Dvöl - 01.10.1938, Síða 16

Dvöl - 01.10.1938, Síða 16
254 D V Ö L þegar hún var komin að stiganum, sem lá upp á loftið, „Daisy, ég var úti í öllu óveðrinu. Ég var nærri drukknaður. . . . Ég sá eldingu slá niður í tré skammt frá mér, Daisy“. Hún leit um öxl sér til hans. „Já“, sagði hún; „þetta var hræðilegt óveður, var það ekki?“ Þegar hann var orðinn einn, fannst honum hann yfirkominn og máttvana, og hann starði sljóvum augum inn í eldinn. Ö- veðrið hafði sópað allri gremju burt úr huga hans og í raun og veru ásamt henni öllum öðrum tilfinningum, sem annars áttu þar heima. Hann hugsaði fátt, nema helzt það, að hann yrði að gera Daisy skiljanlega iðrun sína og samvizkubit. Hversvegna vildi hún ekki skilja það undir eins? Hann var of þreyttur til þess að geta gert sér nokkra grein fyrir því. Jæja, en hún var nú samt heil á húfi, guði sé lof, og það var fyr- ir mestu. Já, guði sé Lof fyrir það. Hann var þó ekki morðingi, þrátt fyrir allt. Hann heyrði, að hún gekk um uppi á loftinu og sá hana koma niður stigann, fyrst komu fætur hennar og fótleggir í ljós, þvínæst fataböggull, og allra síðast köm andlit hennar, rjótt af áreynslu, og bnosti til hans. „Hérna eru fötin, elsku Davey. Þau eru af honum pabba. Hann hefir komizt í skjól niður við Merivale, það er ég viss um. Hann litur í kringum sig og gætir sín, gamli maðurinn, betur en hami Davey minn“. Hann greip um handlegg henn- arogmælti, næstumi í örvæntingu. „Daisy, hlustaðu á mig. Ég var úti í óveðrinu — þú getur ekki hugsað þér, hversu ægilegt það var; ég féll til jarðar, Daisy, var nærri drukknaður, og rétt hjá mér var tré, sem varð fyrir eldingu og valt um koll“. „Jæja, veslings Davey minn.var það. Farðu nú að flýta þér að losna við blautu fötin þín“. og ... taktu eftir, Daisy . . . þegar mér varð ljóst, að guð hafði þyrmt mér, þá greip mig ó- stjórnlegur ótti um það, að þú lægirl úti í öllu óveðrinu, dáin, og að ef1 til vill hefði ég drepið þig, Daisy . . Það var ekki til neins. Hún hlustaði ekki nema að hálfu leyti. Hún horfði þvert yfir gólfið, á stóra eikarborðið úli við þilið. „Vitleysa“, sagði hún og snéri sér brosandi að honum. „Ég var kömin inn löngu áður en óveðrið skall á. Ég fór beina leið heim og tók inn þvottinn. Svona, elskan mín, flýttu þér nú, og þegar þú ert bú- inn að; skipta um föt, skal ég gefa þér eitthvað hressandi að drekka, svo að þér verði ekki mikið um volkið". Hún áminnti hann enn einusinni um að flýta sérog var þegar farin. Nú, jæja þá . . . hún myndi ekki skilja þetta, aldrei skilja það. Hvað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.