að fulltrúar hans umgangist sannleikann með léttúð og
skelli skollaeyrum við staðreyndum.
Það er ogæfa Islendinga að eiga skammsýna forystumenn þegar
mest á reynir, menn sem virðast steinblindir á þcer hættur, sem
yfir þjóðinni vofa, opna landið erlendu herveldi og horfa á það
leggja undir sig meira og meira af íslenzkri jörð, án þcss að sjá
það, eru vottar að því hvernig erlend áhrif grafa um sig og tslenzk
sereinkenni, islenzk menning, verður að lúta i lægra haldi, —
og skynja það ekki. Af þessum mönnum ætti að mega vænta
meiri varkárni i viðskiptum við stórveldi en þeir hafa sýnt, og
sagan ætti að hafa blásið þeim í brjóst eðlilegri tortryggni gegn
þeim, sem ásælast land þeirra.
Mér rennur til rifja niðurlæging þeirra.
Það er harmsaga íslendinga, að þeir hafa varla lokið langri sjálf-
stæðisbaráttu er þeir verða á ný að skera upp herör til varnar ný-
fengnu sjálfstæði fyrir erlendu herveldi og — innlendum land-
stjórnarmónnum.
Það er afmælisósk mtn til Félags róttækra stúdenta og Nýja
slúdentablaðsins, að þau megi leggja sinn drjúga skerf til þeirr-
ar baráttu og að giftusamlega megi takast, því að nú er teflt um
fjöregg islenzku þjóðarinnar.
Gunnar J. Cortes.