Dvöl - 01.07.1937, Page 31

Dvöl - 01.07.1937, Page 31
D V ö L 229 Lífill salmur um Björnson Huga þíns miklu haukar hófu siii vængjablak. Þá fór nu sól yfii' sali, sól yfir veggi og þak. Þá var nú sumar í sveifum, söngur í hverjum meið, sól yfir öllum sundum á suður- og norðurleió. Djúpt inn í harmsorta hjartans heyrði þann vængjadyn mjúkan af söknuði og samúð í sorg eftir horfinn vin. Þrunginn af skilning og þrótti þaut hann sem vorsins lag. Barnshugans langferðalöngun lyfti hann nóft og dag. Hátt yfir mínu höfði heyrði eg hinn sterka gný, sá hvernig sófarbrimið sundraðist rastir í. Sat ég sveinstauli lítill í söknuði mínum og þrá. — Mínum saklausu sýnum segi ég engum frá. Og enn væri þörf á þínum þrekmikla vœngjasúg að anda bjarfsýni og ástúð yfir ráðvilltan múg. — En þá er það tregans torrek, sem talar við eyra mér hljótt: Nú eru hugans haukar horfnir — og komin nótt. Mér er svo brennt í minnið, sem minning um hamingjuseið, að mér varst þú eitt sinn, sem öðrum, eldviti á hversdagsleið. Flugdynur hugans hauka hóf mig af dimmri strönd út yfir öngvegi harmsins inn yfir birtunnar lönd. Guðmundur Böðvarsson

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.