Dvöl - 01.07.1937, Qupperneq 46

Dvöl - 01.07.1937, Qupperneq 46
244 D V ö L N ý j a r ú m i ð Eftir Otto Rönbæk Hamingjusamur var ívar Pétur Hansen ekki. Þegar maður er ham- ingjusamur, þá situr maður á rúm- stokknum á morgnana og blístrar/ á meðan maður klæðir sig í nær- buxurnar, en það gerði I. P. Han- sen aldrei. Hann fór alltaf á fæt- ur á sama tíma, þvoði sér, rakaði sig, drakk morgunkaffið, leit í blöðin, og opnaði svo verzlunina á vissri mínútu. Og þegar konan hans hafði „tekið til“ í íbúðinni, fór hún niður til hans, og svo af- greiddu þau viðskiptavinina hægt og rólega, samtímis því sem þau töluðu hægt og rólega hvert við annað, eins og vera ber hjá hjón- um, sem eiga arðsama verzlun. Hr. og frú Hansen báru ,engar sorgir né áhyggjur, líf þeirra „rann“ áfram hægt og rólega, ekki eins og tær lækur, eins og það er kallað á skáldamáli, heldur eins og vatnsbuna úr krana bæjarleiðsl- unnar, — við skulum halda okkur við veruleikann, — I. P. Hansen og hans kona höfðu engan áhuga fyrir skáldskap eða slíkum grill- um. Þegar I. P. Hansen og kona hans á vordegi gengu út í skóg, þar sem allt ómaði af vorhljómum, þröst- urinn söng og fuglarnir kvökuðu vorinu til dýrðar, þá sagði Han- sen, eða kona hans: — „Það er gott veður í dag,“ og með þeim orðuip meintu þau nákvæmlega það sama, sem mörg skáld, eink- um þau yngri, geta skrifað um heila bók. I. P. Hansen borgaði vörur sín- ar við móttöku, bæjargjöldin á gjalddaga, og skattskýrsluna fyllti hann út á réttum tíma. I. P. Hansen var ekki eins og sumir menn, sem annan daginn ætla að rifna af lífsgleði, en eru hinn daginn úldnir og örvinglaðir. I. P. Hansen var alltaf eins, jafnvel líka þegar wienarbrauðin báru á góma. I. P. Hansen fyrirleit wienar- brauð; hvenær sem hann byrjaði á því, og hversvegna hann gerði það, er ekki hægt að segja, ekki fremur en hægt er að segja um það, livenær frú Hansen tók upp á þeim sið, að hafa „napóleonskök- ur“ með eftirmiðdagskaffinu. — Það ætti að banna bökurun- um að búa til wienarbrauð, var Hansen vanur að segja, því að wienarbrauð er hið ómeltanlegasta, sem til er, þau eru miklu verri en allt annað, það er ekkert eins ó- meltanlegt eins og wienarbrauð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.