Dvöl - 01.10.1938, Page 20
25S
D V ö L
eru flestir hlutir lausir og fastir
sömu fordæmingu seldir. Enda er
það svo, að lagaboðin ein munu
seint geta umskapað hugsunarhátt
heillar þjóðar. En einhver kann að
segja, að ræktarsemi eða óræktar
við sögulegar minjar komi lítið við
tilfinningum manna gagnvart nátt-
úrunni. En því er einmitt svo hátt-
að, að sami tvískinnungurinn, sem
birtist í viðhorfi almennings gagn-
vart minjum þjóðarinnar, birtist
einnig í viðhorfinu gegn náttúr-
unni. Þeir hinir sömu, sem hæst
láta umi fegurð náttúrunnar á ein-
hverjum stað eru oft hirðuminnst-
ir um vé hennar. Yfirleitt verður
þess alltof sjaldan vart að vér ís-
lendingar viljum fórna nokkru
verulegu til að viðhalda fegurð
eða sérkennilegri náttúru einstakra
staða. Vér viljum flestir aðeins
njóta þeirra gæða, sem hin gjöf-
ula móðir vor náttúran lætur oss
í té en ekkert gjalda henni ámóti.
Hverjum þeim, sem efast kynni
um sannleikl þess, sem nú er sagt,
vildi ég benda á að skóða ein-
hvern vinsælan skemmtistað að
kveldi dags þegar margt hefurver-
ið þar gesta. Skógarrjóður, gras-
bollar, hraungjár eða hvað, sem
um er að ræða á umræddum stað,
líkist ekki lengur sjálfu sér, heldur
illa hirtu vörugeymslusvæði, eða
ruslasafni borgar eða bæjar. Þar
ægir saman allskonar umbúðum,
flöskum bnotnum og heiluin, nest-
isleifum og öðru því, sem hirðu-
lausir ferðamenn geta eftir siglát-
ið. Samt efast ég ekki um að flest-
um þeim, er þessa staði heim-
sækja, þyki í raun og veru vænt
um þá, og vilji ekki spilla þeim,
en hugsunarleysið er aðeins svona
ríkt. Ég hefi upp á öræfum komið
í tjaldstaði, þar sem ægt hefur
saman niðursuðudósum, brotnum
kössum, bréfarusli og skemmdum
matarleifum, sem ferðalangar hafa
ekki hirt um að ganga sómasam-
lega frá, um leið og þeir yfirgáfu
tjaldstaðinn. Það ætti þó að vera
öllum mönnum ljóst, að slík um-
gengni er skortur á siðmenningu.
Yfirleitt ættu menn að líta á tjald-
staði eins og gistiherbergi eða í-
búð. Fæstum mundi þykja sæm-
andi að skilja eftir ruslhauga í
herbergi á vönduðu gistihúsi, enda
mundi slíkt ekki látið óátalið.
Mönnum er það ljóst að slíkt spill-
ir prúðum híbýlum, en hvar er
það gistihús, sem að fegurð jafn-
ast við góðan tjaldstað í faðmi ör-
æfa íslands.
Orðin friðiun og verndun láta
alltaf hálfilla í eyrum íslendinga,
og kunnara er það en frá þurfi að
segja, hvernig ýms friðunarlög eru
haldin. Það er oft engu líkara en
friðun einhvers hlutar veki óstöðv-
andi fýsn, til þess að vega þar á
veittar tryggðir, og þyrma sízt
allra þeim hlutum, sem lögvernd-
aðir eru. Svo rík er einstaklings-
hyggjan og sú kennd að telja sjálf-
um sér allt leyfilegt. En einmitt