Dvöl - 01.10.1938, Side 13

Dvöl - 01.10.1938, Side 13
D V Ö L 251 farir þrumunnar, kúrði Dave sig niður í óblandinni máttvana skelf- tngu. Regnið larndi jafnt og þétt á andliti hans, eins og einhverjir stríðnisfullir púkar væru að löðr- unga hann með því að skvetta vatni úr fötu framan í hann. Það var ekki til, það gat ekki verið til svona mikil rigning. Þetta var fljót, sem hann hafði fallið í, straumþungt fljót. Guð minn al- máttugur, hann myndi drukkna. Hengdu höfuðið niður, annars drukknarðu. Regn. Hvítur, blikandi, öskrandi regnveggur, sem byrgði fyrir alla útsýn. Jafnvel hinni látlausu röð eldinga veittist fullerfitt að brjót- ast gegnum þenna vegg, og drun- ur þrumunnar greindust tæplega frá hinum jafna, þunga dyn vatns- ins, þegar það steyptist niður. AUt í einu hætti að rigna, en þó heyrði David enn niðinn frá rigningunni í skógunum fyrir neð- au. Áður en hann vissi af, var hann farinn að skríða á fjórum fótum í skjól við dálítinn þéttvax- inn runna. Þetta var betra. Hann reis hægt og varfærnislega á fætur og stóð að síðustu upprétiur, en átti fullt í fangi með að bera uppi þunga gegnvotra klæðanna. Jæja, rign- inguna hafði stytt upp í bili. Samt var ekki öllu lokið enn, það var bersýnilegt. Það mátti næstum skrifa með krít á loftið, svo dökkt var það. Auðvitað, eldingin skrif- aði á loftið, var það ekki? Auð- vitað. Hún var krítin. Skrítið, að honum skyldi detta þetta í hug. Honum hafði aldrei dottið neitt þessu líkt í hug fyrr. Ennþá jókst sortinn, og skyndi- lega varð allt ein hræðileg ógn- andi birta; og David sá í einu andartaki, hvernig tré, sem stóð sk'ammt fríá honum, stóð í Ijós- um loga, svo að lýsti af hverri einustu grein og kvisti, eins og úi skíru silfri væri. Svo steyptist það hægt og hægt áfram iog hneig til jarðíar. í sama bili féll hann nið- ur í hið myrka hyldýpi meðvit- undarleysisins. Marglitir flugeldar þutu hundr- uðum saman upp frá einum og sama stað, liðu um loftið og mynduðu stóra ljósboga. Það heyrðist frá þeim einskonar þytur eða suða, mm-m, mm-m. Þeir drógu blóðið upp í höfuðið á manni; já, þeir drógu blóðið áreið- anlega upp í höfuðið, allt blóðið á einn lítinn blett í höfðinu. Það er óbærilega sárt, slæmt ,að verða fyrir þVí, bráðum klofnar höfuðið App-fiss-ss-ss! Nú klofnaði það. þetta eru blóðsletturnar, sem hann fékk framan í sig. Nei, þetta ei kált, en blóðsletturnar mynduvera heitar, eða ætli það ekki, jú, auð- vitað. Þetta eru regndropar, kald- ir regndropar. Óveðrinu er þá ekki slotað, nei, en það hefir lieldui dregið úr því, það rignir ekki eins mikið og áður, þetta regn fellui ekki eins ört, því að hann liggui upp í loft, og ef regnið væri eins

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.