Hlín - 01.01.1934, Page 98
96
Hlín
Þessi norska bók kom út árið 1932. Höfundar og
útgefendur eru tvær af forgöngukonum Norðmanna.
Þær hafa báðar verið forstöðukonur húsmæðraskóla
um mörg ár. Nú hefur Dina Larsen yfirumsjón með
öllum húsmæðraskólum í landinu.
Konur þessar hafa gengist fyrir því að safna sam-
an í eina heikl eldri og yngri norskum mataruppskrift-
um ásamt frásögn um venjur og siði í brúðkaupsveisl-
um og öðrum fagnaði í sveitum og hjeruðum Noregs.
Konurnar segja meðal annars í formála bókarinnar:
»Tilgangurinn með þessari bók er fyrst og fremst
sá, að bjarga gömltim, norskum matartilbúningi frá
glötun og gleymslm. Matargerð þjóðarinnar hefur smá-
saman gegnum aldaraðir orðið norsk, bragðið og
framleiðslan norsk, og matarefnin norsk. Margt bend-
ir á að þessa gamaldags matreiðslu eigi að nota meira
enn í dag en gert er. Efnahagur þjóðarinnar heimtar
það, að svo mikið af innlendum efnum sé notað í mat-
inn sem mögulegt er, og læknarnir benda á, að gamla
norska matargerðin hafi margt sjer til ágætis, t. d.
viðvíkjandi brauömat og mjólkurmat. Víða eru gaml-
ir, norskir rjettir enn á borð bornir og í heiðri hafðir.
Húsmæður ættu því að hafa bæði gaman og gagn af
þessum uppskriftum, ekki síst ungar húsmæður. Vjer
vonum einnig, að bókin geti orðið handbók fyrir
kenslukonur í húsmæðraskólum og á námsskeiðum. Á
þann hátt mun bókin verða leiðarvísir í sögu þjóðar-
innar um mataræði og venjur og auka samúð og virð-
ingu fyrir norskum- mat«.
Þetta eru þá að mestu orð norsku merkiskvennanna,
sem gengist hafa fyrir að safna gögnum til þessarar
bókar og koma henni út.
Jeg geri ráð fyrir að margir íslendingar hafi svip-
aðar skoðanir á þessum efnum hvað íslenska matar-
gerð snertir. Við eigum ýmsar góðar heimildir um