Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 6

Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 6
244 Ð V ö L ást sinni til hennar, vegna þess að hann sá sjálfur það, sem móðir hans hafði hvað eftir annað brýnt fyrir honum, að Daisy og hann ættu ekki vel saman, og að svona ást gæti aldrei blessazt. Samt elsk- aði Daisy hann, og — þegar hún yar í faðmi hans — elskaði hann hana líkav í hvert skipti sem hann sá hana, dofnaði yfir efasemdun- um, en það var aðeins stundar- friður, því að þær gerðu að nýju vart við sig, eins og litlar nagandi nöðrur, þegar fyrsta hæðin eða lautin fól hana sjónum hans. En nú var öðru máli að gegna. Nú skyldi slíkt ekki endurtaka sig. Petta átti að verða í síðasta sinn. Það vildi svo vel til, að þegar hann fékk bréfið hennar, var ekk- ert hægt að gera niðri við skýli fyrri en timburhlassið kæmi, sem von vari á undir kvöldið; og hann hafði rokið af stað í fyrsta hita reiðinnar til þess að hitta hana og gera upp reikningana. Þannig þrammaði hann nú yfir þungfæra heiðina, og svitinn streymdi niður lendar hans, en yfir honum hékk skýjaður himinn, álíka þrútinn og hann sjálfur og þungur eins iOg hans eigið skap. Þó var öllu held- ur eins og allt umhverfis hann lagaði sig eftir gremju hans. Jafn- vel á hinni erfiðu göngu gaf hann sér tíma til þess að veita sinni eig- in persónu ofurlitla athygli, dást að því, hve reiði sín væri nú á- kveðin og staðföst, þótt hún bloss- aði venjulega upp eins og funi og lognaðist svo óðar út af aftur, eins og fyrsti gróðurinn, sem skýtur upp kollinum í marz. En nú var eins og hrjúfur, skýþung- ur himininn slægi eldinum jafn- óðum niður í hann aftur, eldi, sem fæddi af sér nýja loga. Frá veginum, sem lá nú röskar tvær mílur að baki honum, heyrð- ist ganghljóð í bíl. Hljóðhornið var þeytt í ákafa, ef til vill til þess að fæla burtu hest, sem rölti í hægðum sínum eftir veginum. Hann undraðist, hve greinilega honum barst til eyrna hið sér- kennilega hljóð, þegar bíllinn skipti um gíri á Merivale-hæðinni, og leit því upp ogj í kringum sig. Sól- in var því nær hulin, Ioftið var bleikt og ógagnsætt eins og leð- ur, og svört, turnlaga ský gnæfðu yfir dalnum. Jæja — látum hann þá rigna. Bara betra. Yfir næstu hæð og hánn sæi heim til hennar. Það fór nú að stytt- ast. Hann þrammaði vonzkulega þenna síðasta spöl, og nú var ekki nema einnar mínútu gangur eftir. Nú bar höfuð hans hærra en efsta hluta hæðarinnar. Þarna — þarna var hún — þetta — þetta erki- fífl — að hengja föt til þerris. Og þrumuveður alveg á næstu grös- um. Mikill bölvaður hálfviti. Hvenær skyldi hún koma auga á hann? Hann stikaði hljóðlaust yfir svæðið milli þeirra til þess að komast eins nálægt henni og unnt væri, áður en hún yrði hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.