Dvöl - 01.07.1937, Page 37

Dvöl - 01.07.1937, Page 37
D V ö L 235 en segðu m hvers vegna hefir þetta ekki verið gert?“ „Það myndi kosta tíu rúpíur,“ tautaði Balbud. „Við höfum þegar tíu þumlunga langan nagla, en hinn heilagi maður — fórnandinn — heimtar að minnsta kosti tíu rúpíur, og við erum fátækir, við höfum ekki svo mikil auðæfi.“ McGregor reis úr sæti sínu og fór inn í tjald sitt. Eftir litla stund kom hann aftur og rétti Balbud hönd sína og sagði: „Hér eru tólf rúpíur, sjáðu um, að allt sé gert réttilega; þegar ég hefi lokið við eldinn þarna vestur- frá, mun ég koma til baka og sjá, hvernig þetta hefir gengið til.“ Balbud hneigði sig næstum til jarðar. „Herra,“ sagði hann og rödd hans titraði af gleði, „þá mun þetta allt verða búið. Heimili okk- ar munu standa opin, til þess að bjóða yður velkominn, og þá verð- ur enginn ótti og skelfing ríkjandi. Þá mun hinn bölvaði óvinur verða dauður.“ McGregor sat lengi fyrir fram- an tjald sitt, eftir að Balbud gamli var farinn, og reykti ánægjulega. Það var einkennilegt, hugsaði hann, að goðsögnin um Chedipee hafði rifjazt upp hér. Það var dul- arfull hjátrú, sem hann hafði tvisvar áður heyrt um í mjög f jar- lægu héraði. Það var samt auð- séð, að Balbud og samborgarar hans trúðu því eindregið. Og úr því að h nni f járhagslegu hindrun ha'fði verið rutt úr vegi, var áreið- anlegt, að Balbud myndi fara með spannarlangan nagla til einhvers heilags manns, sem fremdi ein- hverja mjög einkennilega helgiat- höfn. Þá myndi verða farið með naglann til þess staðar, þar sem álitið var að Chedipee fæli sig á daginn og myndi hann verða rek- inn inn í næsta tré. Þetta myndi koma tvennu í framkvæmd: kjaft- ur tígrisdýrsins myndi lokast af nagla, eftirmynd hins, sem sam- tímis myndi verða rekinn gegnum skolta þess, og Chedipee yrði hindruð í því að koma fram úr bú- stað sínum, til þess að bjarga tígr- isdýrinu. McGregor fann skyndilega til meðaumkunar. Það virtist næstum , grimmúðugur leikur, sem hann var að leika. Að láta sem hann tryði þessum fjarstæðu, indversku töfr- um, aðeins til þess að halda vesl- ings fólkinu kyrru í Rangapoor, þangað til hann kæmi til baka og gæti til lykta leitt baráttuna við mannætuna. En ef Rangapoor væri yfirgefin, myndi tígrisdýrið ein- ungis beina athygli sinni að öðru þorpi í grenndinni. Annars gat það vel verið ómaksins vert að láta Balbud framkvæma áform sitt; það komu stundum einkennileg at- vik fyrir í Indlandi. Það var tveim vikum síðar, að McGregor setti aftur upp tjald sitt í trjálundinum vestan til í þorpinu. Hann hafði ómögulega getað kom- ið fyrr. Eldurinn vestur í fjöllun-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.