Dvöl - 01.10.1938, Page 17

Dvöl - 01.10.1938, Page 17
D V ö L '255 hana snerti, þá hafði ótti hans verið með öllu ástæðulaus. Samt hafði hann farið illa með hana, því var ekki hægt að neita. Hann varð að sýna henni meiri ástúð Dg meiri skilning í framtíðinni. Ef til vill átti engin kona meira ímynd- unarafl e,n þetta; ef til vill vioru þær allar jafn-fúsar til þess að þola miskunnarleysi, jafnvel líkamlegt ofbeldi, af þeim manni, sem þær elskuðu. Ef til vill — L. A. 6. Höfundur framanskráörar sögu er meöal hinna þekktustu í yngri skálda- kynslóö Bretlands. Til þeirra yngstu telst hann ekki lengur, þar sem hann er maður kominn yfir fertugt og fjöl- margir landar hans, sem yngri eru að árum. hafa þegar hlotið viður- kenningu fyrir ritverk sín. I.eonard Alfred Qeorge Strong er fæddur i Englandi árið 1896, írskur í aðra ætt og hálf-írskur í hina. Hann hefir dvalið langvistum meðal almenn- ings til sjávar og sveita í báðum ættlöndum sínum, Englandi og Irlandi, og sækjr hann yrkisefni sín oftast í lif og starf þessa fólks. Hann fjallar af miklum kunnugleik um hugi mann- anna og náttúru landsins, þar sem sögur hans gerast, enda segist hon- um sjálfum svo frá, að þetta tvennt sé hvort öðru nátengdara en flestir vilji vera láta. Fyrjr fjórum árum birtist i brezku tímariti grein eftir Edward J. O’Brien, en hann er sá maður, sem tvímæla- laust hefir hezta aðstöðu til þess að Honum var fyllilega ljóst, þeg- ar hanri reis á fætur og lét gegn- vot fötin falla þungt af líkama sínum niður á gólfið, að þrátt fyr- ir það, þótt óveðrið hefði skölað burt heijarþungri byrði af beiskju og misskilningi, þá var vandamálið viðvíkjandi Daisy enn hverginærri leyst. pórarinn Guðnason þýddi. STRONO dæma um enskar smásögur, þar sem hann hefir nú um margra ára skeið valið af hinni mestu vandvirkni og séð um útgáfu á beztu smásögum, sem árlega eru ritaðar á enska tungu báðumegin Atlantshafsins. 1 þessari grein telur hann upp þá sex enska sinásagnahöfunda, sem komið hafi fram eftir 1914 og líklegastir séu til þess að verða lesnir næstu 50 árin. — Þrír þessara manna eru nú dánir, segir O’Bricn, en af þeim, sem eftir lifa. ber einkum að nefna tvo, þá L. A. G. Strong og H. E. Bates, sem báðir virðast eiga mjög glæsilega framtíð fyrir sér á þessu sviði. — Bates er niu árum yngri en Strong, en þrátt fyrir það er hann fyrir löngu viðurkenndur og sögur hans geysimik- ið lesnar, Þess má geta, að Dvöl hefir i hyggju að birta einnig sögu eftir hann áður langt líður. Auk smásagnanna hefir L. A. O. Strong ritað margar stærri sögur og ort fjölda kvæða. Þ. G.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.