Dvöl - 01.10.1938, Side 18

Dvöl - 01.10.1938, Side 18
256 D V ö L GUÐMUNDUR FRÍMANN : Um valkðsf rósanna — Nú fækkar óðfluga sumarsins sólskins dögum. Syrtir um fjöllin, nóttin er kvíðalöng. Og angist í lindanna ljóðum og brögum, og logsár þjáning í stormsins söng. Og horfinn er engjanna blómi, myrkvuð er mörkin, moldin er svöl eftir hauststormsins jötunseið. . . . Og lostin skelfingu’ er skógarbjörkin, er skýldi’ okkur bezt, þegar mest á reið. Og allt er horfið og myrkustu moldum vafið, sem minnir á sumarsins brúðarför. Stormur og regn hafa griðastað okkar grafið — þau gefa heiminum tvíræð svör. Og tvö eru horfin af hríslunni fangamerki, þau hlýddu hverfleikans raust, og máðust af birkiberki — bæði að eilífu — snemma í haust. Þótt stonnur og regn dansi í skóginum vikivaka og vindhörpu-hljómamir berist um skógarstig, þá langar mig með þér ákaft aftur til baka, en einhver kallar bæði á mig og þig. — Um valköst rósanna, legstaðinn logarauðan, laufblöðin flögra við skógarhörpunnar klið, svo dansa þau inn í dauðann — d,æmd til að hverfa úr leik — eins og við.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.