Dvöl - 01.10.1938, Side 5

Dvöl - 01.10.1938, Side 5
D V ö L 543 hvorki á pappírnum néannarsstað- ar. Bara nöldra og nöldra, kvarta og kvarta, og ekki hafði hún held- ur hugrekki til þess að kvarta upp í opið geðið á heiðarlegum manni. Nei, það var mú öðru nær. Einu sinni þegar tilfinningarnar höfðu orðið honum um megn og hann gengið helzt til langt — rifið of- urlítið skarð upp í treyjuna henn- ar — þá nældi hún það saman og lét sem ekkert væri, bara sat og horfði á hann með aulalegt brosið á vörunum. Svei því öllu saman; en ef hún hefði rokið upp og sagt hionum til syndanna og kannske rekið honum utan undir — ja, þá var öðru máli að gegna, þá gat hver ærlegur karlmaður hróp- að upp, skellihlegið, tekið elsku litla varginn sinn í faðminn og kysst hana og kjassað, þangað til hún var orðin góð. Opinská og hreinleg barátta, ef baráttu þurfti annars með, og eldheitar ástríð- ur til móts við hans eigin — þann- ig vildi hann hafa konuna. Hann þráði dálitla misklíð, svona öðru hvoru, hann skyldi glaður láta undan síga fyrir þeirri konu; sem vissi, hvað hún vildi, og léti það í ljós, en til hvers var að beita ofsa og ástríðu gegn þeirri sauðkindarlegu undanlátssemi, sem aldrei lagðii út í baráttu eða setti sig upp á móti nokkrum sköpuð- um hlut? Nei, aldrei neitt slíkt að honum viðstöddum, en svo var jagazt bréflega út af öllu síðar tneir. „Ég býst við, að það sé elcki nema eðlilegt, að þú getir ekki borið virðingu fyrir mér eða kom- ið frarn við mig eins og koma á fram við virðingarverða stúlku, ég stend þér svo miklu neðar. En ég hefi gefið þér of mikið, það er á- reiðanlegt, og þetta eru launin, að þú kemur fram við mig eins og götudrós“. Hvað vissi hún um götudrósir? Hún ætti skilið, að —. Innantómt orðagjálfur, það varallt og sumt, blaður og innantómt orðagjálfur. Hann var nú með rétt eitt af þessum bréfum í hendinni núna. Hann slétti úr hrukkunum á sam- anbrotnu blaðinu, án þess að hægja gönguna. Svitinn úr lófa hans hafði komizt að blekinu og gert klessur í bréfið á stöku stað. Gerði ekkert til — það var ekki til þess að lcsa þetta góðgæti oft- ar en einu sinni. Pað sama upp aftur og aftur, kvarta um þetta og hitt og hitt; en nú var nóg komið af svo; góðu. Já, sannarlega meira en nóg. Áður hafði hann aldrei hitt hana sama daginn eða skömmu eftir að bréfin komu frá henni, en þegar þau hittust, var honum farin að renna reiðin, og þar við bættist svo, að aðdráttar- afl hennar tók hug hans allan. Pegar hann sá hana, gufaði gremj- an upp, eins og dögg fyrir sólu, en um æðar lians læsti sig sú kynjaglóð, sem aldrei lét á sér standa í návist hennar. Honum gramdist þessi hiti, hann hataði og barðist gegn hinni ástríðufullu

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.