Dvöl - 01.10.1938, Page 24

Dvöl - 01.10.1938, Page 24
262 - D V Ö L tveggja skýr einkenni menningar- þjóðar, sem sýnir með því, að hún skilur hver verðmæti eru fólgin í að eiga fagurt land. Ef svo fer, að hingað leiti mikill straumur erlendra ferðamanna, þá getum vér ekki á margan hátt sýnt það betur að vér kunnum að taka við þeim, en með því að sýna þeim að vér umgöng- umst hina fögru nálttúru lands vors og hina dýrustu staði henn- ar með svipaðri lotningu og trúað- ir menn umgangast hin helgustu musteri. En þess megum vér einn- ig minnast, að nautn vor sjálfra við að heimsækja fagran stað, verður því meiri, sem vér kunn- um betur að meta hann og því meiri virðingu sem vér sýnum honum í allri vorri umgengni. Pá skal þess getið í fáum orð- um hvað frændþjóðir vorar á Norðurlöndum hafa unnið málum þessum til eflingar. Pær standa allar framarlega: í flokki um frið- un náttúruverðmæta eins og ótal mórgum öðrum menningarmálum. Pótt þjóðir þessar séu skyldar, hefir friðunarstarfið verið rekið á nokkuð mismunandi hátt þeirra á meðal, en sameiginlegt er þeim það öllum, að félög hafa verið stofnuð, nefndir settar og lög gef- in, sem, allt miðar að sama marki, verndun náttúruverðmæta. í öll- um löndunum er starfið meira eða minna háð eftirliti og umsjá hins opinbera. Víðast hafa náttúru- fræðingar haft forustuna á hendi, enda starfið verið unnið með það fyrir augum að vernda hina ó- snortnu náttúru landanna. I Dan- mörku, þar sem allt landið er ræktað að heita má, hefir nátt- úruverndin einkum hnigið að því að friða smábletti, forndysjar, grjótgarða, skógarlunda og smá- heiðabletti. En í hinum löndun- um, þar sem landrýmið er meira, hafa verið stofnaðir þjóðgarðar, þar sem allt er friðað, dautt og lifandi, á líkan hátt og vér höfum gert við Þingvelli. Þjóðgarðar þessir eru engin smásmíði, þann- ig ná hinir stærstu þeirra í Sví- þjóð yfir hundruð ferkílómetra, og í þeim eru fjallgarðar með tind- um og jöklum, og dalir með fljót- um og fossum. Þá hafa og margar borgir friðað allstór svæði í ná- grenni sínu, og eru þau notuð sem skemmtigarðar fyrir borgar- búa. í öllum löndunum eru gefin út tímarit og fjöldi annara rita, stórra og smárra, náttúrufriðun- mni til stuðnings. Eru rit þessi að öllum jafnaði hin fegurstu að útliti og valin að efni. Leggja þar saman listamenn, rithöfundar og vísindamenn til þess að þau verði sem bezt úr garði gerð. Dagblöð- in leggja og friðunarmálunum jafnan liðsyrði. Með þessum ráð- um hefir smámsaman tekizt að afla málum þessum fylgis í al- menningsálitinu, enda er það svo hér sem annarsstaðar, að enginn félagsskapur eða lagaboð fá unn- ið það verk sem þarf, ef almcnn-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.